Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 107-114 | Háspenna lífshætta þegar Stólarnir unnu í Keflavík Jakob Snævar Ólafsson skrifar 5. apríl 2023 22:18 Leikmenn Tindastóls fara glaðbeittir aftur heim í Skagafjörðinn. Vísir/Hulda Margrét Eftir nokkuð kaflaskiptan leik þar sem gestirnir höfðu yfirhöndina lengi vel náðu Keflvíkingar að koma leiknum í framlengingu, 97-97. Tindastóll gekk hins vegar frá leiknum í framlengingunni og vann dýrmætan útisigur, 107-114, og leiðir einvígið 1-0. Keflavík byrjaði leikinn betur og náði mest níu stiga forystu. Gestirnir voru seinni af stað en misstu heimamenn aldrei of langt frá sér. Betri nýting heimamanna úr þriggja stiga skotum hafði mest um það að segja að þeir leiddu allan fyrsta leikhluta. Staðan að honum loknum var 22-17 fyrir Keflavík. Í öðrum leikhluta héldu heimamenn forystunni framan af en þegar líða fór á leikhlutann fór boltinn að detta síður ofan í körfu gestanna. Keflvíkingar klikkuðu oftar á skotum undir körfunni og glötuðu boltanum í meira mæli í sókninni. Sóknarleikur Tindastóls gekk að sama skapi betur. Skotin undir körfunni fóru batnandi og nýting úr þriggja stiga skotum batnaði nær þrefalt. Tindastóll tók forystuna og leiddi í hálfleik 44-50. Antonio Woods, með ellefu stig, og Adomas Drungilas, með tíu stig, fóru fyrir Sauðkrækingum í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta héldu gestirnir áfram að hitta vel og héldu Keflvíkingum í hæfilegri fjarlægð. Alltaf þegar heimamenn gerðu sig líklega til að komast nær settu Stólarnir skot sín niður. Í lok leikhlutans voru gestirnir með tíu stiga forystu, 67-77. Tindastóll hélt Keflavík í sex til tíu stiga fjarlægð þar til ein mínúta og 47 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá leiddu gestirnir 90-97. Þeir skoruðu hins vegar ekki fleiri stig í venjulegum leiktíma og Keflavík sótti sér aukinn kraft og náði að knýja fram framlengingu, 97-97. Í framlengingunni náðu Keflvíkingar forystunni um skamma hríð en Tindastóll setti þá aftur í gírinn. Keflvíkingar hættu að hitta. Þeir tóku ekki skynsamlegar ákvarðanir í sóknarleik sínum og skutu úr erfiðum færum. Tindastóll náði tökum á leiknum og sigldi sigrinum í höfn 107-114. Af hverju vann Tindastóll? Í tölfræðilegum þáttum ber mest á betri nýtingu Tindastóls á þriggja stiga skotum. Þegar á heildina er litið virtist meira jafnvægi yfir leik Tindastóls. Þeir settu niður sín skot þegar þörfin var mest og virtust aldrei á þeim buxunum að leyfa Keflvíkingum að taka leikinn aftur yfir eins og framan af fyrri hálfleik. Í svona jöfnum leik eru hins vegar, þegar allt kemur til alls, einstök augnablik, einstaka körfur, einstök mistök og svo framvegis sem geta gert gæfumuninn. Það sem þurfti að falla með Tindastólsliðinu féll með því í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Allt byrjunarlið Tindastóls spilaði mjög vel í leiknum. Sigtryggur Arnar Björnsson var stigahæstur með 26 stig og Adomas Drungilas fylgdi fast á eftir með 22 stig og tíu fráköst. Domynikas Milka var bestur í liði Keflavíkur með 26 stig og 12 fráköst. Hvað gekk illa? Það vantaði ekki baráttuhug í lið Keflavíkur. Heimamönnum gekk hins vegar illa að halda dampi. Þeir byrjuðu leikinn betur, gáfu eftir, náðu sér á stik aftur en síðan fór allt í baklás. Eins og þjálfari þeirra, Hjalti Þór Vilhjálmsson, minnstist á í viðtali eftir leikinn þá vantaði á köflum meiri yfirvegun og skynsemi. Þar saknaði liðið leikstjórnandans, Harðar Axels Vilhjálmssonar, áþreifanlega sem var í leikbanni og sat upp í stúku. Hvað gerist næst? Tindastóll hefur tekið forystu í einvíginu 1-0. Leikur tvö fer fram á heimavelli félagsins á Sauðárkróki þann 8. apríl. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór: Það var æðibunugangur í sóknarleiknum okkar Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega ekkert sérstaklega brosmildur eftir tapið. „Við þurfum bara að vera meira „smart“ í því sem við erum að gera. Það var æðibunugangur í sóknarleiknum okkar. Við erum að drífa okkur. Ef við lendum undir þá erum við að redda einhverjum hlutum í staðinn fyrir að láta menn hafa tuðruna á réttum stöðum. Það er það sem við gerðum þegar við erum að ná muninum niður. Ég sagði það í framlengingunni að við ynnum leikinn ef við værum „smart“ og við vorum ekki „smart“. Hjalta fannst það gefa augaleið að fjarvera Harðar Axels, leikstjórnanda, hefði gert Keflvíkingum erfiðara fyrir að viðhafa nægileg klókindi í sóknarleiknum. „Hvað heldur þú?“ Hann ítrekaði að Keflvíkingar yrðu að vera klókari í næsta leik. „Við erum að skjóta kjánalegum skotum. Í öðrum leikhluta töpum við fimm boltum sem enda allir með „lay-up“ hinum meginn. Það skiptir bara rosalega miklu máli.“ Hjalti gaf ekki mikið fyrir hugleiðingar fréttamanns Vísis um hvort einvígið væri ekki orðið enn erfiðara nú þegar þessi ósigur þýðir að Keflavík verður að vinna að minnsta kosti einn útisigur. „Við þurfum alltaf að vinna þrjá leiki sama hvort það sé á Króknum eða í Keflavík. Það eru læti á Króknum og læti hérna líka. Ég sé ekki að það skipti nokkru máli hvort við erum á Króknum eða hér.“ Pavel: Við finnum ekki fyrir mikilli pressu „Þetta var mjög skemmtilegur leikur. Þrátt fyrir hátt stigaskor var hart barist. Það voru ekki linar varnir. Bæði lið sýndu þrátt fyrir það góðan sóknarleik. Það er merki um gæði hjá báðum liðum.“ Pavel var ánægður með frammistöðu sinna manna sem höfðu heilt yfir nokkuð góð tök á leiknum án þess þó að þau væru of mikil fyrir Keflvíkinga. Hann var ekki viss um hvort Tindastólsliðið þyrfti að bæta leik sinn enn frekar þegar liðin mætast öðru sinni á Sauðárkróki. „Mér dettur ekkert í hug í fljótu bragði. Ég held að þessi sería verði ekki unnin á taktískum punktum. Ég held að þetta verði bara unnið á tilfinningum og tilfallandi hlutum sem gerast og var mjög mikið um hérna í kvöld. Ég held að þetta snúist mikið um hausinn á mönnum. Mér fannst við gera það mjög vel í dag. Að því leyti þurfum við ekki að bæta okkur.“ Með því að vinna fyrsta leik einvígsins á útivelli færir Tindastóll í raun heimavallarréttinn til sín. Pavel var þó ekkert á því að það létti á einhvern hátt pressu af liðinu. „Við finnum ekkert fyrir mikilli pressu sem slíkri. Það eru væntingar hjá okkur og allt það. Við teljum okkur vera með mjög gott lið sem getur gert allt saman. Þá finnur maður ekkert fyrir yfirþyrmandi pressu um að klúðra einhverju. Það er staðurinn sem við erum á núna,“ sagði Pavel Ermolinskij. Pavel er að gera góða hluti á Króknum.Vísir/Hulda Margrét Subway-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll
Eftir nokkuð kaflaskiptan leik þar sem gestirnir höfðu yfirhöndina lengi vel náðu Keflvíkingar að koma leiknum í framlengingu, 97-97. Tindastóll gekk hins vegar frá leiknum í framlengingunni og vann dýrmætan útisigur, 107-114, og leiðir einvígið 1-0. Keflavík byrjaði leikinn betur og náði mest níu stiga forystu. Gestirnir voru seinni af stað en misstu heimamenn aldrei of langt frá sér. Betri nýting heimamanna úr þriggja stiga skotum hafði mest um það að segja að þeir leiddu allan fyrsta leikhluta. Staðan að honum loknum var 22-17 fyrir Keflavík. Í öðrum leikhluta héldu heimamenn forystunni framan af en þegar líða fór á leikhlutann fór boltinn að detta síður ofan í körfu gestanna. Keflvíkingar klikkuðu oftar á skotum undir körfunni og glötuðu boltanum í meira mæli í sókninni. Sóknarleikur Tindastóls gekk að sama skapi betur. Skotin undir körfunni fóru batnandi og nýting úr þriggja stiga skotum batnaði nær þrefalt. Tindastóll tók forystuna og leiddi í hálfleik 44-50. Antonio Woods, með ellefu stig, og Adomas Drungilas, með tíu stig, fóru fyrir Sauðkrækingum í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta héldu gestirnir áfram að hitta vel og héldu Keflvíkingum í hæfilegri fjarlægð. Alltaf þegar heimamenn gerðu sig líklega til að komast nær settu Stólarnir skot sín niður. Í lok leikhlutans voru gestirnir með tíu stiga forystu, 67-77. Tindastóll hélt Keflavík í sex til tíu stiga fjarlægð þar til ein mínúta og 47 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá leiddu gestirnir 90-97. Þeir skoruðu hins vegar ekki fleiri stig í venjulegum leiktíma og Keflavík sótti sér aukinn kraft og náði að knýja fram framlengingu, 97-97. Í framlengingunni náðu Keflvíkingar forystunni um skamma hríð en Tindastóll setti þá aftur í gírinn. Keflvíkingar hættu að hitta. Þeir tóku ekki skynsamlegar ákvarðanir í sóknarleik sínum og skutu úr erfiðum færum. Tindastóll náði tökum á leiknum og sigldi sigrinum í höfn 107-114. Af hverju vann Tindastóll? Í tölfræðilegum þáttum ber mest á betri nýtingu Tindastóls á þriggja stiga skotum. Þegar á heildina er litið virtist meira jafnvægi yfir leik Tindastóls. Þeir settu niður sín skot þegar þörfin var mest og virtust aldrei á þeim buxunum að leyfa Keflvíkingum að taka leikinn aftur yfir eins og framan af fyrri hálfleik. Í svona jöfnum leik eru hins vegar, þegar allt kemur til alls, einstök augnablik, einstaka körfur, einstök mistök og svo framvegis sem geta gert gæfumuninn. Það sem þurfti að falla með Tindastólsliðinu féll með því í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Allt byrjunarlið Tindastóls spilaði mjög vel í leiknum. Sigtryggur Arnar Björnsson var stigahæstur með 26 stig og Adomas Drungilas fylgdi fast á eftir með 22 stig og tíu fráköst. Domynikas Milka var bestur í liði Keflavíkur með 26 stig og 12 fráköst. Hvað gekk illa? Það vantaði ekki baráttuhug í lið Keflavíkur. Heimamönnum gekk hins vegar illa að halda dampi. Þeir byrjuðu leikinn betur, gáfu eftir, náðu sér á stik aftur en síðan fór allt í baklás. Eins og þjálfari þeirra, Hjalti Þór Vilhjálmsson, minnstist á í viðtali eftir leikinn þá vantaði á köflum meiri yfirvegun og skynsemi. Þar saknaði liðið leikstjórnandans, Harðar Axels Vilhjálmssonar, áþreifanlega sem var í leikbanni og sat upp í stúku. Hvað gerist næst? Tindastóll hefur tekið forystu í einvíginu 1-0. Leikur tvö fer fram á heimavelli félagsins á Sauðárkróki þann 8. apríl. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór: Það var æðibunugangur í sóknarleiknum okkar Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega ekkert sérstaklega brosmildur eftir tapið. „Við þurfum bara að vera meira „smart“ í því sem við erum að gera. Það var æðibunugangur í sóknarleiknum okkar. Við erum að drífa okkur. Ef við lendum undir þá erum við að redda einhverjum hlutum í staðinn fyrir að láta menn hafa tuðruna á réttum stöðum. Það er það sem við gerðum þegar við erum að ná muninum niður. Ég sagði það í framlengingunni að við ynnum leikinn ef við værum „smart“ og við vorum ekki „smart“. Hjalta fannst það gefa augaleið að fjarvera Harðar Axels, leikstjórnanda, hefði gert Keflvíkingum erfiðara fyrir að viðhafa nægileg klókindi í sóknarleiknum. „Hvað heldur þú?“ Hann ítrekaði að Keflvíkingar yrðu að vera klókari í næsta leik. „Við erum að skjóta kjánalegum skotum. Í öðrum leikhluta töpum við fimm boltum sem enda allir með „lay-up“ hinum meginn. Það skiptir bara rosalega miklu máli.“ Hjalti gaf ekki mikið fyrir hugleiðingar fréttamanns Vísis um hvort einvígið væri ekki orðið enn erfiðara nú þegar þessi ósigur þýðir að Keflavík verður að vinna að minnsta kosti einn útisigur. „Við þurfum alltaf að vinna þrjá leiki sama hvort það sé á Króknum eða í Keflavík. Það eru læti á Króknum og læti hérna líka. Ég sé ekki að það skipti nokkru máli hvort við erum á Króknum eða hér.“ Pavel: Við finnum ekki fyrir mikilli pressu „Þetta var mjög skemmtilegur leikur. Þrátt fyrir hátt stigaskor var hart barist. Það voru ekki linar varnir. Bæði lið sýndu þrátt fyrir það góðan sóknarleik. Það er merki um gæði hjá báðum liðum.“ Pavel var ánægður með frammistöðu sinna manna sem höfðu heilt yfir nokkuð góð tök á leiknum án þess þó að þau væru of mikil fyrir Keflvíkinga. Hann var ekki viss um hvort Tindastólsliðið þyrfti að bæta leik sinn enn frekar þegar liðin mætast öðru sinni á Sauðárkróki. „Mér dettur ekkert í hug í fljótu bragði. Ég held að þessi sería verði ekki unnin á taktískum punktum. Ég held að þetta verði bara unnið á tilfinningum og tilfallandi hlutum sem gerast og var mjög mikið um hérna í kvöld. Ég held að þetta snúist mikið um hausinn á mönnum. Mér fannst við gera það mjög vel í dag. Að því leyti þurfum við ekki að bæta okkur.“ Með því að vinna fyrsta leik einvígsins á útivelli færir Tindastóll í raun heimavallarréttinn til sín. Pavel var þó ekkert á því að það létti á einhvern hátt pressu af liðinu. „Við finnum ekkert fyrir mikilli pressu sem slíkri. Það eru væntingar hjá okkur og allt það. Við teljum okkur vera með mjög gott lið sem getur gert allt saman. Þá finnur maður ekkert fyrir yfirþyrmandi pressu um að klúðra einhverju. Það er staðurinn sem við erum á núna,“ sagði Pavel Ermolinskij. Pavel er að gera góða hluti á Króknum.Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti