Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar 25. september 2025 10:02 Ætlum við að byggja miðstýrt skólakerfi þar sem allt nám verður eins alls staðar, eða viljum við viðhalda fjölbreyttu framhaldsskólastigi sem tryggir jafnt gæðamat en gefur líka svigrúm til sérhæfingar og nýsköpunar? Nú stendur til að gera breytingar á framhaldsskólastigi. Hugmyndin er að stofnaðar verða svæðisskrifstofur sem taka yfir stjórnsýslu og rekstur, en jafnframt er rætt um aukið samræmi í námi og áföngum. Markmiðið er ekki endilega að fullu ljóst en leiðin sem valin verður skiptir öllu máli. Í Kastljósi 22. september sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra: „Það er svolítið skrítið, ef þú ert að læra á náttúrufræðibraut á einum stað og náttúrufræðibraut á öðrum stað, að það sé ekki sama náttúrufræðibrautin. Það gengur ekki upp.“ Með þessum orðum kallar ráðherra í raun eftir kerfi þar sem sama braut lítur eins út í öllum skólum. Vandinn við núverandi fyrirkomulag Í dag er kjarni námsbrauta um 70% af heildinni. Það hljómar eins og sterkt samræmi, en í raun er kjarninn ekki samræmdur á milli skóla. Hver skóli hefur haft frelsi til að ákveða hvaða áfangar teljast til kjarna, og því getur „náttúrufræðibraut“ í einum skóla verið með aðrar áherslur og annan undirbúning en í öðrum. Þannig er boðið upp á fjölbreytni og svigrúm sem kann að koma niður á samræmi í námi. Vilji ráðherra virðist vera að samræma allt nám á milli skóla. Það væri mjög miðstýrt kerfi sem gæti þurrkað út sérstöðu skólanna og dregið úr svigrúmi til að þróa eigið námsframboð og hvata kennara til sköpunar. Tillaga að nýju jafnvægi Betra væri að samræma aðeins kjarnann milli stofnana en minnka hlutfall kjarna til að skapa svigrúm fyrir frelsi og sérstöðu. Þannig hefðu allir nemendur sama grunn undir háskólanám – en skólunum veitt svigrúm til að móta bundið val og frjálst val sjálfir. Hlutföllin gætu verið þessi: Kjarni (sameiginlegur á milli allra skóla): 50% Bundið val (áfangar innan brauta): 40% Frjálst val: 10% Í félagsfræði gæti þetta til dæmis þýtt: Á 2. þrepi væri sameiginlegur kjarni, t.d. Inngangur að félagsfræði og Nútímafélagsfræði. Á 3. þrepi væru mismunandi framhaldsáfangar sem teljast bundið val, t.d. Kenningar í félagsfræði eða Afbrotafræði. Að lokum hefði nemandinn 10% frjálst val til að velja áfanga eftir eigin áhuga. Með þessu fyrirkomulagi fengju allir nemendur sama grunn, en skólar hefðu áfram svigrúm til að móta sérhæfingu og áherslur sem endurspegla styrkleika þeirra og þarfir samfélagsins. Nemendur með erlendan bakgrunn Nemendur með erlendan bakgrunn sem eru að ná tökum á íslensku þurfa raunhæfan tímaramma til að fóta sig í náminu. Ef þeir fara beint í hefðbundið þriggja ára nám án viðbótarstuðnings, er hætta á að þeir dragist aftur úr eða hætti námi. Raunsæ lausn væri að bjóða upp á fjögurra ára leið, þar sem fyrsta árið væri t.d. sérsniðið að tungumáli, samfélagsþekkingu og samskiptum. Að loknu slíku aðlögunarári kæmu nemendur inn í almennt nám á sömu forsendum og aðrir. Þannig fengju þeir raunhæfan grunn til að takast á við kjarna, bundið val og frjálst val – með mun sterkari stöðu til að ljúka stúdentsprófi. Slíkt fyrirkomulag myndi bæði draga úr brotthvarfi og auka líkur á að fleiri nemendur með erlendan bakgrunn ljúki námi. Það styrkir ekki aðeins stöðu þeirra heldur samfélagið allt, þar sem fjölbreytni í menntakerfinu verður styrkur þegar allir fá raunhæft tækifæri til að ná árangri. Starfsbrautir Starfsbrautir lúta öðrum lögmálum en almennt bóknám eða verknám. Markmið þeirra er ekki háskólaundirbúningur heldur að undirbúa nemendur undir daglegt líf, samfélagsþátttöku og atvinnu. Þess vegna væri hvorki raunhæft né sanngjarnt að þröngva starfsbrautum inn í samræmt kerfi sem miðast við bóknám. Þar sem nemendahópurinn er fjölbreyttur þurfa starfsbrautir mikið svigrúm til að þróa nám í takt við þarfir nemenda og aðstæður á hverjum stað. Ef starfsbrautir yrðu settar í sama mót og bóknám, myndi það grafa undan tilgangi þeirra – að mæta fjölbreyttum þörfum með sveigjanlegu námi. Skólarnir sjálfir, í samstarfi við kennara, sérfræðinga og atvinnulífið á svæðinu, eru best til þess fallnir að móta slíkt nám. Samræming ætti því aðeins að takmarkast við lágmarksgrunn í læsi, samskiptum og samfélagsþátttöku. Að lokum Samræming getur skapað jafnræði en miðstýring getur skapað einsleitni. Ef við stillum jafnvægið rétt – með samræmdum kjarna en svigrúmi til bundins og frjáls vals – tryggjum við bæði jöfn tækifæri og lifandi framhaldsskólakerfi sem nýtist öllum nemendum: þeim sem stefna í háskóla, þeim sem eiga erfiðara með nám og þeim sem eru að ná tökum á tungumálinu. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Skóla- og menntamál Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ætlum við að byggja miðstýrt skólakerfi þar sem allt nám verður eins alls staðar, eða viljum við viðhalda fjölbreyttu framhaldsskólastigi sem tryggir jafnt gæðamat en gefur líka svigrúm til sérhæfingar og nýsköpunar? Nú stendur til að gera breytingar á framhaldsskólastigi. Hugmyndin er að stofnaðar verða svæðisskrifstofur sem taka yfir stjórnsýslu og rekstur, en jafnframt er rætt um aukið samræmi í námi og áföngum. Markmiðið er ekki endilega að fullu ljóst en leiðin sem valin verður skiptir öllu máli. Í Kastljósi 22. september sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra: „Það er svolítið skrítið, ef þú ert að læra á náttúrufræðibraut á einum stað og náttúrufræðibraut á öðrum stað, að það sé ekki sama náttúrufræðibrautin. Það gengur ekki upp.“ Með þessum orðum kallar ráðherra í raun eftir kerfi þar sem sama braut lítur eins út í öllum skólum. Vandinn við núverandi fyrirkomulag Í dag er kjarni námsbrauta um 70% af heildinni. Það hljómar eins og sterkt samræmi, en í raun er kjarninn ekki samræmdur á milli skóla. Hver skóli hefur haft frelsi til að ákveða hvaða áfangar teljast til kjarna, og því getur „náttúrufræðibraut“ í einum skóla verið með aðrar áherslur og annan undirbúning en í öðrum. Þannig er boðið upp á fjölbreytni og svigrúm sem kann að koma niður á samræmi í námi. Vilji ráðherra virðist vera að samræma allt nám á milli skóla. Það væri mjög miðstýrt kerfi sem gæti þurrkað út sérstöðu skólanna og dregið úr svigrúmi til að þróa eigið námsframboð og hvata kennara til sköpunar. Tillaga að nýju jafnvægi Betra væri að samræma aðeins kjarnann milli stofnana en minnka hlutfall kjarna til að skapa svigrúm fyrir frelsi og sérstöðu. Þannig hefðu allir nemendur sama grunn undir háskólanám – en skólunum veitt svigrúm til að móta bundið val og frjálst val sjálfir. Hlutföllin gætu verið þessi: Kjarni (sameiginlegur á milli allra skóla): 50% Bundið val (áfangar innan brauta): 40% Frjálst val: 10% Í félagsfræði gæti þetta til dæmis þýtt: Á 2. þrepi væri sameiginlegur kjarni, t.d. Inngangur að félagsfræði og Nútímafélagsfræði. Á 3. þrepi væru mismunandi framhaldsáfangar sem teljast bundið val, t.d. Kenningar í félagsfræði eða Afbrotafræði. Að lokum hefði nemandinn 10% frjálst val til að velja áfanga eftir eigin áhuga. Með þessu fyrirkomulagi fengju allir nemendur sama grunn, en skólar hefðu áfram svigrúm til að móta sérhæfingu og áherslur sem endurspegla styrkleika þeirra og þarfir samfélagsins. Nemendur með erlendan bakgrunn Nemendur með erlendan bakgrunn sem eru að ná tökum á íslensku þurfa raunhæfan tímaramma til að fóta sig í náminu. Ef þeir fara beint í hefðbundið þriggja ára nám án viðbótarstuðnings, er hætta á að þeir dragist aftur úr eða hætti námi. Raunsæ lausn væri að bjóða upp á fjögurra ára leið, þar sem fyrsta árið væri t.d. sérsniðið að tungumáli, samfélagsþekkingu og samskiptum. Að loknu slíku aðlögunarári kæmu nemendur inn í almennt nám á sömu forsendum og aðrir. Þannig fengju þeir raunhæfan grunn til að takast á við kjarna, bundið val og frjálst val – með mun sterkari stöðu til að ljúka stúdentsprófi. Slíkt fyrirkomulag myndi bæði draga úr brotthvarfi og auka líkur á að fleiri nemendur með erlendan bakgrunn ljúki námi. Það styrkir ekki aðeins stöðu þeirra heldur samfélagið allt, þar sem fjölbreytni í menntakerfinu verður styrkur þegar allir fá raunhæft tækifæri til að ná árangri. Starfsbrautir Starfsbrautir lúta öðrum lögmálum en almennt bóknám eða verknám. Markmið þeirra er ekki háskólaundirbúningur heldur að undirbúa nemendur undir daglegt líf, samfélagsþátttöku og atvinnu. Þess vegna væri hvorki raunhæft né sanngjarnt að þröngva starfsbrautum inn í samræmt kerfi sem miðast við bóknám. Þar sem nemendahópurinn er fjölbreyttur þurfa starfsbrautir mikið svigrúm til að þróa nám í takt við þarfir nemenda og aðstæður á hverjum stað. Ef starfsbrautir yrðu settar í sama mót og bóknám, myndi það grafa undan tilgangi þeirra – að mæta fjölbreyttum þörfum með sveigjanlegu námi. Skólarnir sjálfir, í samstarfi við kennara, sérfræðinga og atvinnulífið á svæðinu, eru best til þess fallnir að móta slíkt nám. Samræming ætti því aðeins að takmarkast við lágmarksgrunn í læsi, samskiptum og samfélagsþátttöku. Að lokum Samræming getur skapað jafnræði en miðstýring getur skapað einsleitni. Ef við stillum jafnvægið rétt – með samræmdum kjarna en svigrúmi til bundins og frjáls vals – tryggjum við bæði jöfn tækifæri og lifandi framhaldsskólakerfi sem nýtist öllum nemendum: þeim sem stefna í háskóla, þeim sem eiga erfiðara með nám og þeim sem eru að ná tökum á tungumálinu. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun