Mun ríkisstjórn standa við áform um fjármögnun háskóla? Magnús Karl Magnússon skrifar 30. mars 2023 09:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála hefur mikinn metnað fyrir því að auka vægi háskóla- og þekkingarsamfélagsins í stefnumótun stjórnvalda. Það er fagnaðarefni og ástæða til að taka undir með henni. Allir mælikvarðar sem íslenskt háskólasamfélag notar eru alþjóðlegir; við berum okkur saman við háskóla og vísindamenn á alþjóðlegum vettvangi. Við birtum vísindagreinar okkar í alþjóðlegu samhengi, við keppumst við að ná í bestu nemendurna og yngra fræðafólk í alþjóðlegri samkeppni. Við erum þess vegna alvön því að nota alþjóðlegar mælistikur til að meta árangur starfa okkar. Ráðherra háskólamála hefur lýst yfir áhyggjum af gæðum háskólastarfsins. Ég er sammála ráðherra, við eigum að hafa áhyggjur. Gæði kennslu og vísinda þarf að bæta og við vitum hvernig á að gera það. Við þurfum að getað sinnt hverjum og einum nema betur. Þetta er gert með fjölbreyttum kennsluháttum þar sem hlutfall kennara á hvern nema er þannig að hægt er að veita í auknum mæli einstaklingsmiðaða kennslu. Á sama tíma er ljóst að ráðningarbann sem rekja má til spennitreyju fjárlaga setur slík markmið í algera sjálfheldu. Á sama hátt þarf fjármögnun vísindastarfs að vera þannig að við stöndumst samkeppni við nágrannaþjóðir okkar. Ef ráðherra háskólamála er alvara með metnaðarfullum hugmyndum sínum um uppbygginga háskóla er einnig rétt að hún líti í eigin barm. Stefna núverandi og síðustu ríkisstjórnar er skýr hvað fjármögnun háskóla varðar. Við áttum að ná meðaltali OECD ríkjanna í fjármögnun háskóla fyrir rúmum tveimur árum, árið 2020. Við eigum að ná meðalatali Norðurlandanna eftir rúm tvö ár, árið 2025. Þessi stefna ríkisstjórnar endurspeglast í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem síðast var endurskoðuð árið 2020, árið sem meðaltal OECD ríkja í fjármögnun átti að hafa náðst. Í stefnu ráðsins fyrir árin 2020-2022 segir orðrétt: „Eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmála árið 2017 var að Ísland næði meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hvað varðar fjármögnun háskólastigsins fyrir árið 2020 og Norðurlandanna árið 2025. Sama markmið er að fnna í síðustu stefnu Vísinda- og tækniráðs og hafa fjárframlög til háskólanna verið hækkuð á undanförnum árum í takti við markmiðið. Tölur frá OECD eru þriggja ára þegar þær eru birtar. Nýjustu tölur eru því frá árinu 2016. Samkvæmt þeim námu útgjöld á hvern ársnema á Íslandi rífega 14.500 USD, sem eru 94% af meðalútgjöldum í ríkjum OECD. Samkvæmt úttekt evrópsku háskólasamtakanna (e. European University Association – EUA) hækkuðu framlög til háskóla hvað mest á Íslandi milli áranna 2016 og 2018 af 17 samanburðarríkjum í Evrópu. Því má ætla að markmið ríkisstjórnarinnar um að ná meðaltali OECD-ríkjanna í fármögnun háskóla fyrir árið 2020 hafi náðst.“ Já, það mátti sem sagt áætla að markmiðinu hefði verið náð. En hver er raunveruleikinn? OECD birtir þriggja ára gamlar tölur eins og nefnt var hér að ofan. Nú eru komnar tölur sem betur endurspegla raunverulegan árangur ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Hægt er að meta fjármögnun háskólakerfisins með mismunandi hætti. Algengast er miða við fjármögnun alls kerfisins miðað við fjölda háskólanema, sem sagt útgjöld á hvern nema. Einnig má meta fjármögnun háskólakerfisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Árið 2016 var fjármögnun íslenskra stjórnvalda 93,5% af útgjöldum á hvern háskólanema í samanburði við meðaltal OECD. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var þessi samanburður sá að Ísland náði aðeins 86% af af meðaltali OECD, enda er landsframleiðsla víðast mun lægri en hér á landi. Nýjustu tölur OECD sýna hins vegar raunverulegan árangur af stefnumótun stjórnvalda við fjármögnun háskólakerfisins. Í lok árs 2019 má heita að engin markverð breyting hafi orðið á fjármögnun háskóla samanborið við 2016. Fjármögnun íslenskra stjórnvalda fór úr 93,5% árið 2016 í 94,6% árið 2019 af útgjöldum á hvern háskólanema í samanburði við meðaltal OECD. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var þessi samanburður sá að Ísland náði nú 86,5% af af meðaltali OECD. Í stað þess að áætla að markmið ríkisstjórnar hafi náðst árið 2020 eins og segir í stefnu Vísinda- og tækniráðs er réttara að segja að enginn markverður árangur hafi náðst. Nú er rúm tvö ár liðin og einungis tvö og hálft ár í að við eigum að ná meðaltali Norðurlanda. Hvernig stöndum við í samanburði við Norðurlönd? Samkvæmt nýjustu tölum í gagnabrunni OECD þá verja Norðurlönd að meðaltali 1.71% af vergri landsframleiðslu til háskóla en við verjum 1,26% af landsframleiðslu okkar. Útgjöld á hvern háskólanema á Íslandi eru einungis 72% af meðaltali Norðurlandanna. Við þurfum því í næstu tveimur fjárlögum að auka framlög á hvern háskólanema um tæplega 40%. Líklegt er þó að við þurfum við að auka þau enn meira því ætla má að Norðurlöndin muni einnig auka útgjöld sín í þennan málaflokk. Nú stendur yfir kynning á fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórarinnar. Ef ráðherra háskólamála vill standa við loforð sín um sterkari háskóla þá megum við vænta þess að sjá verulega aukningu í þennan mikilvæga málaflokk. 40% auking í útgjöldum á hvern háskólanema er loforð núverandi ríkisstjórnar í þar næstu fjárlögum (fyrir árið 2025). Í ljósi nýlegra yfirlýsinga ráðherra háskólamála í fjölmiðlum og ræðum má ætla að við loforð ríkisstjórnar verði staðið. Ef ekki sjást þess merki í fjármálaáætlun þá hljótum við álykta að yfirlýsingar ráðherra um mikilvægi málaflokksins séu fremur innihaldsrýrar. (Tölur byggðar á gögnum OECD úr „Education at a glance“ frá 2022 og 2019) Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Magnús Karl Magnússon Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála hefur mikinn metnað fyrir því að auka vægi háskóla- og þekkingarsamfélagsins í stefnumótun stjórnvalda. Það er fagnaðarefni og ástæða til að taka undir með henni. Allir mælikvarðar sem íslenskt háskólasamfélag notar eru alþjóðlegir; við berum okkur saman við háskóla og vísindamenn á alþjóðlegum vettvangi. Við birtum vísindagreinar okkar í alþjóðlegu samhengi, við keppumst við að ná í bestu nemendurna og yngra fræðafólk í alþjóðlegri samkeppni. Við erum þess vegna alvön því að nota alþjóðlegar mælistikur til að meta árangur starfa okkar. Ráðherra háskólamála hefur lýst yfir áhyggjum af gæðum háskólastarfsins. Ég er sammála ráðherra, við eigum að hafa áhyggjur. Gæði kennslu og vísinda þarf að bæta og við vitum hvernig á að gera það. Við þurfum að getað sinnt hverjum og einum nema betur. Þetta er gert með fjölbreyttum kennsluháttum þar sem hlutfall kennara á hvern nema er þannig að hægt er að veita í auknum mæli einstaklingsmiðaða kennslu. Á sama tíma er ljóst að ráðningarbann sem rekja má til spennitreyju fjárlaga setur slík markmið í algera sjálfheldu. Á sama hátt þarf fjármögnun vísindastarfs að vera þannig að við stöndumst samkeppni við nágrannaþjóðir okkar. Ef ráðherra háskólamála er alvara með metnaðarfullum hugmyndum sínum um uppbygginga háskóla er einnig rétt að hún líti í eigin barm. Stefna núverandi og síðustu ríkisstjórnar er skýr hvað fjármögnun háskóla varðar. Við áttum að ná meðaltali OECD ríkjanna í fjármögnun háskóla fyrir rúmum tveimur árum, árið 2020. Við eigum að ná meðalatali Norðurlandanna eftir rúm tvö ár, árið 2025. Þessi stefna ríkisstjórnar endurspeglast í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem síðast var endurskoðuð árið 2020, árið sem meðaltal OECD ríkja í fjármögnun átti að hafa náðst. Í stefnu ráðsins fyrir árin 2020-2022 segir orðrétt: „Eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmála árið 2017 var að Ísland næði meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hvað varðar fjármögnun háskólastigsins fyrir árið 2020 og Norðurlandanna árið 2025. Sama markmið er að fnna í síðustu stefnu Vísinda- og tækniráðs og hafa fjárframlög til háskólanna verið hækkuð á undanförnum árum í takti við markmiðið. Tölur frá OECD eru þriggja ára þegar þær eru birtar. Nýjustu tölur eru því frá árinu 2016. Samkvæmt þeim námu útgjöld á hvern ársnema á Íslandi rífega 14.500 USD, sem eru 94% af meðalútgjöldum í ríkjum OECD. Samkvæmt úttekt evrópsku háskólasamtakanna (e. European University Association – EUA) hækkuðu framlög til háskóla hvað mest á Íslandi milli áranna 2016 og 2018 af 17 samanburðarríkjum í Evrópu. Því má ætla að markmið ríkisstjórnarinnar um að ná meðaltali OECD-ríkjanna í fármögnun háskóla fyrir árið 2020 hafi náðst.“ Já, það mátti sem sagt áætla að markmiðinu hefði verið náð. En hver er raunveruleikinn? OECD birtir þriggja ára gamlar tölur eins og nefnt var hér að ofan. Nú eru komnar tölur sem betur endurspegla raunverulegan árangur ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Hægt er að meta fjármögnun háskólakerfisins með mismunandi hætti. Algengast er miða við fjármögnun alls kerfisins miðað við fjölda háskólanema, sem sagt útgjöld á hvern nema. Einnig má meta fjármögnun háskólakerfisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Árið 2016 var fjármögnun íslenskra stjórnvalda 93,5% af útgjöldum á hvern háskólanema í samanburði við meðaltal OECD. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var þessi samanburður sá að Ísland náði aðeins 86% af af meðaltali OECD, enda er landsframleiðsla víðast mun lægri en hér á landi. Nýjustu tölur OECD sýna hins vegar raunverulegan árangur af stefnumótun stjórnvalda við fjármögnun háskólakerfisins. Í lok árs 2019 má heita að engin markverð breyting hafi orðið á fjármögnun háskóla samanborið við 2016. Fjármögnun íslenskra stjórnvalda fór úr 93,5% árið 2016 í 94,6% árið 2019 af útgjöldum á hvern háskólanema í samanburði við meðaltal OECD. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var þessi samanburður sá að Ísland náði nú 86,5% af af meðaltali OECD. Í stað þess að áætla að markmið ríkisstjórnar hafi náðst árið 2020 eins og segir í stefnu Vísinda- og tækniráðs er réttara að segja að enginn markverður árangur hafi náðst. Nú er rúm tvö ár liðin og einungis tvö og hálft ár í að við eigum að ná meðaltali Norðurlanda. Hvernig stöndum við í samanburði við Norðurlönd? Samkvæmt nýjustu tölum í gagnabrunni OECD þá verja Norðurlönd að meðaltali 1.71% af vergri landsframleiðslu til háskóla en við verjum 1,26% af landsframleiðslu okkar. Útgjöld á hvern háskólanema á Íslandi eru einungis 72% af meðaltali Norðurlandanna. Við þurfum því í næstu tveimur fjárlögum að auka framlög á hvern háskólanema um tæplega 40%. Líklegt er þó að við þurfum við að auka þau enn meira því ætla má að Norðurlöndin muni einnig auka útgjöld sín í þennan málaflokk. Nú stendur yfir kynning á fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórarinnar. Ef ráðherra háskólamála vill standa við loforð sín um sterkari háskóla þá megum við vænta þess að sjá verulega aukningu í þennan mikilvæga málaflokk. 40% auking í útgjöldum á hvern háskólanema er loforð núverandi ríkisstjórnar í þar næstu fjárlögum (fyrir árið 2025). Í ljósi nýlegra yfirlýsinga ráðherra háskólamála í fjölmiðlum og ræðum má ætla að við loforð ríkisstjórnar verði staðið. Ef ekki sjást þess merki í fjármálaáætlun þá hljótum við álykta að yfirlýsingar ráðherra um mikilvægi málaflokksins séu fremur innihaldsrýrar. (Tölur byggðar á gögnum OECD úr „Education at a glance“ frá 2022 og 2019) Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar