„Eftir mig, flóðið” – umhverfismál og eldra fólk Halldór Reynisson skrifar 29. mars 2023 10:00 Lúðvík 15. ríkti lengi í Frakklandi og þótti mistækur stjórnandi. Eftir honum er haft orðatiltækið „Après moi, le déluge“ – eftir mig, flóðið. Það þótti til sannindamerkis um að honum hafi verið sama um hvað gerðist eftir hans dag – sama um afleiðingar gerða sinna. Karl Marx og skáldjöfurinn Dostojeski töldu þessi orð vera til merkis um ábyrgðarleysi hans og annarra forréttindafálka sem væri skítsama um aðra. Mér kemur þetta orðatiltæki stundum í hug í tengslum við umhverfismálin. Ef það snertir okkur ekki núna, þá látum við okkur það í léttu rúmi liggja. Hér á landi fögnum við jafnvel hlýnun andrúmsloftsins um tvær – þrjár gráður vegna þess að þá verði loks búandi á þessum „kalda klaka”. Reyndar hef ég trú á mörgu ungu fólki sem tekur loftslagsvána alvarlega enda á það eftir að lifa við afleiðingarnar eftir löngu eftir að við erum horfin af sjónarsviðinu, sem eldri erum. Nýlega var ég á málþingi um umhverfismál sem samtök yngra fólks stóðu að og þar vantaði ekki eldmóðinn. Sjálfur tilheyri ég þeirri fjölmennu kynslóð sem fæddist eftir stríð og er nú að komast á eftirlaun. Og við höfum það flest skrambi gott – og börnin okkar einnig. Nýlega lét kunnur bankamaður á eftirlaunum hafa eftir sér að eftirstríðsárakynslóðin ætti að njóta þess sem að hún hefði aflað sér, börnin hennar hefðu það hvort eða er svo gott að þau þyrftu ekkert á arfinum að halda. Um svipað leyti fór Grái herinn svokallaði í mál við ríkið vegna skerðingar á ellilífeyri – og tapaði málinu. Ég get ekki varist þeirri hugsun að eftirstríðsárakynslóðin – gamla hippakynslóðin – sé meira upptekin við að tryggja sér sem best sæti við kjötkatlana svona rétt á meðan hún tórir því „eftir okkur – flóðið”. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur meðan við erum ofar foldu. Þetta lafir meðan við lifum. Við sem tilheyrum forréttindahópnum „gamlir hvítir kallar” getum haldið áfram að aka dísilfákunum okkar – meira segja haft þá í lausagangi meðan konan hleypur inn í búð – “það fer svo illa með túrbínuna að drepa á vélinni” eins og einn gamlinginn orðaði það. Loftslagshanfarir verða eftir okkar dag. Villan í þessum hugsanagangi er sú að lífsstíll okkar síðustu áratugi að lifa í vellystingum ósjálfbært, kemur til með að bitna á þeim heimi sem barnabörnin okkar erfa. Þessi eigingjarni lífsstíll minnar kynslóðar gleymir þeirri eðlilegu líffræðilegu eigingirni að við hljótum að búa í haginn fyrir afkomendur okkar – okkar eigin gen. Það dugar ekki að einungis ungt hugsjónafólk í loftslagsmálum taki þennan slag. Við þurfum öll að vera aðgerðarsinnar og málsvarar umhverfisins. Síðasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) færir heim sanninn um það. Það dugar ekki lengur eins og einn úr Gráa hernum söng forðum: „Fjandinn eigi alla morgna”. Þessi fjandans morgun nátturuhamfara er þegar runninn upp. Ég held að við af hippakynslóðinni þurfum að fara að taka okkur sjálf taki. Byrja að þrýsta fastar á stjórnvöld að taka upp róttækari umhverfisaðgerðir, um leið og við sjálf tökum upp sjálfbærari og þar með ábyrgari lífsstíl sem neytir minna af takmörkuðum auðindum Jarðar. Hvað með að breyta „Gráa hernum” í „Græna herinn” fyrir umhverfið undir slagorðinu: Afar og ömmur allra landa – sameinist! Vonandi eimir eitthvað eftir af róttæka hippanum í okkur. Höfundur er umhverfissinni á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Lúðvík 15. ríkti lengi í Frakklandi og þótti mistækur stjórnandi. Eftir honum er haft orðatiltækið „Après moi, le déluge“ – eftir mig, flóðið. Það þótti til sannindamerkis um að honum hafi verið sama um hvað gerðist eftir hans dag – sama um afleiðingar gerða sinna. Karl Marx og skáldjöfurinn Dostojeski töldu þessi orð vera til merkis um ábyrgðarleysi hans og annarra forréttindafálka sem væri skítsama um aðra. Mér kemur þetta orðatiltæki stundum í hug í tengslum við umhverfismálin. Ef það snertir okkur ekki núna, þá látum við okkur það í léttu rúmi liggja. Hér á landi fögnum við jafnvel hlýnun andrúmsloftsins um tvær – þrjár gráður vegna þess að þá verði loks búandi á þessum „kalda klaka”. Reyndar hef ég trú á mörgu ungu fólki sem tekur loftslagsvána alvarlega enda á það eftir að lifa við afleiðingarnar eftir löngu eftir að við erum horfin af sjónarsviðinu, sem eldri erum. Nýlega var ég á málþingi um umhverfismál sem samtök yngra fólks stóðu að og þar vantaði ekki eldmóðinn. Sjálfur tilheyri ég þeirri fjölmennu kynslóð sem fæddist eftir stríð og er nú að komast á eftirlaun. Og við höfum það flest skrambi gott – og börnin okkar einnig. Nýlega lét kunnur bankamaður á eftirlaunum hafa eftir sér að eftirstríðsárakynslóðin ætti að njóta þess sem að hún hefði aflað sér, börnin hennar hefðu það hvort eða er svo gott að þau þyrftu ekkert á arfinum að halda. Um svipað leyti fór Grái herinn svokallaði í mál við ríkið vegna skerðingar á ellilífeyri – og tapaði málinu. Ég get ekki varist þeirri hugsun að eftirstríðsárakynslóðin – gamla hippakynslóðin – sé meira upptekin við að tryggja sér sem best sæti við kjötkatlana svona rétt á meðan hún tórir því „eftir okkur – flóðið”. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur meðan við erum ofar foldu. Þetta lafir meðan við lifum. Við sem tilheyrum forréttindahópnum „gamlir hvítir kallar” getum haldið áfram að aka dísilfákunum okkar – meira segja haft þá í lausagangi meðan konan hleypur inn í búð – “það fer svo illa með túrbínuna að drepa á vélinni” eins og einn gamlinginn orðaði það. Loftslagshanfarir verða eftir okkar dag. Villan í þessum hugsanagangi er sú að lífsstíll okkar síðustu áratugi að lifa í vellystingum ósjálfbært, kemur til með að bitna á þeim heimi sem barnabörnin okkar erfa. Þessi eigingjarni lífsstíll minnar kynslóðar gleymir þeirri eðlilegu líffræðilegu eigingirni að við hljótum að búa í haginn fyrir afkomendur okkar – okkar eigin gen. Það dugar ekki að einungis ungt hugsjónafólk í loftslagsmálum taki þennan slag. Við þurfum öll að vera aðgerðarsinnar og málsvarar umhverfisins. Síðasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) færir heim sanninn um það. Það dugar ekki lengur eins og einn úr Gráa hernum söng forðum: „Fjandinn eigi alla morgna”. Þessi fjandans morgun nátturuhamfara er þegar runninn upp. Ég held að við af hippakynslóðinni þurfum að fara að taka okkur sjálf taki. Byrja að þrýsta fastar á stjórnvöld að taka upp róttækari umhverfisaðgerðir, um leið og við sjálf tökum upp sjálfbærari og þar með ábyrgari lífsstíl sem neytir minna af takmörkuðum auðindum Jarðar. Hvað með að breyta „Gráa hernum” í „Græna herinn” fyrir umhverfið undir slagorðinu: Afar og ömmur allra landa – sameinist! Vonandi eimir eitthvað eftir af róttæka hippanum í okkur. Höfundur er umhverfissinni á eftirlaunum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun