Forgangsröðum í þágu menntunar Hólmfríður Árnadóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifa 23. mars 2023 09:31 Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar. Þar er tekið undir ályktun frá ársþingi Kennararsamband Íslands sem segir of fáa kennara útskrifast á ári hverju og mikið álag sé vegna þessa og einnig takmarkað aðgengi að sérfræðiþjónustu. Erfiðar starfsaðstæður valda langtímaveikindum kennara og annars starfsfólks, þá sé starfsmannavelta ör og þróun í kennsluháttum verður vegna þessa hægari en ella. Þessir þættir hafa jafnframt neikvæð áhrif á vellíðan og gæði námsumhverfis barna. Það er óforsvaranlegt að nemendur, kennarar og annað starfsfólk sitji uppi með svarta pétur þegar kemur að viðhaldi, nýbyggingum, þróun starfsumhverfis og starfsemi skóla, sérstaklega þegar meiri hluti hennar er skyldunám. Innan íslenska skólakerfisins eru fjölmargir eldhugar sem hafa leitt framþróun í skólastarfi en því miður eru of mörg sem heltast úr lestinni og fjöldinn allur af kennaramenntuðum einstaklingum starfa ekki við kennslu. Ríki og sveitarfélög verða að beita sér fyrir því að jafna aðstöðumun og gera starfsaðstæður betri með því að hlúa enn frekar að fjölbreyttum fagstéttum skólanna, bæði með auknum stuðningi við kennaranám og fjármagni til reksturs og framkvæmda. Grunn- og leikskólar eru á forræði sveitarfélaganna en lagarammi þeirra er settur af ríki. Geta sveitarfélaganna til að mæta þeim kröfum sem bæði ríki og samfélagið setur er því æði misjöfn og börn víða um land sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að aðgengi að sérfræðiþjónustu eða aðstöðu innan skólanna. Jöfnunarsjóður er mikilvægt tæki til jöfnunar og þess að tryggja jafnræði barna um allt land og skapa þeim námsumhverfi við hæfi en hann er ekki nóg. Þörf er á að endurskoða úthlutanir Jöfnunarsjóðs svo hann uppfylli hlutverk sitt betur að þessu leyti en um leið veita auka fjármagni til framkvæmda og flýta fyrir því að þær eigi sér stað. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, verða að leita leiða til að jafna þennan aðstöðumun því þrátt fyrir öflugt starfsfólk skólanna mun núverandi ástand ekki ganga til lengdar. Þá telur landsfundur fjárhagsstöðu háskólanna á Íslandi vera mikið áhyggjuefni. Háskólar á Íslandi njóta mun minni fjárveitinga á hvern nemanda en háskólar á Norðurlöndum þrátt fyrir að lengi hafi það verið yfirlýst stefna stjórnvalda að efla rekstur þeirra. Eins og staðan er nú eru fjárveitingar ónógar, hvort sem er til rannsókna eða kennslu. Um leið og við fögnum stórauknum stuðningi á síðustu árum við opinbera rannsókna- og nýsköpunarsjóði þá má ekki gleyma að háskólarnir eru undirstaða þekkingarsamfélagsins sem við lifum í. Rekstrarhluta háskólanna verður að tryggja og hann verður ekki leystur með auknum álögum á nemendur. Við tökum því undir áhyggjur stúdenta og háskólanna allra og ítrekum mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi óháð búsetu, efnahag og öðrum þáttum þegar kemur að námi fyrir öll. Við hyllum skólana okkar á tyllidögum, og stærum okkur af því að vera menntaþjóð. Það er því ekki boðlegt að setja skólamál ítrekað aftast í röðina, bæði í þjóðfélagsumræðu og þegar kemur að fjármagni. Við hvetjum því stjórnvöld til að hlusta á viðvaranir og áhyggjur Kennarasambands Íslands, háskólanna og stúdenta og forgangsraða fjármagni í þágu menntunar og fólksins í landinu. Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kennari og félagi í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar. Þar er tekið undir ályktun frá ársþingi Kennararsamband Íslands sem segir of fáa kennara útskrifast á ári hverju og mikið álag sé vegna þessa og einnig takmarkað aðgengi að sérfræðiþjónustu. Erfiðar starfsaðstæður valda langtímaveikindum kennara og annars starfsfólks, þá sé starfsmannavelta ör og þróun í kennsluháttum verður vegna þessa hægari en ella. Þessir þættir hafa jafnframt neikvæð áhrif á vellíðan og gæði námsumhverfis barna. Það er óforsvaranlegt að nemendur, kennarar og annað starfsfólk sitji uppi með svarta pétur þegar kemur að viðhaldi, nýbyggingum, þróun starfsumhverfis og starfsemi skóla, sérstaklega þegar meiri hluti hennar er skyldunám. Innan íslenska skólakerfisins eru fjölmargir eldhugar sem hafa leitt framþróun í skólastarfi en því miður eru of mörg sem heltast úr lestinni og fjöldinn allur af kennaramenntuðum einstaklingum starfa ekki við kennslu. Ríki og sveitarfélög verða að beita sér fyrir því að jafna aðstöðumun og gera starfsaðstæður betri með því að hlúa enn frekar að fjölbreyttum fagstéttum skólanna, bæði með auknum stuðningi við kennaranám og fjármagni til reksturs og framkvæmda. Grunn- og leikskólar eru á forræði sveitarfélaganna en lagarammi þeirra er settur af ríki. Geta sveitarfélaganna til að mæta þeim kröfum sem bæði ríki og samfélagið setur er því æði misjöfn og börn víða um land sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að aðgengi að sérfræðiþjónustu eða aðstöðu innan skólanna. Jöfnunarsjóður er mikilvægt tæki til jöfnunar og þess að tryggja jafnræði barna um allt land og skapa þeim námsumhverfi við hæfi en hann er ekki nóg. Þörf er á að endurskoða úthlutanir Jöfnunarsjóðs svo hann uppfylli hlutverk sitt betur að þessu leyti en um leið veita auka fjármagni til framkvæmda og flýta fyrir því að þær eigi sér stað. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, verða að leita leiða til að jafna þennan aðstöðumun því þrátt fyrir öflugt starfsfólk skólanna mun núverandi ástand ekki ganga til lengdar. Þá telur landsfundur fjárhagsstöðu háskólanna á Íslandi vera mikið áhyggjuefni. Háskólar á Íslandi njóta mun minni fjárveitinga á hvern nemanda en háskólar á Norðurlöndum þrátt fyrir að lengi hafi það verið yfirlýst stefna stjórnvalda að efla rekstur þeirra. Eins og staðan er nú eru fjárveitingar ónógar, hvort sem er til rannsókna eða kennslu. Um leið og við fögnum stórauknum stuðningi á síðustu árum við opinbera rannsókna- og nýsköpunarsjóði þá má ekki gleyma að háskólarnir eru undirstaða þekkingarsamfélagsins sem við lifum í. Rekstrarhluta háskólanna verður að tryggja og hann verður ekki leystur með auknum álögum á nemendur. Við tökum því undir áhyggjur stúdenta og háskólanna allra og ítrekum mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi óháð búsetu, efnahag og öðrum þáttum þegar kemur að námi fyrir öll. Við hyllum skólana okkar á tyllidögum, og stærum okkur af því að vera menntaþjóð. Það er því ekki boðlegt að setja skólamál ítrekað aftast í röðina, bæði í þjóðfélagsumræðu og þegar kemur að fjármagni. Við hvetjum því stjórnvöld til að hlusta á viðvaranir og áhyggjur Kennarasambands Íslands, háskólanna og stúdenta og forgangsraða fjármagni í þágu menntunar og fólksins í landinu. Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kennari og félagi í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun