Árni Tryggva allur Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2023 13:17 Árni Tryggvason var einn ástsælasti leikari þjóðarinnar fyrr og síðar. Árni Tryggvason, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, andaðist í gær 99 ára gamall. Örn Árnason sonur hans greinir frá andláti föður síns á Facebook og fleiri minnast fallins meistara leiksviðsins. Árni fæddist 19. janúar 1924 að Víkurbakka á Árskógsströnd. Hann er líklega þekktastur fyrir túlkun sína á Lilla Klifurmús í rómaðri uppsetningu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi 1977. Þar lék hann á móti Bessa Bjarnasyni sem var Mikki refur en Bessi og Árni mynduðu á löngu tímabili einskonar tvíeyki og birtust í auglýsingum sem vöktu mikla athygli. Árni var að upplagi revíuleikari og vissi sannarlega hvernig átti að snerta strengi í þjóðarsálinni. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður, rithöfundur og þýðandi minnist Árna á Facebook-síðu sinni og nefnir einmitt snilldarlega túlkun Árna á Lilla til dæmis um náðargáfuna sem Árni naut í starfi sínu. Sjálfur var Árni alla tíð hægverskur um leikaraferil sinn og gerði minna úr en meira. Árni í hlutverki í Þjóðleikhúsinu á níunda áratugnum. Árni var einstakur hæfileikamaður á sínu sviði, hann var snillingur á sviði gamanleiks, hann gat brugðið sér í hádramatísk hlutverk sem gerði hann einmitt að alveg sérdeilis góðum Beckett-leikara, eins og Illugi Jökulsson nefnir.Þjóðleikhúsið „Hann var magnaður leikari og listamaður. Mín kynslóð kynntist honum fyrst sem Lilla Klifurmús og að hluta til verður hann alltaf Lilli Klifurmús í mínum huga, en hann átti marga strengi í sinni hörpu og var til dæmis frábær Beckett-leikari. Hann lék Estragon í Beðið eftir Godot tvívegis með 20 ára millibili. Einnig lék hann Krapp í Síðasta segulbandi Krapps eftir Beckett. Eins og Örn sonur Árna bendir á í tilkynningu um lát föður síns var á einhvern hátt við hæfi að hann skyldi andast á fæðingardegi Becketts, 13. apríl,“ segir Illugi og vottar aðstandendum alla sína samúð. Örn Árnason leikari, sonur Árna, greinir frá fráfall föður síns í orðsendingu þeirra systkina til vina og ættingja: „Kæru ættingjar og vinir. Þá er tjaldið fallið í síðasta sinn hjá pabba okkar Árna Tryggvasyni leikara. Hann kvaddi þennan heim í hádeginu þann 13.apríl uppi á Eir, sem var hans dvalarstaður og foreldra okkar hin síðustu ár. Pabbi fæddist 19 janúar 1924 og náði því að verða 99 ára gamall. Árni fyrir miðju ásamt syni sínum Erni og Ævari Erni Benediktssyni sem allir léku Lilla klifurmús á einum eða öðrum tímapunkti í Þjóðleikhúsinu.Þjóðleikhúsið Mamma lést í júli á síðasta ári, 94 ára og nú dansa þau loksins valsinn sinn saman. Kærar þakkir til Eirar fyrir umönnun foreldra okkar hin síðustu ár. Pabbi var alla tíð mikil aðdáandi Samuels Becketts leikritaskálds og lék tvisvar í leikriti hans "Beðið eftir Godot" sem hann hafði miklar mætur á. Beckett fæddist 13.apríl og pabbi okkar dó 13.apríl. Godot kallar menn til sín þegar tíminn er kominn. Hann var 13.apríl fyrir pabba.“ Undir rita Jóna Magga, Svanlaug og Örn. Glímdi lengi við þunglyndi Árni hugsaði jafnan til þeirra sem minna mega sín og greindi opinberlega frá þrjátíu ára baráttu við þunglyndi. Hann ritaði grein í Morgunblaðið, sagði frá dvöl sinni á geðdeild og slæmum aðbúnaði bæði sjúklinga og starfsfólks innan veggja spítalans. Hann sagði svo marga þjást af þunglyndi en leyna því sem mætti ekki gera. Hvatti hann til að rífa niður þagnarmúra og opna umræðuna um sjúkdóminn. Árni og Örn brugðu stundum á leik saman eins og sjá má hátíð í Hrísey um árið. Þar tóku þeir lag sem allir þekkja og Árni brá á leik. Edda Björginvsdóttir leikkona sagðist hafa lært afar mikið af Árna í leikhúsinu á sínum tíma og sömuleiðis Bessa Bjarnasyni. Árni og Bessi hefðu verið lægra launaðir en aðrir leikarar í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma því þeir hefðu verið gamanleikarar. „Bessi og Árni eru sennilega þeir einu af sinni kynslóð leikara sem ekki hafa fengið heiðurslaun listamanna frá Alþingi. Það er grimmilegt og ég vona að því verði breytt og Árni beðinn afsökunar á að hafa ekki notið sannmælis en Bessi er því miður fallinn frá. Ég held sem betur fer að við stöndum núna á þeim tímamótum að gamanleikarar séu metnir að verðleikum. Mikil áhætta fylgir gamanleik en það er mikil höfnun ef áhorfendur skella ekki upp úr. Gamanleikarar eru oft bestu dramaleikararnir,“ sagði Edda í viðtali við Fréttablaðið árið 2018. Andlát Leikhús Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Árni fæddist 19. janúar 1924 að Víkurbakka á Árskógsströnd. Hann er líklega þekktastur fyrir túlkun sína á Lilla Klifurmús í rómaðri uppsetningu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi 1977. Þar lék hann á móti Bessa Bjarnasyni sem var Mikki refur en Bessi og Árni mynduðu á löngu tímabili einskonar tvíeyki og birtust í auglýsingum sem vöktu mikla athygli. Árni var að upplagi revíuleikari og vissi sannarlega hvernig átti að snerta strengi í þjóðarsálinni. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður, rithöfundur og þýðandi minnist Árna á Facebook-síðu sinni og nefnir einmitt snilldarlega túlkun Árna á Lilla til dæmis um náðargáfuna sem Árni naut í starfi sínu. Sjálfur var Árni alla tíð hægverskur um leikaraferil sinn og gerði minna úr en meira. Árni í hlutverki í Þjóðleikhúsinu á níunda áratugnum. Árni var einstakur hæfileikamaður á sínu sviði, hann var snillingur á sviði gamanleiks, hann gat brugðið sér í hádramatísk hlutverk sem gerði hann einmitt að alveg sérdeilis góðum Beckett-leikara, eins og Illugi Jökulsson nefnir.Þjóðleikhúsið „Hann var magnaður leikari og listamaður. Mín kynslóð kynntist honum fyrst sem Lilla Klifurmús og að hluta til verður hann alltaf Lilli Klifurmús í mínum huga, en hann átti marga strengi í sinni hörpu og var til dæmis frábær Beckett-leikari. Hann lék Estragon í Beðið eftir Godot tvívegis með 20 ára millibili. Einnig lék hann Krapp í Síðasta segulbandi Krapps eftir Beckett. Eins og Örn sonur Árna bendir á í tilkynningu um lát föður síns var á einhvern hátt við hæfi að hann skyldi andast á fæðingardegi Becketts, 13. apríl,“ segir Illugi og vottar aðstandendum alla sína samúð. Örn Árnason leikari, sonur Árna, greinir frá fráfall föður síns í orðsendingu þeirra systkina til vina og ættingja: „Kæru ættingjar og vinir. Þá er tjaldið fallið í síðasta sinn hjá pabba okkar Árna Tryggvasyni leikara. Hann kvaddi þennan heim í hádeginu þann 13.apríl uppi á Eir, sem var hans dvalarstaður og foreldra okkar hin síðustu ár. Pabbi fæddist 19 janúar 1924 og náði því að verða 99 ára gamall. Árni fyrir miðju ásamt syni sínum Erni og Ævari Erni Benediktssyni sem allir léku Lilla klifurmús á einum eða öðrum tímapunkti í Þjóðleikhúsinu.Þjóðleikhúsið Mamma lést í júli á síðasta ári, 94 ára og nú dansa þau loksins valsinn sinn saman. Kærar þakkir til Eirar fyrir umönnun foreldra okkar hin síðustu ár. Pabbi var alla tíð mikil aðdáandi Samuels Becketts leikritaskálds og lék tvisvar í leikriti hans "Beðið eftir Godot" sem hann hafði miklar mætur á. Beckett fæddist 13.apríl og pabbi okkar dó 13.apríl. Godot kallar menn til sín þegar tíminn er kominn. Hann var 13.apríl fyrir pabba.“ Undir rita Jóna Magga, Svanlaug og Örn. Glímdi lengi við þunglyndi Árni hugsaði jafnan til þeirra sem minna mega sín og greindi opinberlega frá þrjátíu ára baráttu við þunglyndi. Hann ritaði grein í Morgunblaðið, sagði frá dvöl sinni á geðdeild og slæmum aðbúnaði bæði sjúklinga og starfsfólks innan veggja spítalans. Hann sagði svo marga þjást af þunglyndi en leyna því sem mætti ekki gera. Hvatti hann til að rífa niður þagnarmúra og opna umræðuna um sjúkdóminn. Árni og Örn brugðu stundum á leik saman eins og sjá má hátíð í Hrísey um árið. Þar tóku þeir lag sem allir þekkja og Árni brá á leik. Edda Björginvsdóttir leikkona sagðist hafa lært afar mikið af Árna í leikhúsinu á sínum tíma og sömuleiðis Bessa Bjarnasyni. Árni og Bessi hefðu verið lægra launaðir en aðrir leikarar í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma því þeir hefðu verið gamanleikarar. „Bessi og Árni eru sennilega þeir einu af sinni kynslóð leikara sem ekki hafa fengið heiðurslaun listamanna frá Alþingi. Það er grimmilegt og ég vona að því verði breytt og Árni beðinn afsökunar á að hafa ekki notið sannmælis en Bessi er því miður fallinn frá. Ég held sem betur fer að við stöndum núna á þeim tímamótum að gamanleikarar séu metnir að verðleikum. Mikil áhætta fylgir gamanleik en það er mikil höfnun ef áhorfendur skella ekki upp úr. Gamanleikarar eru oft bestu dramaleikararnir,“ sagði Edda í viðtali við Fréttablaðið árið 2018.
Andlát Leikhús Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira