Djammreykingar mun lífseigari en dagreykingar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. apríl 2023 07:01 Viðar Jensson bendir á að það sé ekki til neitt sem heiti öruggar reykingar. Egill Aðalsteinsson Þrátt fyrir að dagreykingafólki á Íslandi hafi fækkað úr rúmlega 30 prósent í 6 á síðustu 30 árum hefur hlutfall djammreykingafólks, eða fólks sem reykir sjaldnar en daglega, haldist nokkuð stöðugt. Hefur hlutfallið rokkað frá um 3 í 6 prósent um árabil og engin fylgni er milli þess og lækkandi hlutfalls reykingafólks. „Þessi hópur virðist alltaf vera til staðar þrátt fyrir að daglegar reykingar séu komnar niður í rúm 6 prósent,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu. Alltaf sé ákveðinn hópur sem svari því í könnunum að hann reyki öðru hvoru. Lítill munur er á kynjunum þegar kemur að þessum reykingum, sem oftast eiga sér stað í skemmtanalífinu. Einnig er ekki mikill munur á aldurshópum. Djammreykingar geta verið þær erfiðustu að uppræta. Krabbamein og risvandamál Samkvæmt rannsóknum Krabbameinsstofnunar New South Wales í Ástralíu kemur fram að djammreykingafólk lítur oft ekki á sig sem reykingarfólk. Þar af leiðandi telur það að skaðleg áhrif reykinga eigi ekki við um það sjálft. Djammreykingafólk reykir kannski aðeins einu sinni eða tvisvar í mánuði. En það reykir þá reyndar mikið í einu. Fer á eins konar reykingafyllerí. Áhrif djammreykinga á heilsuna eru ótvíræð. Þó þær séu ekki jafn slæmar og að reykja pakka á dag þá hefur hver sígaretta sín áhrif. Blóðþrýstingurinn hækkar samstundis og blóðflæðið til líkamans breytist. Eitrað kolmónoxíð eykst í blóðinu og súrefnismettun minnkar til heilans og annarra líffæra. Djammreykingafólk lítur oft ekki á sig sem reykingafólk og telur heilsuvánna ekki eiga við sig.EPA Djammreykingafólk sleppur heldur ekki við langtímaáhrif reykinga. Svo sem lungnakrabbameins og að minnsta kosti 13 annarra tegunda krabbameina. Samkvæmt stofnuninni eru djammreykingar næstum jafn slæmar og dagreykingar þegar kemur að ýmsum hjarta og æðasjúkdómum, svo sem kransæðasjúkdómum og risvandamálum hjá körlum. Lítið vitað um íslenskt djammreykingarfólk „Allar reykingar eru skaðlegar. Það er ekki til neitt sem heitir öruggar reykingar,“ segir Viðar. Hann segir þó að ekki séu til mikið af gögn um þennan hóp hérna á Íslandi. Til dæmis hafi ekki verið gerðar viðhorfskannanir á honum. Viðar bendir á að hægt sé að skipta fólki niður í fimm þrep, eftir því hvar það sé statt í vegferðinni að hætta að reykja. Hægt er að fræðast um þau á vefnum Dagur án tóbaks. Fyrsta þrepið er foríhugunarþrep. Það fólk er í vörn, forðast upplýsingar og hefur engar áætlanir um að breyta hegðun sinni. Fólk í íhugunarþrepi er meðvitað um áhættuna og er alvarlega að hugsa um að breyta hegðun sinni. „Það er í íhugunarþrepinu sem er hægt að hafa mest áhrif á fólk og fá það yfir í framkvæmdina,“ segir Viðar. Fólk stoppar stutt á þriðja þrepinu, undirbúningsþrepinu þar sem það hefur tekið ákvörðun um að hætta að reykja. Við tekur framkvæmdaþrepið, án tóbaks í allt að 6 mánuði þegar hættan á bakslagi er mikil, og svo viðhaldsþrepið þegar ný hegðun er orðin stöðug. Hættan á bakslagi mikil Hættan á bakslagi er mest út af djammreykingum en það eru reykingarnar sem mörgum finnst erfiðast að sleppa. Samkvæmt áströlsku rannsókninni er erfitt að feta meðalveginn að stunda aðeins djammreykingar. Ávallt sé hættan á því að dagreykingar taki við. En í Ástralíu er einmitt sama þróun og hérna á Íslandi. Dagreykingar eru á hraðri niðurleið en djammreykingarnar haldast nokkuð stöðugar. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Næturlíf Tengdar fréttir Reykingar eru orðnar jafn sjaldgæfar og kannabisneysla Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. 22. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
„Þessi hópur virðist alltaf vera til staðar þrátt fyrir að daglegar reykingar séu komnar niður í rúm 6 prósent,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu. Alltaf sé ákveðinn hópur sem svari því í könnunum að hann reyki öðru hvoru. Lítill munur er á kynjunum þegar kemur að þessum reykingum, sem oftast eiga sér stað í skemmtanalífinu. Einnig er ekki mikill munur á aldurshópum. Djammreykingar geta verið þær erfiðustu að uppræta. Krabbamein og risvandamál Samkvæmt rannsóknum Krabbameinsstofnunar New South Wales í Ástralíu kemur fram að djammreykingafólk lítur oft ekki á sig sem reykingarfólk. Þar af leiðandi telur það að skaðleg áhrif reykinga eigi ekki við um það sjálft. Djammreykingafólk reykir kannski aðeins einu sinni eða tvisvar í mánuði. En það reykir þá reyndar mikið í einu. Fer á eins konar reykingafyllerí. Áhrif djammreykinga á heilsuna eru ótvíræð. Þó þær séu ekki jafn slæmar og að reykja pakka á dag þá hefur hver sígaretta sín áhrif. Blóðþrýstingurinn hækkar samstundis og blóðflæðið til líkamans breytist. Eitrað kolmónoxíð eykst í blóðinu og súrefnismettun minnkar til heilans og annarra líffæra. Djammreykingafólk lítur oft ekki á sig sem reykingafólk og telur heilsuvánna ekki eiga við sig.EPA Djammreykingafólk sleppur heldur ekki við langtímaáhrif reykinga. Svo sem lungnakrabbameins og að minnsta kosti 13 annarra tegunda krabbameina. Samkvæmt stofnuninni eru djammreykingar næstum jafn slæmar og dagreykingar þegar kemur að ýmsum hjarta og æðasjúkdómum, svo sem kransæðasjúkdómum og risvandamálum hjá körlum. Lítið vitað um íslenskt djammreykingarfólk „Allar reykingar eru skaðlegar. Það er ekki til neitt sem heitir öruggar reykingar,“ segir Viðar. Hann segir þó að ekki séu til mikið af gögn um þennan hóp hérna á Íslandi. Til dæmis hafi ekki verið gerðar viðhorfskannanir á honum. Viðar bendir á að hægt sé að skipta fólki niður í fimm þrep, eftir því hvar það sé statt í vegferðinni að hætta að reykja. Hægt er að fræðast um þau á vefnum Dagur án tóbaks. Fyrsta þrepið er foríhugunarþrep. Það fólk er í vörn, forðast upplýsingar og hefur engar áætlanir um að breyta hegðun sinni. Fólk í íhugunarþrepi er meðvitað um áhættuna og er alvarlega að hugsa um að breyta hegðun sinni. „Það er í íhugunarþrepinu sem er hægt að hafa mest áhrif á fólk og fá það yfir í framkvæmdina,“ segir Viðar. Fólk stoppar stutt á þriðja þrepinu, undirbúningsþrepinu þar sem það hefur tekið ákvörðun um að hætta að reykja. Við tekur framkvæmdaþrepið, án tóbaks í allt að 6 mánuði þegar hættan á bakslagi er mikil, og svo viðhaldsþrepið þegar ný hegðun er orðin stöðug. Hættan á bakslagi mikil Hættan á bakslagi er mest út af djammreykingum en það eru reykingarnar sem mörgum finnst erfiðast að sleppa. Samkvæmt áströlsku rannsókninni er erfitt að feta meðalveginn að stunda aðeins djammreykingar. Ávallt sé hættan á því að dagreykingar taki við. En í Ástralíu er einmitt sama þróun og hérna á Íslandi. Dagreykingar eru á hraðri niðurleið en djammreykingarnar haldast nokkuð stöðugar.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Næturlíf Tengdar fréttir Reykingar eru orðnar jafn sjaldgæfar og kannabisneysla Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. 22. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Reykingar eru orðnar jafn sjaldgæfar og kannabisneysla Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. 22. ágúst 2015 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent