Víst eru börnin leiðarljósið Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 21. mars 2023 15:02 Í síðustu viku varð frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga að lögum. Frumvarpið hefur hlotið mikla umfjöllun bæði á þingi og í samfélaginu. Um frumvarpið hafa ýmsar rangfærslur komið fram en fyrst og fremst hefur frumvarpið sætt töluverðum misskilningi, þ.e. um hvað þessum breytingum er ætlað að gera og hvað þær fela í sér. Það er mikilvægt að við getum tekið upplýsta umræðu byggða á rökum um það hvernig við ætlum að standa að þjónustu við íbúa og að það sé hægt að breyta lögum til hins betra fyrir samfélagið allt. Hér er einmitt um slíkar breytingar að ræða. Verið er að stíga skref með það að markmiði að ná betur utan um málaflokkinn og standa betur að þjónustu við þá sem til dæmis hingað leita eftir vernd. Samkvæmt lögunum er stjórnvöldum skylt að líta til hagsmuna hvers barns fyrir sig. Hagsmunir barnsins að leiðarljósi Í frumvarpinu eru skyldur lagðar á herðar mennta- og barnamálaráðuneytisins varðandi smíði og utanumhald á sérstöku hagsmunamati. Þar er verið að skerpa á lögunum hvað varðar að í hvert sinn sem unnið er með málefni barna í þessu kerfi þurfi að gera sérstakt hagsmunamat og unnin skuli reglugerð um það í samvinnu dómsmálaráðuneytis og þess ráðherra sem fer með barnaverndarmál hverju sinni. Þegar við vinnum með málefni barna, alveg sama hvort það eru börn sem eru komin hingað á flótta með fjölskyldum sínum eða fylgdarlaus börn, þarf að vinna ákveðið hagsmunamat og það þarf að skerpa á því hvernig það er unnið og leiðin til þess er að meta hverju sinni málefni hvers barns fyrir sig. Mat á hagsmunum hvers barns fyrir sig Þegar unnið er með stöðu þessara barna má ekki hugsa um fjölskylduna sem eina heild. Meta þarf hagsmuni hvers einstaklings fyrir sig. Sem dæmi má taka systkinahóp, en, þá sé ekki verið að hugsa um öll systkini saman heldur hvern og einn einstakling, hagsmunir hans séu vegnir og metnir. Það kemur fram í lögunum að reglugerð um hagsmunamat verði unnin í samvinnu dómsmálaráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis og ég fagna þeirri breytingu á lögunum vegna þess að hún setur auknar skyldur á okkur sem samfélag að gera akkúrat það sem aðilar hafa kallað eftir, það er að setja hagsmuni barna í fyrsta sæti. Það verður gert með þessari reglugerð og við erum þegar byrjuð á undirbúningssamtali við dómsmálaráðuneytið um það. Sú reglugerð verður að vera vönduð og ítarlega unnin. Ég hef trú á því að sú reglugerð muni mæta þeirri gagnrýni sem margir hafa viðrað. Hér er verið að stíga það skref að lögfesta skyldu dómsmálaráðuneytis og þess ráðuneytis sem fer með málefni barna hverju sinni að semja slíkt hagsmunamat. Framsókn hefur það að leiðarljósi í allri sinni vinnu að hagsmunir barna séu settir í fyrsta sæti og ég treysti engum betur en hæstvirtum mennta- og barnamálaráðherra í þessa vinnu. Það þarf að vera mikill sómi af því hvernig við gætum að réttindum barna á flótta og allra barna svo það sé sagt. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Réttindi barna Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku varð frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga að lögum. Frumvarpið hefur hlotið mikla umfjöllun bæði á þingi og í samfélaginu. Um frumvarpið hafa ýmsar rangfærslur komið fram en fyrst og fremst hefur frumvarpið sætt töluverðum misskilningi, þ.e. um hvað þessum breytingum er ætlað að gera og hvað þær fela í sér. Það er mikilvægt að við getum tekið upplýsta umræðu byggða á rökum um það hvernig við ætlum að standa að þjónustu við íbúa og að það sé hægt að breyta lögum til hins betra fyrir samfélagið allt. Hér er einmitt um slíkar breytingar að ræða. Verið er að stíga skref með það að markmiði að ná betur utan um málaflokkinn og standa betur að þjónustu við þá sem til dæmis hingað leita eftir vernd. Samkvæmt lögunum er stjórnvöldum skylt að líta til hagsmuna hvers barns fyrir sig. Hagsmunir barnsins að leiðarljósi Í frumvarpinu eru skyldur lagðar á herðar mennta- og barnamálaráðuneytisins varðandi smíði og utanumhald á sérstöku hagsmunamati. Þar er verið að skerpa á lögunum hvað varðar að í hvert sinn sem unnið er með málefni barna í þessu kerfi þurfi að gera sérstakt hagsmunamat og unnin skuli reglugerð um það í samvinnu dómsmálaráðuneytis og þess ráðherra sem fer með barnaverndarmál hverju sinni. Þegar við vinnum með málefni barna, alveg sama hvort það eru börn sem eru komin hingað á flótta með fjölskyldum sínum eða fylgdarlaus börn, þarf að vinna ákveðið hagsmunamat og það þarf að skerpa á því hvernig það er unnið og leiðin til þess er að meta hverju sinni málefni hvers barns fyrir sig. Mat á hagsmunum hvers barns fyrir sig Þegar unnið er með stöðu þessara barna má ekki hugsa um fjölskylduna sem eina heild. Meta þarf hagsmuni hvers einstaklings fyrir sig. Sem dæmi má taka systkinahóp, en, þá sé ekki verið að hugsa um öll systkini saman heldur hvern og einn einstakling, hagsmunir hans séu vegnir og metnir. Það kemur fram í lögunum að reglugerð um hagsmunamat verði unnin í samvinnu dómsmálaráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis og ég fagna þeirri breytingu á lögunum vegna þess að hún setur auknar skyldur á okkur sem samfélag að gera akkúrat það sem aðilar hafa kallað eftir, það er að setja hagsmuni barna í fyrsta sæti. Það verður gert með þessari reglugerð og við erum þegar byrjuð á undirbúningssamtali við dómsmálaráðuneytið um það. Sú reglugerð verður að vera vönduð og ítarlega unnin. Ég hef trú á því að sú reglugerð muni mæta þeirri gagnrýni sem margir hafa viðrað. Hér er verið að stíga það skref að lögfesta skyldu dómsmálaráðuneytis og þess ráðuneytis sem fer með málefni barna hverju sinni að semja slíkt hagsmunamat. Framsókn hefur það að leiðarljósi í allri sinni vinnu að hagsmunir barna séu settir í fyrsta sæti og ég treysti engum betur en hæstvirtum mennta- og barnamálaráðherra í þessa vinnu. Það þarf að vera mikill sómi af því hvernig við gætum að réttindum barna á flótta og allra barna svo það sé sagt. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar