Verður einhver rekinn hjá ríkinu? Ólafur Stephensen skrifar 28. mars 2023 13:00 Á forsíðum dagblaðanna í morgun er fjallað um glímu ríkisstjórnarinnar við ríkisútgjöldin, sem hún verður að hemja til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna. Morgunblaðið segir aukið aðhald í ríkisrekstri blasa við í fjármálaáætlun, sem lögð verður fram á Alþingi á morgun. Fréttablaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að aukið aðhald geti þýtt fækkun ríkisstarfsmanna og fækkun verkefna ríkisins. Fréttablaðið vitnar til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda. Á meðal niðurstaðna hennar er að starfsmönnum ríkisins og sveitarfélaga fjölgaði um 21,4% á sex ára tímabili, 2015-2021. Á sama tíma fjölgaði fólki á almennum vinnumarkaði um 3%. Það er út af fyrir sig áhyggjuefni. Talsmenn opinberra starfsmanna hafa í kjölfar útgáfu skýrslunnar reynt að útmála hana sem einhvers konar árás á grunnþjónustu hins opinbera; heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið. Það er fjarri sanni. í skýrslunni kemur skýrt fram, eins og tekið var fram í frétt Fréttablaðsins í morgun, að langmesta fjölgun starfsmanna undanfarin ár er í opinberri stjórnsýslu, þ.e. ekki í mennta- eða heilbrigðiskerfinu heldur ýmsum öðrum stofnunum. Þar fjölgaði starfsmönnum hins opinbera um 4.600 á áðurnefndu tímabili, eða um heil sextíu prósent! Hærri laun í opinberri stjórnsýslu en víðast á vinnumarkaði Önnur meginniðurstaða skýrslunnar er að í opinberri stjórnsýslu eru laun orðin betri en almennt gerist á almennum vinnumarkaði. „Þegar borið er saman meðaltal greiddra launa í einkennandi greinum hins opinbera og hjá öðrum starfsstéttum sést að þau eru töluvert hærri hjá þeim er starfa við opinbera stjórnsýslu en í flestum öðrum atvinnugreinum. Munar þar um 12% á meðaltali allra starfsgreina,“ segir í skýrslu Intellecon. Í niðurstöðum skýrslunnar segir enn fremur: „Laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn. Greidd laun í opinberri stjórnsýslu eru almennt mun hærri en í flestum öðrum starfsgreinum.“ Gögnin sem Intellecon greindi staðfesta í raun aðeins það sem við hjá FA höfum heyrt í vaxandi mæli frá félagsmönnum okkar undanfarin ár; að einkafyrirtæki eiga orðið í mesta basli með að keppa um starfsfólk við hið opinbera. Launin eru sambærileg eða betri, lífeyrisréttindin til framtíðar þau sömu, vinnutíminn mun þægilegri. Þetta þarf ekki að vera alslæmt – auðvitað þarf hið opinbera að geta fengið hæft starfsfólk, rétt eins og einkageirinn. En sú spurning vaknar óneitanlega þegar þessar staðreyndir liggja fyrir, hvort líka sé ástæða til að opinberir starfsmenn njóti mun ríkara starfsöryggis en almennir launþegar. Sú er raunin ef við höldum áfram að vera með tvískipta löggjöf um réttindi og skyldur fólks á vinnumarkaði þrátt fyrir að kjörin hafi verið jöfnuð eins og raun ber vitni. Starfsmannalöggjöfin stendur í vegi fyrir hagræðingu Samkvæmt lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna njóta þeir langtum ríkari uppsagnarverndar en launþegar á almennum vinnumarkaði. Ekki er hægt að segja upp starfsmanni nema veita honum áminningu fyrst – og það er ákaflega óalgengt. Jafnvel fólki sem hefur yfirfært á starfið hina göfugu hugmyndafræði úr íþróttunum um að það skipti ekki öllu máli að vinna, heldur að vera með, er sjaldnast sagt upp fyrir að afkasta litlu. Fullyrða má að ríkisstarfsmaður sé ekki áminntur nema fyrir alvarleg afglöp í starfi. Við það bætist að ákvarðanir um ráðningu og uppsögn opinberra starfsmanna eru í raun stjórnvaldsákvarðanir, sem gerir starfsmannahald hjá hinu opinbera gríðarlega þungt í vöfum. Kannanir á meðal forstöðumanna ríkisstofnana hafa ítrekað sýnt að þeir telja lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Flestir sem rekið hafa einkafyrirtæki hafa kynnzt þeim erfiða veruleika að þurfa jafnvel að segja upp góðum starfsmönnum vegna þess að illa gengur í rekstrinum og enginn kostur er annar en að lækka kostnað. Hjá hinu opinbera er það hins vegar svo að þótt gerð sé krafa á stofnanir um hagræðingu geta þær í raun ekki sagt fólki upp – nema þá með trixum eins og að leggja niður stofnanir og störf. Breyting á lagarammanum er lykill að árangri Breyting á þessum lagaramma er algjört lykilatriði ef hagræðing í ríkisrekstrinum á að skila árangri. Það þurfa að gilda almennar reglur hjá ríkinu sem koma í veg fyrir að t.d. frændhygli eða pólitísk tengsl spili inn í mannaráðningar og starfsmannahald, en að öðru leyti ættu að gilda sömu reglur um ráðningar og starfslok og á almenna vinnumarkaðnum. Slíkt myndi gera ríkisreksturinn hagkvæmari, skilvirkari og sveigjanlegri – og auðvelda mjög hagræðingu þegar hennar er þörf, eins og einmitt núna í glímunni við verðbólguna. Fækkun starfsmanna, án lagabreytingar, þýðir að um er að ræða náttúrulega fækkun án þess að ráðið sé nýtt og öflugt fólk. Þannig haldast þeir í starfi sem mögulega valda því ekki og fært fólk sem vill starfa hjá hinu opinbera kemst ekki að. Ef gerð er breyting á þeim reglum sem gilda um uppsagnir er stjórnendum hjá ríkinu hins vegar gert auðveldara fyrir að fækka um hina óhagkvæmu starfsmenn til að ná fram hagræðingu og jafnvel ráða inn aðra starfsmenn sem eru líklegir til að auka afköst og bæta þjónustu viðkomandi stofnana. Svona eins og gerist í fyrirtækjum á almennum markaði. Ef forsætisráðherra er alvara með að það þurfi að fækka starfsmönnum hjá ríkinu og lækka útgjöld ætti hún að beita sér fyrir breytingum á starfsmannalöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Á forsíðum dagblaðanna í morgun er fjallað um glímu ríkisstjórnarinnar við ríkisútgjöldin, sem hún verður að hemja til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna. Morgunblaðið segir aukið aðhald í ríkisrekstri blasa við í fjármálaáætlun, sem lögð verður fram á Alþingi á morgun. Fréttablaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að aukið aðhald geti þýtt fækkun ríkisstarfsmanna og fækkun verkefna ríkisins. Fréttablaðið vitnar til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda. Á meðal niðurstaðna hennar er að starfsmönnum ríkisins og sveitarfélaga fjölgaði um 21,4% á sex ára tímabili, 2015-2021. Á sama tíma fjölgaði fólki á almennum vinnumarkaði um 3%. Það er út af fyrir sig áhyggjuefni. Talsmenn opinberra starfsmanna hafa í kjölfar útgáfu skýrslunnar reynt að útmála hana sem einhvers konar árás á grunnþjónustu hins opinbera; heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið. Það er fjarri sanni. í skýrslunni kemur skýrt fram, eins og tekið var fram í frétt Fréttablaðsins í morgun, að langmesta fjölgun starfsmanna undanfarin ár er í opinberri stjórnsýslu, þ.e. ekki í mennta- eða heilbrigðiskerfinu heldur ýmsum öðrum stofnunum. Þar fjölgaði starfsmönnum hins opinbera um 4.600 á áðurnefndu tímabili, eða um heil sextíu prósent! Hærri laun í opinberri stjórnsýslu en víðast á vinnumarkaði Önnur meginniðurstaða skýrslunnar er að í opinberri stjórnsýslu eru laun orðin betri en almennt gerist á almennum vinnumarkaði. „Þegar borið er saman meðaltal greiddra launa í einkennandi greinum hins opinbera og hjá öðrum starfsstéttum sést að þau eru töluvert hærri hjá þeim er starfa við opinbera stjórnsýslu en í flestum öðrum atvinnugreinum. Munar þar um 12% á meðaltali allra starfsgreina,“ segir í skýrslu Intellecon. Í niðurstöðum skýrslunnar segir enn fremur: „Laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn. Greidd laun í opinberri stjórnsýslu eru almennt mun hærri en í flestum öðrum starfsgreinum.“ Gögnin sem Intellecon greindi staðfesta í raun aðeins það sem við hjá FA höfum heyrt í vaxandi mæli frá félagsmönnum okkar undanfarin ár; að einkafyrirtæki eiga orðið í mesta basli með að keppa um starfsfólk við hið opinbera. Launin eru sambærileg eða betri, lífeyrisréttindin til framtíðar þau sömu, vinnutíminn mun þægilegri. Þetta þarf ekki að vera alslæmt – auðvitað þarf hið opinbera að geta fengið hæft starfsfólk, rétt eins og einkageirinn. En sú spurning vaknar óneitanlega þegar þessar staðreyndir liggja fyrir, hvort líka sé ástæða til að opinberir starfsmenn njóti mun ríkara starfsöryggis en almennir launþegar. Sú er raunin ef við höldum áfram að vera með tvískipta löggjöf um réttindi og skyldur fólks á vinnumarkaði þrátt fyrir að kjörin hafi verið jöfnuð eins og raun ber vitni. Starfsmannalöggjöfin stendur í vegi fyrir hagræðingu Samkvæmt lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna njóta þeir langtum ríkari uppsagnarverndar en launþegar á almennum vinnumarkaði. Ekki er hægt að segja upp starfsmanni nema veita honum áminningu fyrst – og það er ákaflega óalgengt. Jafnvel fólki sem hefur yfirfært á starfið hina göfugu hugmyndafræði úr íþróttunum um að það skipti ekki öllu máli að vinna, heldur að vera með, er sjaldnast sagt upp fyrir að afkasta litlu. Fullyrða má að ríkisstarfsmaður sé ekki áminntur nema fyrir alvarleg afglöp í starfi. Við það bætist að ákvarðanir um ráðningu og uppsögn opinberra starfsmanna eru í raun stjórnvaldsákvarðanir, sem gerir starfsmannahald hjá hinu opinbera gríðarlega þungt í vöfum. Kannanir á meðal forstöðumanna ríkisstofnana hafa ítrekað sýnt að þeir telja lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Flestir sem rekið hafa einkafyrirtæki hafa kynnzt þeim erfiða veruleika að þurfa jafnvel að segja upp góðum starfsmönnum vegna þess að illa gengur í rekstrinum og enginn kostur er annar en að lækka kostnað. Hjá hinu opinbera er það hins vegar svo að þótt gerð sé krafa á stofnanir um hagræðingu geta þær í raun ekki sagt fólki upp – nema þá með trixum eins og að leggja niður stofnanir og störf. Breyting á lagarammanum er lykill að árangri Breyting á þessum lagaramma er algjört lykilatriði ef hagræðing í ríkisrekstrinum á að skila árangri. Það þurfa að gilda almennar reglur hjá ríkinu sem koma í veg fyrir að t.d. frændhygli eða pólitísk tengsl spili inn í mannaráðningar og starfsmannahald, en að öðru leyti ættu að gilda sömu reglur um ráðningar og starfslok og á almenna vinnumarkaðnum. Slíkt myndi gera ríkisreksturinn hagkvæmari, skilvirkari og sveigjanlegri – og auðvelda mjög hagræðingu þegar hennar er þörf, eins og einmitt núna í glímunni við verðbólguna. Fækkun starfsmanna, án lagabreytingar, þýðir að um er að ræða náttúrulega fækkun án þess að ráðið sé nýtt og öflugt fólk. Þannig haldast þeir í starfi sem mögulega valda því ekki og fært fólk sem vill starfa hjá hinu opinbera kemst ekki að. Ef gerð er breyting á þeim reglum sem gilda um uppsagnir er stjórnendum hjá ríkinu hins vegar gert auðveldara fyrir að fækka um hina óhagkvæmu starfsmenn til að ná fram hagræðingu og jafnvel ráða inn aðra starfsmenn sem eru líklegir til að auka afköst og bæta þjónustu viðkomandi stofnana. Svona eins og gerist í fyrirtækjum á almennum markaði. Ef forsætisráðherra er alvara með að það þurfi að fækka starfsmönnum hjá ríkinu og lækka útgjöld ætti hún að beita sér fyrir breytingum á starfsmannalöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun