Vill ekki vera forseti eftir krefjandi mánuði Máni Snær Þorláksson skrifar 5. apríl 2023 11:31 Kristján Þórður hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í embætti forseta ASÍ Vísir/Egill Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti forseta ASÍ á framhaldsþingi sambandsins sem fer fram í lok mánaðar. Hann mun hins vegar gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. „Undanfarnir mánuðir hafa verið afar krefjandi en þó mjög skemmtilegir, á meðan ég hef sinnt embætti forseta ASÍ samhliða því að vera formaður RSÍ,“ segir Kristján í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Kristján Þórður var fyrsti varaforseti sambandsins þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti þess. Hann tók því við og átti að sinna embættinu fram að þingi ASÍ sem fór fram í október síðastliðnum. Þingið átti svo eftir að vera ansi viðburðarríkt en á öðrum degi þess gengu tugir út af því. Meðal þeirra sem gengu út voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en sá síðastnefndi hafði boðið sig fram til forseta ASÍ. Sólveig og Vilhjálmur höfðu boðið sig fram í embætti annars og þriðja varaforseta en þau drógu öll framboðin sín til baka. Í kjölfarið var ákveðið að fresta þinginu og kosningu í embætti um hálft ár. Vill ennþá vera fyrsti varaforseti Kristján segist oft hafa verið spurður að því hvort hann ætli að gefa kost á sér til að sinna embætti forseta ASÍ á komandi þingi. Þá hafi hann fengið gríðarlega mikla hvatningu frá fjölmörgum víðsvegar um landið. Hann segist vera þakklátur fyrir það. Á síðasta þingi gaf hann kost á sér til að vera fyrsti varaforseti á síðasta ársþingi ASÍ. Hann segir það framboð ennþá vera í gildi. Hann mun því gefa kost á sér í það embætti á framhaldsþinginu en ekki í embætti forseta. „Ég hef lagt mikið á mig við að reyna að bæta stöðu mála innan ASÍ þrátt fyrir þessar aðstæður og er sáttur við mitt framlag þó svo maður hefði að sjálfsögðu viljað hafa meiri tíma til þess að sinna þessu. Öflugt starfsfólk ASÍ hefur sýnt sig og sannað á þessum tíma, við búum að samheldum og góðum hópi starfsfólks. Ég er gríðarlega þakklátur starfsfólkinu fyrir þeirra störf.“ Að lokum segir Kristján að hann hafi sett meiri kraft í málefni Rafiðnaðarsambandsins frá því að þingi ASÍ var frestað. Enda risastór verkefni í gangi þar og ég mun snúa mér að málefnum RSÍ af fullum þunga fram að og í kjölfar framhaldsþings ASÍ,“ segir hann. „En með öflugu starfsfólki RSÍ og stjórn auk starfsfólks Fagfélaganna hefur þessi tími gengið vel þrátt fyrir aðstæður.“ ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
„Undanfarnir mánuðir hafa verið afar krefjandi en þó mjög skemmtilegir, á meðan ég hef sinnt embætti forseta ASÍ samhliða því að vera formaður RSÍ,“ segir Kristján í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Kristján Þórður var fyrsti varaforseti sambandsins þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti þess. Hann tók því við og átti að sinna embættinu fram að þingi ASÍ sem fór fram í október síðastliðnum. Þingið átti svo eftir að vera ansi viðburðarríkt en á öðrum degi þess gengu tugir út af því. Meðal þeirra sem gengu út voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en sá síðastnefndi hafði boðið sig fram til forseta ASÍ. Sólveig og Vilhjálmur höfðu boðið sig fram í embætti annars og þriðja varaforseta en þau drógu öll framboðin sín til baka. Í kjölfarið var ákveðið að fresta þinginu og kosningu í embætti um hálft ár. Vill ennþá vera fyrsti varaforseti Kristján segist oft hafa verið spurður að því hvort hann ætli að gefa kost á sér til að sinna embætti forseta ASÍ á komandi þingi. Þá hafi hann fengið gríðarlega mikla hvatningu frá fjölmörgum víðsvegar um landið. Hann segist vera þakklátur fyrir það. Á síðasta þingi gaf hann kost á sér til að vera fyrsti varaforseti á síðasta ársþingi ASÍ. Hann segir það framboð ennþá vera í gildi. Hann mun því gefa kost á sér í það embætti á framhaldsþinginu en ekki í embætti forseta. „Ég hef lagt mikið á mig við að reyna að bæta stöðu mála innan ASÍ þrátt fyrir þessar aðstæður og er sáttur við mitt framlag þó svo maður hefði að sjálfsögðu viljað hafa meiri tíma til þess að sinna þessu. Öflugt starfsfólk ASÍ hefur sýnt sig og sannað á þessum tíma, við búum að samheldum og góðum hópi starfsfólks. Ég er gríðarlega þakklátur starfsfólkinu fyrir þeirra störf.“ Að lokum segir Kristján að hann hafi sett meiri kraft í málefni Rafiðnaðarsambandsins frá því að þingi ASÍ var frestað. Enda risastór verkefni í gangi þar og ég mun snúa mér að málefnum RSÍ af fullum þunga fram að og í kjölfar framhaldsþings ASÍ,“ segir hann. „En með öflugu starfsfólki RSÍ og stjórn auk starfsfólks Fagfélaganna hefur þessi tími gengið vel þrátt fyrir aðstæður.“
ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira