Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2023 12:10 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist líta þetta mál, sem fjallar um upplýsingarétt þingsins, afar alvarlegum augum. Vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, breytti vinnulagi Útlendingastofnunar sem hafði þau áhrif að allsherjar- og menntamálanefnd fékk ekki umbeðnar upplýsingar um umsækjendur um ríkisborgararétt. Í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis segir að forsenda þess að þingið geti afgreitt umsóknir með viðunandi hætti þurfi það að fá afhent gögn, eins hratt og beðið hafði verið um. En þegar þetta mál var til umræðu á þingi í gær sagði Jón að ástæða væri til þess að skoða tengsl þingmanna og þeirra útlendinga sem hefðu fengið ríkisborgararétt. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þingmönnum stjórnarandstöðu var heitt í hamsi og fóru hver á fætur öðrum í pontu Alþingis til að bera af sér sakir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingflokksformaður Pírata. „Þetta er bara ein versta smjörklípa sem ég hef séð. Einfaldlega vegna þess að hún er svo fyrirlitleg en þetta heppnaðist ágætlega hjá honum í gær að draga athyglina frá lögbroti ráðherrans með dylgjum og rógburði um aðra þingmenn en þetta er auðvitað sjálfstætt vandamál að hann leyfi sér að leggjast svona lágt.“ Þórhildur segir að það sé augljóst að tilgangurinn með ummælunum sé að beina athyglinni frá minnisblaðinu. „Það er alveg ljóst að þetta er mjög skýrt álit um að ráðherra hafði ekki heimild til þess að banna Útlendingastofnun að afhenda þinginu þær upplýsingar sem þingið átti rétt á að fá. Þetta er mjög alvarlegt mál vegna þess að upplýsingaréttur þingsins er einn af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi og ef ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eiga að fá að komast upp með það að ákveða fyrir hönd þingsins hvaða upplýsingar það má fá og hvað ekki, þá erum við komin á hættulegar brautir með þrískiptingu ríkisvaldsins og það að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðu ráði nú ráðum sínum og skoði möguleg viðurlög. „Auðvitað hefði verið réttast að ráðherrann stigi bara til hliðra, bæðist afsökunar. Hann hefur haldið því fram að hann hafi haft rétt til þess að gera þetta og nú kemur í ljós að þessi rök sem hann hefur haldið uppi standast enga skoðun og eru bara falsrök og þá er rétt að viðurkenna mistök og láta staðar numið.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, breytti vinnulagi Útlendingastofnunar sem hafði þau áhrif að allsherjar- og menntamálanefnd fékk ekki umbeðnar upplýsingar um umsækjendur um ríkisborgararétt. Í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis segir að forsenda þess að þingið geti afgreitt umsóknir með viðunandi hætti þurfi það að fá afhent gögn, eins hratt og beðið hafði verið um. En þegar þetta mál var til umræðu á þingi í gær sagði Jón að ástæða væri til þess að skoða tengsl þingmanna og þeirra útlendinga sem hefðu fengið ríkisborgararétt. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þingmönnum stjórnarandstöðu var heitt í hamsi og fóru hver á fætur öðrum í pontu Alþingis til að bera af sér sakir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingflokksformaður Pírata. „Þetta er bara ein versta smjörklípa sem ég hef séð. Einfaldlega vegna þess að hún er svo fyrirlitleg en þetta heppnaðist ágætlega hjá honum í gær að draga athyglina frá lögbroti ráðherrans með dylgjum og rógburði um aðra þingmenn en þetta er auðvitað sjálfstætt vandamál að hann leyfi sér að leggjast svona lágt.“ Þórhildur segir að það sé augljóst að tilgangurinn með ummælunum sé að beina athyglinni frá minnisblaðinu. „Það er alveg ljóst að þetta er mjög skýrt álit um að ráðherra hafði ekki heimild til þess að banna Útlendingastofnun að afhenda þinginu þær upplýsingar sem þingið átti rétt á að fá. Þetta er mjög alvarlegt mál vegna þess að upplýsingaréttur þingsins er einn af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi og ef ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eiga að fá að komast upp með það að ákveða fyrir hönd þingsins hvaða upplýsingar það má fá og hvað ekki, þá erum við komin á hættulegar brautir með þrískiptingu ríkisvaldsins og það að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðu ráði nú ráðum sínum og skoði möguleg viðurlög. „Auðvitað hefði verið réttast að ráðherrann stigi bara til hliðra, bæðist afsökunar. Hann hefur haldið því fram að hann hafi haft rétt til þess að gera þetta og nú kemur í ljós að þessi rök sem hann hefur haldið uppi standast enga skoðun og eru bara falsrök og þá er rétt að viðurkenna mistök og láta staðar numið.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33
Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30