Handbolti

Fram sá til þess að Hörður er enn án sigurs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorsteinn Gauti var frábær í kvöld.
Þorsteinn Gauti var frábær í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Fram vann Hörð frá Ísafirði með fjögurra marka mun í Olís deild karla í handbolta. Lokatölur í Úlfarsárdal 34-30 Fram í vil.

Gestirnir hafa ekki enn unnið leik en skoruðu fyrsta marið í kvöld og áttu fínan leik framan af leik. Héldu þeir í við heimamenn og var það í raun ekki fyrr en þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka sem Fram náði að slíta sig frá gestunum.

Þegar flautið gall og leiknum lauk var munurinn fjögur mörk en Fram var ekki löngu áður heilum sjö mörkum yfir, lokatölur eins og áður sagði 34-30.

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var langsamlega besti maður vallarins en hann skoraði 12 mörk í dag. Hjá Herði var Guntis Pilpuks markahæstur með 10 mörk.

Sigurinn lyftir Fram upp fyrir Stjörnuna í 5. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Hörður er á sama tíma með 2 stig í 12. og neðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×