Hrannar dæmdur í átta ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2023 13:10 Hrannar Fossberg við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar. Vísir/Vilhelm Hrannar Fossberg Viðarsson, 24 ára karlmaður, var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir skotárás í Grafarholti í febrúar í fyrra. Hann þarf að greiða fólkinu sem hann skaut 3,3 milljónir króna annars vegar og 1,2 milljónir króna hins vegar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Verjandi Hrannars segir að dómnum verði áfrýjað. Hrannar var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot eftir að hann skaut fyrrverandi kærustu sína og mann sem hann lýsti sem „óvini“ sínum með skammbyssu fyrir utan fjölbýlishús við Þórðarsveig í Grafarholti aðfararnótt fimmtudagsins 10 febrúar í fyrra. Byssukúla hæfði stúlkuna í kviðinn og urðu læknar að fjarlægja hana úr henni í bráðaskurðaðgerð. Læknir sem gaf skýrslu sagði áverka hennar hafa verið lífshættulega. Karlmaðurinn var skotinn í löppina en kúlan fór í gegn. Á þungan dóm að baki Árásin átti sér stað þegar Hrannar var á reynslutíma vegna fimm ára fangelsisdóms. Honum var gert að afplána 900 daga eftirstöðvar af þeim dómi eftir skotárásina. Hrannar ræddi við fréttastofu árið 2017 þegar hann sat inni vegna þess dóms. Hann var þá yngsti fangi landsins. Hrannar gekkst við verkaðinum en neitaði sök fyrir dómi að í honum hafi falist tilraun til manndráps. Hann játaði einnig á sig vopnalagabrotið. Fyrir dómi hélt Hrannar því fram að hann hafi aðeins ætlað sér að skjóta hinn manninn í löppina og hann hafi ekki einu sinni vitað af því að hann hefði skotið stúlkuna fyrr en eftir á. „Ég fylgdist ekkert með hvar hún væri, ég var náttúrulega bara að hugsa um hann,“ sagði Hrannar. Stormasamt samband Við aðalmeðferð málsins í febrúar kom fram að Hrannar og stúlkan hefðu átt í stormasömu sambandi í rúmlega tvö ár sem lauk endanlega í desember 2021, um þremur mánuðum fyrir árásina, að sögn stúlkunnar sem er á þrítugsaldri. Hún lýsti því þannig að þau hefðu ítrekað hætt og byrjað saman. Í kringum sambandsslit hafi Hrannar hótað henni, meðal annars lífláti. Lýsti hún því fyrir dómi að Hrannar hefði meðal annars tekið hana hálstaki og verið með byssu í kringum sig. Hún hafi talið sig hafa ástæðu til þess að óttast að Hrannar gerði alvöru úr hótunum sínum. Þau hefðu þó ekki átt í neinum samskiptum frá því í desember fyrir árásina. Stúlkan og maðurinn sem varð einnig fyrir byssukúlu eru nú par en þegar árásin átti sér stað sagði hann að þau hefðu rétt verið byrjuð að stinga saman nefjum. Óumdeilt var að atvik hafi verið þannig að þegar „óvinurinn“ mætti í leigubíl til stúlkunnar um á fjórða tímanum um nóttina hafi Hrannar og félagi hans verið í bíl á plani fyrir utan fjölbýlishúsið. Á myndbandsupptöku, sem sýnd var í dómsal, sást bíll þeirra færa sig inn í stæði svo leigubíllinn kæmist lengra inn botnlangann en svo færa sig aftur út á planið. „Óvinurinn“ sást stíga út úr bílnum og heyrðist stúlkan tala. Skömmu síðar heyrist byssuhvellur og kvenmannsóp. „Já, hann skaut mig“ Stúlka sem varð fyrir skotinu sagði Hrannar hafa hótað sér og beitt ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún lýsti því fyrir dómi að hafa átt erfitt með svefn og óttast um öryggi sitt og heilsu eftir árásina. Hún og kærasti hennar sögðu aðila tengda Hrannari hafa boðið sér peninga gegn því að breyta framburði sínum fyrir dómi. Stúlkan, sem var nítján ára þegar árásin átti sér stað, lýsti því fyrir dómi hvernig Hrannar hefði hótað henni, tekið hana hálstaki oft og verið með byssu í kringum hana á meðan á rúmlega tveggja ára stormasömu sambandi þeirra stóð. Spurð að því fyrir dómi hvort að hún hafi óttast að Hrannar fylgdi hótunum sínum eftir svaraði hún. „Já, hann skaut mig.“ Deilur næðu mörg ár aftur í tímann Hrannar lýsti manninum sem hann skaut sem „óvini“ sínum fyrir dómi og að samskipti þeirra gætu aðeins endað með slagsmálun ef þeir hittust. Þær deilur næðu mörg ár aftur í tímann. Stúlkan sagði að þau Hrannar hafi ítrekað byrjað og hætt saman á meðan á sambandinu stóð. Hrannar hafi verið afar afbýðissamur þegar hún hitti aðra stráka þegar þau voru ekki saman. Hann hafi hótað þeim og hún teldi að hann hefði að minnsta kosti einu sinni fylgt slíkum hótunum eftir. Engu að síður vildi Hrannar meina að afbrýðissemi hafi ekki ráðið för þegar hann ákvað að leita þau uppi um nóttina umræddu. Maðurinn sem varð fyrir skoti segir að þau stúlkan séu par í dag en þegar árásin átti sér stað hafi þau verið rétt byrjuð að hittast. Hélt Hrannar því fram að hann að hann hafi talið að stúlkan ætlaði sér að sína óvini sínum hvar hann ætti heima. Hann hafi viljað ræða við manninn til þess að forðast átök á heimili sínu, öryggis kærustu sinnar og móður vegna. Bæði stúlkan og maðurinn þvertóku fyrir að hún hafi ætlað að sýna honum hvar Hrannar byggi. Lífshættulegir áverkar Maðurinn og stúlkan voru við leigubíl fyrir utan heimili hennar þegar Hrannar skaut þau úr bíl sem hann var í með félaga sínum. Hún sagðist hafa heyrt kallað á sig. Maðurinn hafi sagt henni að fara í bílinn en hún hafi hikað við og byrjað að ganga að aðkomubílnum. „Svo heyri ég eins og flugelda, svo fatta ég að ég var skotin,“ sagði stúlkan. Læknir bar vitni um að áverkar stúlkunnar hafi verið lífshættulegar. Það hafi fyrst og fremst verið því að þakka hversu hratt hún komist undir læknishendur að ekki hafi farið verr. Eftir árásina sagði stúlkan að hún gæti ekki einu sinni keyrt götuna sína án þess að vera á varðbergi. Hún yrði hrædd við minnsta hljóð heima hjá sér. Hún eigi erfitt með svefn og óttist sífellt um öryggi sitt. Líkamlega sagðist stúlkan hafa það ágætt en þó þjást af undarlegum verkjum sem hún vissi ekki hvort tengdust áverkunum. Hún sagðist fyrst og fremst óttast að geta ekki eignast börn í framtíðinni. Læknir bar vitni um að áverkarnir ættu ekki að hafa áhrif á barneignir þótt ekki væri hægt að útiloka það. Heyrði stúlkuna öskra af sársauka Hrannar bar vitni um að maðurinn hafi gengið rösklega að bílnum sem hann var í. Honum hafi mögulega sýnst hann hafa eitthvað í hendinni. Því hafi hann ákveðið að skjóta hann í löppina. Hann hafi ekki vitað af því að stúlkan hefði orðið fyrir skoti fyrr en eftir á. Lýsing mannsins sem varð fyrir skotinu dró upp aðra mynd af atvikum. Þegar hann kom í leigubílnum hafi hann heyrt einhvern kalla á stúlkuna. Honum hafi ekki litist á blikuna og sagt henni að fara inn í leigubílinn en sjálfur gengið að bílnum. Hann hafi ekki verið ógnandi á nokkurn hátt en þó gengið rösklega að bílnum. Hann hafi ekki séð hver væri í bílnum. Hann hafi fyrst heyrt hljóð sem hann hafi haldið að væri flugeldur. Síðan hafi hann fundið fyrir í lærinu en ekkert blóð hafi komið og þá haldið að hann hefði verið skotinn með loftbyssu. Þá hafi hann heyrt stúlkuna öskra af sársauka. Leigubílstjóri hafi ekið þeim í átt að bráðamóttöku og sjúkrabíll komið til móts við þau. Árásin hafi verið mikið áfall. Klukkutímarnir á meðan stúlkan var í bráðaaðgerð hafi verið hræðilegir. Maðurinn hafi ekki óttast sérstaklega um sjálfan sig en afleiðingarnar hefðu vissulega getað verið verri. Aðeins hafi munað nokkrum sentímetrum að kúlan hæfði slagæð og þá hefði honum getað blætt út. Þorgils Þorgilsson, verjandi Hrannars, segir að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Segja Hrannar hafa boðið þeim peninga fyrir að breyta framburði Stúlka sem var skotin í skotárás fyrrverandi kærasta í Grafarholti í fyrra sagði manninn hafa hótað sér og beitt ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún hefur átt erfitt með svefn og óttast um öryggi sitt og heilsu eftir árásina. Hún og kærasti hennar segja kærastann fyrrverandi hafa boðið sér peninga gegn því að breyta framburði sínum fyrir dómi. 28. febrúar 2023 17:00 Skaut fyrrverandi kærustu sína og yfirlýstan „óvin“ Karlmaður sem skaut fyrrverandi kærustu sína og annan karlmann í Grafarholti í fyrra segist ekki hafa vitað af því að hann hafi skotið hana fyrr en að atlögunni lokinni. Afbrýðisemi hafi ekki haft neitt með árásina að gera. 28. febrúar 2023 14:55 Yngsti fangi landsins segir að það sé erfitt að ná árangri hafi maður ekkert fyrir stafni Hrannar Fossberg Viðarsson, yngsti fangi landsins, segir að hann hafi mætt úrræðaleysi í íslenska kerfinu. 9. desember 2017 20:47 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Hrannar var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot eftir að hann skaut fyrrverandi kærustu sína og mann sem hann lýsti sem „óvini“ sínum með skammbyssu fyrir utan fjölbýlishús við Þórðarsveig í Grafarholti aðfararnótt fimmtudagsins 10 febrúar í fyrra. Byssukúla hæfði stúlkuna í kviðinn og urðu læknar að fjarlægja hana úr henni í bráðaskurðaðgerð. Læknir sem gaf skýrslu sagði áverka hennar hafa verið lífshættulega. Karlmaðurinn var skotinn í löppina en kúlan fór í gegn. Á þungan dóm að baki Árásin átti sér stað þegar Hrannar var á reynslutíma vegna fimm ára fangelsisdóms. Honum var gert að afplána 900 daga eftirstöðvar af þeim dómi eftir skotárásina. Hrannar ræddi við fréttastofu árið 2017 þegar hann sat inni vegna þess dóms. Hann var þá yngsti fangi landsins. Hrannar gekkst við verkaðinum en neitaði sök fyrir dómi að í honum hafi falist tilraun til manndráps. Hann játaði einnig á sig vopnalagabrotið. Fyrir dómi hélt Hrannar því fram að hann hafi aðeins ætlað sér að skjóta hinn manninn í löppina og hann hafi ekki einu sinni vitað af því að hann hefði skotið stúlkuna fyrr en eftir á. „Ég fylgdist ekkert með hvar hún væri, ég var náttúrulega bara að hugsa um hann,“ sagði Hrannar. Stormasamt samband Við aðalmeðferð málsins í febrúar kom fram að Hrannar og stúlkan hefðu átt í stormasömu sambandi í rúmlega tvö ár sem lauk endanlega í desember 2021, um þremur mánuðum fyrir árásina, að sögn stúlkunnar sem er á þrítugsaldri. Hún lýsti því þannig að þau hefðu ítrekað hætt og byrjað saman. Í kringum sambandsslit hafi Hrannar hótað henni, meðal annars lífláti. Lýsti hún því fyrir dómi að Hrannar hefði meðal annars tekið hana hálstaki og verið með byssu í kringum sig. Hún hafi talið sig hafa ástæðu til þess að óttast að Hrannar gerði alvöru úr hótunum sínum. Þau hefðu þó ekki átt í neinum samskiptum frá því í desember fyrir árásina. Stúlkan og maðurinn sem varð einnig fyrir byssukúlu eru nú par en þegar árásin átti sér stað sagði hann að þau hefðu rétt verið byrjuð að stinga saman nefjum. Óumdeilt var að atvik hafi verið þannig að þegar „óvinurinn“ mætti í leigubíl til stúlkunnar um á fjórða tímanum um nóttina hafi Hrannar og félagi hans verið í bíl á plani fyrir utan fjölbýlishúsið. Á myndbandsupptöku, sem sýnd var í dómsal, sást bíll þeirra færa sig inn í stæði svo leigubíllinn kæmist lengra inn botnlangann en svo færa sig aftur út á planið. „Óvinurinn“ sást stíga út úr bílnum og heyrðist stúlkan tala. Skömmu síðar heyrist byssuhvellur og kvenmannsóp. „Já, hann skaut mig“ Stúlka sem varð fyrir skotinu sagði Hrannar hafa hótað sér og beitt ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún lýsti því fyrir dómi að hafa átt erfitt með svefn og óttast um öryggi sitt og heilsu eftir árásina. Hún og kærasti hennar sögðu aðila tengda Hrannari hafa boðið sér peninga gegn því að breyta framburði sínum fyrir dómi. Stúlkan, sem var nítján ára þegar árásin átti sér stað, lýsti því fyrir dómi hvernig Hrannar hefði hótað henni, tekið hana hálstaki oft og verið með byssu í kringum hana á meðan á rúmlega tveggja ára stormasömu sambandi þeirra stóð. Spurð að því fyrir dómi hvort að hún hafi óttast að Hrannar fylgdi hótunum sínum eftir svaraði hún. „Já, hann skaut mig.“ Deilur næðu mörg ár aftur í tímann Hrannar lýsti manninum sem hann skaut sem „óvini“ sínum fyrir dómi og að samskipti þeirra gætu aðeins endað með slagsmálun ef þeir hittust. Þær deilur næðu mörg ár aftur í tímann. Stúlkan sagði að þau Hrannar hafi ítrekað byrjað og hætt saman á meðan á sambandinu stóð. Hrannar hafi verið afar afbýðissamur þegar hún hitti aðra stráka þegar þau voru ekki saman. Hann hafi hótað þeim og hún teldi að hann hefði að minnsta kosti einu sinni fylgt slíkum hótunum eftir. Engu að síður vildi Hrannar meina að afbrýðissemi hafi ekki ráðið för þegar hann ákvað að leita þau uppi um nóttina umræddu. Maðurinn sem varð fyrir skoti segir að þau stúlkan séu par í dag en þegar árásin átti sér stað hafi þau verið rétt byrjuð að hittast. Hélt Hrannar því fram að hann að hann hafi talið að stúlkan ætlaði sér að sína óvini sínum hvar hann ætti heima. Hann hafi viljað ræða við manninn til þess að forðast átök á heimili sínu, öryggis kærustu sinnar og móður vegna. Bæði stúlkan og maðurinn þvertóku fyrir að hún hafi ætlað að sýna honum hvar Hrannar byggi. Lífshættulegir áverkar Maðurinn og stúlkan voru við leigubíl fyrir utan heimili hennar þegar Hrannar skaut þau úr bíl sem hann var í með félaga sínum. Hún sagðist hafa heyrt kallað á sig. Maðurinn hafi sagt henni að fara í bílinn en hún hafi hikað við og byrjað að ganga að aðkomubílnum. „Svo heyri ég eins og flugelda, svo fatta ég að ég var skotin,“ sagði stúlkan. Læknir bar vitni um að áverkar stúlkunnar hafi verið lífshættulegar. Það hafi fyrst og fremst verið því að þakka hversu hratt hún komist undir læknishendur að ekki hafi farið verr. Eftir árásina sagði stúlkan að hún gæti ekki einu sinni keyrt götuna sína án þess að vera á varðbergi. Hún yrði hrædd við minnsta hljóð heima hjá sér. Hún eigi erfitt með svefn og óttist sífellt um öryggi sitt. Líkamlega sagðist stúlkan hafa það ágætt en þó þjást af undarlegum verkjum sem hún vissi ekki hvort tengdust áverkunum. Hún sagðist fyrst og fremst óttast að geta ekki eignast börn í framtíðinni. Læknir bar vitni um að áverkarnir ættu ekki að hafa áhrif á barneignir þótt ekki væri hægt að útiloka það. Heyrði stúlkuna öskra af sársauka Hrannar bar vitni um að maðurinn hafi gengið rösklega að bílnum sem hann var í. Honum hafi mögulega sýnst hann hafa eitthvað í hendinni. Því hafi hann ákveðið að skjóta hann í löppina. Hann hafi ekki vitað af því að stúlkan hefði orðið fyrir skoti fyrr en eftir á. Lýsing mannsins sem varð fyrir skotinu dró upp aðra mynd af atvikum. Þegar hann kom í leigubílnum hafi hann heyrt einhvern kalla á stúlkuna. Honum hafi ekki litist á blikuna og sagt henni að fara inn í leigubílinn en sjálfur gengið að bílnum. Hann hafi ekki verið ógnandi á nokkurn hátt en þó gengið rösklega að bílnum. Hann hafi ekki séð hver væri í bílnum. Hann hafi fyrst heyrt hljóð sem hann hafi haldið að væri flugeldur. Síðan hafi hann fundið fyrir í lærinu en ekkert blóð hafi komið og þá haldið að hann hefði verið skotinn með loftbyssu. Þá hafi hann heyrt stúlkuna öskra af sársauka. Leigubílstjóri hafi ekið þeim í átt að bráðamóttöku og sjúkrabíll komið til móts við þau. Árásin hafi verið mikið áfall. Klukkutímarnir á meðan stúlkan var í bráðaaðgerð hafi verið hræðilegir. Maðurinn hafi ekki óttast sérstaklega um sjálfan sig en afleiðingarnar hefðu vissulega getað verið verri. Aðeins hafi munað nokkrum sentímetrum að kúlan hæfði slagæð og þá hefði honum getað blætt út. Þorgils Þorgilsson, verjandi Hrannars, segir að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Segja Hrannar hafa boðið þeim peninga fyrir að breyta framburði Stúlka sem var skotin í skotárás fyrrverandi kærasta í Grafarholti í fyrra sagði manninn hafa hótað sér og beitt ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún hefur átt erfitt með svefn og óttast um öryggi sitt og heilsu eftir árásina. Hún og kærasti hennar segja kærastann fyrrverandi hafa boðið sér peninga gegn því að breyta framburði sínum fyrir dómi. 28. febrúar 2023 17:00 Skaut fyrrverandi kærustu sína og yfirlýstan „óvin“ Karlmaður sem skaut fyrrverandi kærustu sína og annan karlmann í Grafarholti í fyrra segist ekki hafa vitað af því að hann hafi skotið hana fyrr en að atlögunni lokinni. Afbrýðisemi hafi ekki haft neitt með árásina að gera. 28. febrúar 2023 14:55 Yngsti fangi landsins segir að það sé erfitt að ná árangri hafi maður ekkert fyrir stafni Hrannar Fossberg Viðarsson, yngsti fangi landsins, segir að hann hafi mætt úrræðaleysi í íslenska kerfinu. 9. desember 2017 20:47 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Segja Hrannar hafa boðið þeim peninga fyrir að breyta framburði Stúlka sem var skotin í skotárás fyrrverandi kærasta í Grafarholti í fyrra sagði manninn hafa hótað sér og beitt ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún hefur átt erfitt með svefn og óttast um öryggi sitt og heilsu eftir árásina. Hún og kærasti hennar segja kærastann fyrrverandi hafa boðið sér peninga gegn því að breyta framburði sínum fyrir dómi. 28. febrúar 2023 17:00
Skaut fyrrverandi kærustu sína og yfirlýstan „óvin“ Karlmaður sem skaut fyrrverandi kærustu sína og annan karlmann í Grafarholti í fyrra segist ekki hafa vitað af því að hann hafi skotið hana fyrr en að atlögunni lokinni. Afbrýðisemi hafi ekki haft neitt með árásina að gera. 28. febrúar 2023 14:55
Yngsti fangi landsins segir að það sé erfitt að ná árangri hafi maður ekkert fyrir stafni Hrannar Fossberg Viðarsson, yngsti fangi landsins, segir að hann hafi mætt úrræðaleysi í íslenska kerfinu. 9. desember 2017 20:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent