Gögn um körfubolta og ákvarðanir sem teknar eru án þeirra Grímur Atlason skrifar 27. mars 2023 17:30 Á þingi KKÍ um helgina var ákveðið að afnema allar reglur sem takmarka erlenda leikmenn í öllum deildum meistaraflokka á Íslandi. Meðal þeirra sem talaði fyrir því að afnema allar reglur var formaður afreksnefndar KKÍ. Undirritaður ákvað að eyða öllum kvöldum og helgum vorið 2020 til þess að taka saman áhrifin af afnámi 4+1 reglunnar. Voru þau gögn uppistaðan í lokaverkefni mínu til MBA gráðu við HÍ. Þau gögn ættu að vera formanni afreksnefndar kunn enda sat hann fund stjórnar KKÍ þegar ég mætti þangað í byrjun sumars 2020 og fór yfir niðurstöður rannsóknar minnar. Þar var sannarlega að finna vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hefði haft töluverð áhrif á framgang íslenskra leikmanna til hins verra. Í aðdraganda þings KKÍ núna uppfærði ég þessi gögn og bætti við nokkrum þáttum eins og ég hef reyndar gert árlega frá árinu 2020. Þau gögn voru aðgengileg stjórn KKÍ í gegnum vinnuhóp hennar um erlenda leikmenn. Þau voru jafnframt send á valda einstaklinga innan félaga hreyfingarinnar. Gögnin eru unnin upp úr tölfræðigagnagrunni KKÍ um körfubolta á Íslandi. Það kann að vera að í þeim leynist stöku villur en það ætti ekki að hafa áhrif á heildarmyndina. Fyrstu tvær myndirnar tengjast breytingum á fjölda íslenskra leikmanna í leikmannahópum og fjölda erlendra leikmanna á yfirstandandi tímabili. Varðandi 1. deild karla verður að hafa í huga að liðum hefur fjölgað um eitt í deildinni en þrátt fyrir það hefur leikmönnum fækkað um 42. Út frá þessum gögnum er hægt að draga ályktanir er snúa að byrjunarliðsæti annars vegar og hlutfalli leikinna mínútna hins vegar. Næstu tvær myndir tengjast því. Hér á eftir eru gögn sem snúa að aldri og fjölda íslenskra leikmanna í æfingahóp í efstu deild karla og kvenna. Þessi gögn eru talsvert afgerandi og eru sterkar vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hafi haft eftirfarandi í för með sér til dagsins í dag: Íslenskum leikmönnum fækkaði 92 eða samtals um 33% samtals í úrvals- og 1. deild karla á milli 2017 til 2018 og yfirstandandi tímabils. Tölur um byrjunarliðssæti og leiknar mínútur íslenskra leikmanna í efstu deildunum fjórum eru nokkuð afgerandi og sýna svart á hvítu færri tækifæri þeim til handa. Í úrvalsdeild karla fækkar leikmönnum í aldurshópnum 20 til 26 ára um 49 eða samtals um 45,5%. Brottfallið er beinlínis sláandi. Leikmenn yngri en 20 ára eru jafn margir og þeir voru fyrir fimm árum og eru því hlutfallslega fleiri í dag. Það virðist því vera þannig að leikmenn sætta sig við hlutverk sem æfinga leikmenn þegar þeir eru yngri en 20 ára en eru ekki tilbúnir að halda áfram að æfa og sitja á bekknum eftir tvítugt. 44% íslenskra leikmanna í úrvalsdeild kvenna eru yngri en 20 ára. Þeim hefur fjölgað um 20 á þessum tíma. Leikmönnum yngri en 20 ára fjölgar um 57% frá 2018 til 2023 en fækkar um 20% í aldurshópum 20 til 23 ára og 18% í aldurshópnum 24 til 26 ára. Leikmenn eldri en 30 ára eru í dag taldir á fingrum annarrar handar. Hlutverk fyrir yngri leikmenn eykst nokkuð en erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 100% á þessum tíma og þó sker tímabilið 2022 til 2023 sig nokkuð úr þar sem tvö lið sendu erlenda leikmenn sína heim á miðju tímabili. Það hefur lengi háð kvennastarfinu hve fljótt leikmenn fara í meistaraflokk og leika marga leiki þar samhliða í yngri flokkum. Þróunin sem birtist í gögnunum bendir til þess að okkur fari aftur þarna líka. Þegar öll þessi gögn eru skoðuð get ég ekki annað en lýst furðu minni á að formaður afreksnefndar o.fl. haldi því blákalt fram að minnstu hömlur á fjölda erlendra leikmanna sem þekkjast á heimsvísu séu körfuknattleik á Íslandi til framdráttar. Vísbendingarnar um hið gagnstæða eru ansi sterkar og verður einnig að hafa í huga að ofangreind gögn taka til tímabils þar sem enn voru nokkrar hömlur við lýði. Afreksstefna sem gengur út á að fækka tækifærum íslenskra leikmanna er óskiljanleg afreksstefna. Hafa ber í huga að öll íþróttafélög landsins njóta beinna og óbeinna styrkja hins opinbera. Þau eru ungmennafélög og skráð sem almannaheillafélög. Að félögin hagi sér með annarri hendi eins og þau séu fyrirtæki á frjálsum markaði en með hinni eins og þau séu í framvarðarsveit almannaheilla, æsku og forvarana gengur bara ekki upp. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Höfundur áhugamaður um körfubolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Körfubolti Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á þingi KKÍ um helgina var ákveðið að afnema allar reglur sem takmarka erlenda leikmenn í öllum deildum meistaraflokka á Íslandi. Meðal þeirra sem talaði fyrir því að afnema allar reglur var formaður afreksnefndar KKÍ. Undirritaður ákvað að eyða öllum kvöldum og helgum vorið 2020 til þess að taka saman áhrifin af afnámi 4+1 reglunnar. Voru þau gögn uppistaðan í lokaverkefni mínu til MBA gráðu við HÍ. Þau gögn ættu að vera formanni afreksnefndar kunn enda sat hann fund stjórnar KKÍ þegar ég mætti þangað í byrjun sumars 2020 og fór yfir niðurstöður rannsóknar minnar. Þar var sannarlega að finna vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hefði haft töluverð áhrif á framgang íslenskra leikmanna til hins verra. Í aðdraganda þings KKÍ núna uppfærði ég þessi gögn og bætti við nokkrum þáttum eins og ég hef reyndar gert árlega frá árinu 2020. Þau gögn voru aðgengileg stjórn KKÍ í gegnum vinnuhóp hennar um erlenda leikmenn. Þau voru jafnframt send á valda einstaklinga innan félaga hreyfingarinnar. Gögnin eru unnin upp úr tölfræðigagnagrunni KKÍ um körfubolta á Íslandi. Það kann að vera að í þeim leynist stöku villur en það ætti ekki að hafa áhrif á heildarmyndina. Fyrstu tvær myndirnar tengjast breytingum á fjölda íslenskra leikmanna í leikmannahópum og fjölda erlendra leikmanna á yfirstandandi tímabili. Varðandi 1. deild karla verður að hafa í huga að liðum hefur fjölgað um eitt í deildinni en þrátt fyrir það hefur leikmönnum fækkað um 42. Út frá þessum gögnum er hægt að draga ályktanir er snúa að byrjunarliðsæti annars vegar og hlutfalli leikinna mínútna hins vegar. Næstu tvær myndir tengjast því. Hér á eftir eru gögn sem snúa að aldri og fjölda íslenskra leikmanna í æfingahóp í efstu deild karla og kvenna. Þessi gögn eru talsvert afgerandi og eru sterkar vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hafi haft eftirfarandi í för með sér til dagsins í dag: Íslenskum leikmönnum fækkaði 92 eða samtals um 33% samtals í úrvals- og 1. deild karla á milli 2017 til 2018 og yfirstandandi tímabils. Tölur um byrjunarliðssæti og leiknar mínútur íslenskra leikmanna í efstu deildunum fjórum eru nokkuð afgerandi og sýna svart á hvítu færri tækifæri þeim til handa. Í úrvalsdeild karla fækkar leikmönnum í aldurshópnum 20 til 26 ára um 49 eða samtals um 45,5%. Brottfallið er beinlínis sláandi. Leikmenn yngri en 20 ára eru jafn margir og þeir voru fyrir fimm árum og eru því hlutfallslega fleiri í dag. Það virðist því vera þannig að leikmenn sætta sig við hlutverk sem æfinga leikmenn þegar þeir eru yngri en 20 ára en eru ekki tilbúnir að halda áfram að æfa og sitja á bekknum eftir tvítugt. 44% íslenskra leikmanna í úrvalsdeild kvenna eru yngri en 20 ára. Þeim hefur fjölgað um 20 á þessum tíma. Leikmönnum yngri en 20 ára fjölgar um 57% frá 2018 til 2023 en fækkar um 20% í aldurshópum 20 til 23 ára og 18% í aldurshópnum 24 til 26 ára. Leikmenn eldri en 30 ára eru í dag taldir á fingrum annarrar handar. Hlutverk fyrir yngri leikmenn eykst nokkuð en erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 100% á þessum tíma og þó sker tímabilið 2022 til 2023 sig nokkuð úr þar sem tvö lið sendu erlenda leikmenn sína heim á miðju tímabili. Það hefur lengi háð kvennastarfinu hve fljótt leikmenn fara í meistaraflokk og leika marga leiki þar samhliða í yngri flokkum. Þróunin sem birtist í gögnunum bendir til þess að okkur fari aftur þarna líka. Þegar öll þessi gögn eru skoðuð get ég ekki annað en lýst furðu minni á að formaður afreksnefndar o.fl. haldi því blákalt fram að minnstu hömlur á fjölda erlendra leikmanna sem þekkjast á heimsvísu séu körfuknattleik á Íslandi til framdráttar. Vísbendingarnar um hið gagnstæða eru ansi sterkar og verður einnig að hafa í huga að ofangreind gögn taka til tímabils þar sem enn voru nokkrar hömlur við lýði. Afreksstefna sem gengur út á að fækka tækifærum íslenskra leikmanna er óskiljanleg afreksstefna. Hafa ber í huga að öll íþróttafélög landsins njóta beinna og óbeinna styrkja hins opinbera. Þau eru ungmennafélög og skráð sem almannaheillafélög. Að félögin hagi sér með annarri hendi eins og þau séu fyrirtæki á frjálsum markaði en með hinni eins og þau séu í framvarðarsveit almannaheilla, æsku og forvarana gengur bara ekki upp. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Höfundur áhugamaður um körfubolta.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun