„Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 20:53 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum eftir að Valur féll úr leik í Evrópudeildinni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. „Tilfinningin er bara beggja blands. Ég er náttúrulega svekktur að hafa ekki gert þetta að meira einvígi, en ég samt stoltur af strákunum í leiknum í kvöld. Þeir voru bara flottir og ég gat ekkert beðið um neitt meira,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Það er náttúrulega líka skrýtin tilfinning að þetta sé búið. Þetta er búið að vera ótrúlegt dæmi, en við leyfum þessu aðeins að „sync-a“ inn og svo bara meltum við þetta þegar það er tíma til þess.“ Valsmenn máttu þola sjö marka tap í fyrri leiknum gegn Göppingen, en Snorri segir að tveggja marka tap í kvöld gefi mögulega betri mynd af muninum á liðunum. „Já og nei. Þetta er líka bara gott lið - atvinnumannalið - og þeir spila þennan leik bara mjög klókt og vita alveg hvað þeir eru mörgum mörkum yfir þannig að það getur vel verið að þeir hafi nálgast þennan leik öðruvísi en ef staðan hefði verið jafnari. Auðvitað er hægt að fara í rosa mikið ef og hefði og ekki hafa áhyggjur af því, ég á eftir að gera það.“ „Auðvitað situr þessi leikur heima í okkur því við vorum bara ekki nógu góðir þar. Við komum okkur sjálfir í þá stöðu, en eins og ég segi þá verður nóg um ef og hefði næstu dagana.“ Þá átti Tryggvi Garðar Jónsson frábæran leik fyrir Val í kvöld og skoraði ellefu mörk fyrir liðið, en Snorri segir það ekki hafa komið sér sérstaklega á óvart. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið í Göppingen „Nei, alls ekki. Þetta hefur verið langur aðdragandi fyrir hann og hann er búinn að vera mikið meiddur og þetta er erfið samkeppni og allt það. Við þurfum á þessu að því við erum laskaðir. Hann steig upp í dag og sýndi það að hann á skilið mínútur.“ Viðtalið við Snorra í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
„Tilfinningin er bara beggja blands. Ég er náttúrulega svekktur að hafa ekki gert þetta að meira einvígi, en ég samt stoltur af strákunum í leiknum í kvöld. Þeir voru bara flottir og ég gat ekkert beðið um neitt meira,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Það er náttúrulega líka skrýtin tilfinning að þetta sé búið. Þetta er búið að vera ótrúlegt dæmi, en við leyfum þessu aðeins að „sync-a“ inn og svo bara meltum við þetta þegar það er tíma til þess.“ Valsmenn máttu þola sjö marka tap í fyrri leiknum gegn Göppingen, en Snorri segir að tveggja marka tap í kvöld gefi mögulega betri mynd af muninum á liðunum. „Já og nei. Þetta er líka bara gott lið - atvinnumannalið - og þeir spila þennan leik bara mjög klókt og vita alveg hvað þeir eru mörgum mörkum yfir þannig að það getur vel verið að þeir hafi nálgast þennan leik öðruvísi en ef staðan hefði verið jafnari. Auðvitað er hægt að fara í rosa mikið ef og hefði og ekki hafa áhyggjur af því, ég á eftir að gera það.“ „Auðvitað situr þessi leikur heima í okkur því við vorum bara ekki nógu góðir þar. Við komum okkur sjálfir í þá stöðu, en eins og ég segi þá verður nóg um ef og hefði næstu dagana.“ Þá átti Tryggvi Garðar Jónsson frábæran leik fyrir Val í kvöld og skoraði ellefu mörk fyrir liðið, en Snorri segir það ekki hafa komið sér sérstaklega á óvart. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið í Göppingen „Nei, alls ekki. Þetta hefur verið langur aðdragandi fyrir hann og hann er búinn að vera mikið meiddur og þetta er erfið samkeppni og allt það. Við þurfum á þessu að því við erum laskaðir. Hann steig upp í dag og sýndi það að hann á skilið mínútur.“ Viðtalið við Snorra í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira