„Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Máni Snær Þorláksson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. mars 2023 16:52 Þessir herramenn áttu fótum sínum fjör að launa. Christiaan Bragi Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. Mikill reykur rauk upp úr nýbyggingunni, sem er í Eskiási, vegna eldsins. Fréttastofu hafa borist ábendingar og myndbönd frá íbúum á svæðinu og eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan voru sprengingarnar mjög öflugar. Klippa: Sprenging í Garðabæ Svæðinu í kring, sem og götunni sem byggingin stendur við, var lokað um stund á meðan vinnu slökkviliðs stóð. Eins og fyrr segir sakaði engan í sprenginunni, að sögn Helga Hjörleifssonar, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mikinn svartan reyk bar frá eldinum í dag.Aðsend Hann segir að búið sé að slökkva eldinn, lítill reykur sé á svæðinu en verið sé að fara yfir svæðið með hitamyndavél. Líklegt sé að kviknað hafi í þakklæðningu við vinnu í nýbyggingunni, þó hann geti ekki slegið því föstu. Skjáskot úr myndbandi sem barst fréttastofu.Skjáskot „Það er þvílík heppni að ekki hafi farið verr, það urðu engin slys á fólki eða neitt svoleiðis. Þetta eru gaskútar sem virðast hafa sprungið á þakinu,“ segir Helgi. Sjónarvottur segir í samtali við fréttastofu að tveir gaskútar hafi sprungið og þeyst tugi metra frá brennandi þakklæðningu í nýbyggingunni. Ljósmyndari Vísis myndaði þennan gaskút í um 100 metra fjarlægð frá byggingunni. Annar hæfði bíl sem stórskemmdist. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Yngvi Snær Bjarnason var heima að tefla þegar sprengingarnar urðu. Hann segir veggi og gler hafa nötrað. Hann hafi strax óttast að einhver hefði slasast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Garðabær Slökkvilið Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Mikill reykur rauk upp úr nýbyggingunni, sem er í Eskiási, vegna eldsins. Fréttastofu hafa borist ábendingar og myndbönd frá íbúum á svæðinu og eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan voru sprengingarnar mjög öflugar. Klippa: Sprenging í Garðabæ Svæðinu í kring, sem og götunni sem byggingin stendur við, var lokað um stund á meðan vinnu slökkviliðs stóð. Eins og fyrr segir sakaði engan í sprenginunni, að sögn Helga Hjörleifssonar, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mikinn svartan reyk bar frá eldinum í dag.Aðsend Hann segir að búið sé að slökkva eldinn, lítill reykur sé á svæðinu en verið sé að fara yfir svæðið með hitamyndavél. Líklegt sé að kviknað hafi í þakklæðningu við vinnu í nýbyggingunni, þó hann geti ekki slegið því föstu. Skjáskot úr myndbandi sem barst fréttastofu.Skjáskot „Það er þvílík heppni að ekki hafi farið verr, það urðu engin slys á fólki eða neitt svoleiðis. Þetta eru gaskútar sem virðast hafa sprungið á þakinu,“ segir Helgi. Sjónarvottur segir í samtali við fréttastofu að tveir gaskútar hafi sprungið og þeyst tugi metra frá brennandi þakklæðningu í nýbyggingunni. Ljósmyndari Vísis myndaði þennan gaskút í um 100 metra fjarlægð frá byggingunni. Annar hæfði bíl sem stórskemmdist. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Yngvi Snær Bjarnason var heima að tefla þegar sprengingarnar urðu. Hann segir veggi og gler hafa nötrað. Hann hafi strax óttast að einhver hefði slasast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Garðabær Slökkvilið Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira