Vítahringur í boði Menntasjóðs námsmanna Eyvindur Ágúst Runólfsson skrifar 27. mars 2023 14:30 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Ég byrjaði í lögfræði haustið 2017, kláraði BA námið 2020 og byrjaði strax í meistaranámi. Á þessum tíma skall á Covid faraldurinn og mér bauðst vinna með skóla sem ég þáði með þökkum. Þegar leið á önnina fann ég að ég hafði ekki tíma til þess að sinna bæði náminu og vinnunni að fullu og því minnkaði ég við mig í skólanum. Ári seinna var ég farinn að vinna 100% vinnu og skólinn settur í annað sæti. Núna er komin sú staða hjá mér að mig langar til þess að klára námið, hætta að vinna á daginn svo ég geti mætt í tíma og sinnt náminu að fullum hug. Til þess þarf ég að fá námslán hjá menntasjóði námsmanna. Þar sem ég er skráður í tvo áfanga þessa önnina lítur Menntasjóður svo á að þeir þurfi að skerða lánið tengt tekjum mínum þetta árið. Gott og vel. Ég vinn hjá opinberri stofnun og er því ekki með forstjóralaun og því ætti þetta að vera einfalt mál. Áætlaðar tekjur mínar til 1. sept eru 4.240.000 (fyrir skatt). Miðað við reiknivél Menntasjóð námsmanna skerðir það mögulegt lán um 620.325 kr. og því ætti ég að ná að lifa af 355.956 kr. fyrir fjóra mánuði eða 88.989 kr. hvern mánuð. Þetta er auðvitað ekki tekjur sem ég gæti lifað á og þyrfti ég því að finna mér vinnu með náminu um kvöld og helgar. En viti menn þá lækka auðvitað námslánið í samræmi við tekjurnar sem ég myndi fá. Ég er því fastur í þeim vítahring að geta ekki hætt að vinna og klárað skólann. Er þetta kerfi að þjóna sínum tilgangi? Á norðurlöndum er kerfið hugsað sem styrkir og stuðningur fyrst og fremst, hérna er enginn hvatning fyrir mig að klára námið heldur aðeins fyrirstaða. Höfundur er námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Ég byrjaði í lögfræði haustið 2017, kláraði BA námið 2020 og byrjaði strax í meistaranámi. Á þessum tíma skall á Covid faraldurinn og mér bauðst vinna með skóla sem ég þáði með þökkum. Þegar leið á önnina fann ég að ég hafði ekki tíma til þess að sinna bæði náminu og vinnunni að fullu og því minnkaði ég við mig í skólanum. Ári seinna var ég farinn að vinna 100% vinnu og skólinn settur í annað sæti. Núna er komin sú staða hjá mér að mig langar til þess að klára námið, hætta að vinna á daginn svo ég geti mætt í tíma og sinnt náminu að fullum hug. Til þess þarf ég að fá námslán hjá menntasjóði námsmanna. Þar sem ég er skráður í tvo áfanga þessa önnina lítur Menntasjóður svo á að þeir þurfi að skerða lánið tengt tekjum mínum þetta árið. Gott og vel. Ég vinn hjá opinberri stofnun og er því ekki með forstjóralaun og því ætti þetta að vera einfalt mál. Áætlaðar tekjur mínar til 1. sept eru 4.240.000 (fyrir skatt). Miðað við reiknivél Menntasjóð námsmanna skerðir það mögulegt lán um 620.325 kr. og því ætti ég að ná að lifa af 355.956 kr. fyrir fjóra mánuði eða 88.989 kr. hvern mánuð. Þetta er auðvitað ekki tekjur sem ég gæti lifað á og þyrfti ég því að finna mér vinnu með náminu um kvöld og helgar. En viti menn þá lækka auðvitað námslánið í samræmi við tekjurnar sem ég myndi fá. Ég er því fastur í þeim vítahring að geta ekki hætt að vinna og klárað skólann. Er þetta kerfi að þjóna sínum tilgangi? Á norðurlöndum er kerfið hugsað sem styrkir og stuðningur fyrst og fremst, hérna er enginn hvatning fyrir mig að klára námið heldur aðeins fyrirstaða. Höfundur er námsmaður.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar