Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2023 11:06 Handtökuskipun var nýverið gefin út á hendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Nú situr Rússland í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Getty/Contributor Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. Bandaríkjamenn segjast ekki geta komið í veg fyrir setu Rússa en fimmtán lönd, meðlimir í ráðinu, skipta með sér forsetastólnum á mánaðarfresti. Rússar eru fastir meðlimir í ráðinu ásamt Bandaríkjamönnum, Bretum, Frakklandi og Kína, og því ekki hægt að koma í veg fyrir setu þeirra. Föstu meðlimirnir fimm gegna veigamiklu hlutverki, enda hafa löndin neitunarvald. „Þetta er versti brandari í heimi, og það á fyrsta apríl. Seta Rússa í stól forseta er góð áminning um að hið alþjóðlega öryggiskerfi virki ekki sem skyldi,“ sagði Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Mykhailo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, tók í sama streng og sagði aðstöðuna fáránlega. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Nú gegnir Rússland embætti forseta í öryggisráðinu, sem ber ábyrgð á því að tryggja frið. Þrátt fyrir að seta Rússa í stól forseta sé formleg að meginstefnu til segir Vasily Nebenzia, fulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, að hann ætli að taka til hendinni. Hann segist ætla að ræða „nýja heimsskipan“ sem myndi koma í stað þeirra einsleitnu sem nú ríki. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að öryggisráðið verði myndað upp á nýtt, þar sem ekki hafi verið gert nóg til að koma í veg fyrir innrás Rússa. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. 1. apríl 2023 08:00 Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. 29. mars 2023 13:17 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Bandaríkjamenn segjast ekki geta komið í veg fyrir setu Rússa en fimmtán lönd, meðlimir í ráðinu, skipta með sér forsetastólnum á mánaðarfresti. Rússar eru fastir meðlimir í ráðinu ásamt Bandaríkjamönnum, Bretum, Frakklandi og Kína, og því ekki hægt að koma í veg fyrir setu þeirra. Föstu meðlimirnir fimm gegna veigamiklu hlutverki, enda hafa löndin neitunarvald. „Þetta er versti brandari í heimi, og það á fyrsta apríl. Seta Rússa í stól forseta er góð áminning um að hið alþjóðlega öryggiskerfi virki ekki sem skyldi,“ sagði Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Mykhailo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, tók í sama streng og sagði aðstöðuna fáránlega. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Nú gegnir Rússland embætti forseta í öryggisráðinu, sem ber ábyrgð á því að tryggja frið. Þrátt fyrir að seta Rússa í stól forseta sé formleg að meginstefnu til segir Vasily Nebenzia, fulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, að hann ætli að taka til hendinni. Hann segist ætla að ræða „nýja heimsskipan“ sem myndi koma í stað þeirra einsleitnu sem nú ríki. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að öryggisráðið verði myndað upp á nýtt, þar sem ekki hafi verið gert nóg til að koma í veg fyrir innrás Rússa. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. 1. apríl 2023 08:00 Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. 29. mars 2023 13:17 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. 1. apríl 2023 08:00
Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23
Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. 29. mars 2023 13:17