Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2023 15:34 Nokkrar vikur eru síðan Guðlaugur skipaði Guðrúnu Hafsteinsdóttur, annan þingmann Sjálfstæðisflokksins, formann starfshóps varðandi orkuskipti. Guðlaugur treystir á þá Ásmund og Guðrúnu í orkumálum. Vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar er rifjað upp að skýrsla um stöðu og áskoranir í orkumálum, svo nefnd Grænbók, hafi komið út í mars í fyrra. Sviðsmyndir hennar hafi sýnt fram á mikla þörf fyrir orkuöflun á komandi áratugum til að tryggja orkuöryggi landsmanna, sem og til að mæta eftirspurn sem kemur til vegna orkuskipta. Starfshópnum hefur verið falið að vinna á þeim grunni og draga skal saman hvaða upplýsingar og þekking sé þegar til staðar varðandi aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þá á hann að kanna fýsileika og framboð, sem og að varpa ljósi á mögulegar hindranir sem standa í vegi fyrir framþróun og hvaða leiðir séu færar til að orkukostirnir verði nýttir í meira mæli. „Til að stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er brýnt er að kanna alla möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Það verður verk starfshópsins að taka saman hvaða leiðir kunna að vera færar til að orkukostir verði nýttir í meiri mæli en nú er,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Á hópurinn að skoða orkukosti sem standa utan rammaáætlunar, m.a. hvaða möguleikar felast í: smávirkjunum fyrir vatnsafl sólarorkuverum sjávarfallavirkjunum varmadæluvæðingu á stærri skala sólarsellum, vindorku og varmadælum á smærri skala nýtingu glatvarma sveigjanlegri notkun og bættri orkunýtni Aðrir kostir Starfshópinn skipa: Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, formaður, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjávarútvegsfræðingur Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfshópurinn á að skila tillögu til ráðherra fyrir 1. október á þessu ári. Tveir starfshópar á sjö vikum Guðlaugur Þór skipaði í lok febrúar starfshóp sem var falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Guðrún Hafsteinsdóttir, samflokksþingmaður Guðlaugs, var skipuð formaður starfshópsins sem á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í loftslagsmálum. Við vinnu sína á starfshópurinn m.a. að skoða fýsileika framleiðslu rafeldsneytis hér á landi, regluverk ESB um flugvélaeldsneyti (ReFuel og tengdri löggjöf um ETS kerfið. Þá á hópurinn að skoða endurnýjanlega orkugjafa (REDII) og áhrif þeirra á eftirspurn eftir endurnýjanlegu eldsneyti. „Ísland er í kjörstöðu til að vinna að framgangi orkuskipta í flugi eins og á öðrum sviðum. Mikilvægt er að vanda vel til verka og skoða þær leiðir í uppbyggingu rafeldsneytisframleiðslu og innleiðingu regluverks sem eru mest hagfelldar okkar hagsmunum. Við þekkjum markmiðin og þurfum aðkomu allra geira í orkuskiptunum framundan,“ sagði Guðlaugur Þór á vef Stjórnarráðsins af því tilefni. Auk Guðrúnar skipa starfshópinn: Alexandra Kjærnested Arnarsdóttir, EES-sérfræðingur, tilnefnd af utanríkisráðuneytinu Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orkumála í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu Jón Ásgeir H. Þorvaldsson, verkefnisstjóri í orkuskiptum hjá Orkustofnun Ingvi Már Pálsson, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðuneytinu Orri Páll Jóhannsson, alþingismaður, tilnefndur af forsætisráðuneytinu Valgerður B. Eggertsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af innviðaráðuneytinu Stjórnsýsla Alþingi Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar er rifjað upp að skýrsla um stöðu og áskoranir í orkumálum, svo nefnd Grænbók, hafi komið út í mars í fyrra. Sviðsmyndir hennar hafi sýnt fram á mikla þörf fyrir orkuöflun á komandi áratugum til að tryggja orkuöryggi landsmanna, sem og til að mæta eftirspurn sem kemur til vegna orkuskipta. Starfshópnum hefur verið falið að vinna á þeim grunni og draga skal saman hvaða upplýsingar og þekking sé þegar til staðar varðandi aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þá á hann að kanna fýsileika og framboð, sem og að varpa ljósi á mögulegar hindranir sem standa í vegi fyrir framþróun og hvaða leiðir séu færar til að orkukostirnir verði nýttir í meira mæli. „Til að stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er brýnt er að kanna alla möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Það verður verk starfshópsins að taka saman hvaða leiðir kunna að vera færar til að orkukostir verði nýttir í meiri mæli en nú er,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Á hópurinn að skoða orkukosti sem standa utan rammaáætlunar, m.a. hvaða möguleikar felast í: smávirkjunum fyrir vatnsafl sólarorkuverum sjávarfallavirkjunum varmadæluvæðingu á stærri skala sólarsellum, vindorku og varmadælum á smærri skala nýtingu glatvarma sveigjanlegri notkun og bættri orkunýtni Aðrir kostir Starfshópinn skipa: Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, formaður, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjávarútvegsfræðingur Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfshópurinn á að skila tillögu til ráðherra fyrir 1. október á þessu ári. Tveir starfshópar á sjö vikum Guðlaugur Þór skipaði í lok febrúar starfshóp sem var falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Guðrún Hafsteinsdóttir, samflokksþingmaður Guðlaugs, var skipuð formaður starfshópsins sem á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í loftslagsmálum. Við vinnu sína á starfshópurinn m.a. að skoða fýsileika framleiðslu rafeldsneytis hér á landi, regluverk ESB um flugvélaeldsneyti (ReFuel og tengdri löggjöf um ETS kerfið. Þá á hópurinn að skoða endurnýjanlega orkugjafa (REDII) og áhrif þeirra á eftirspurn eftir endurnýjanlegu eldsneyti. „Ísland er í kjörstöðu til að vinna að framgangi orkuskipta í flugi eins og á öðrum sviðum. Mikilvægt er að vanda vel til verka og skoða þær leiðir í uppbyggingu rafeldsneytisframleiðslu og innleiðingu regluverks sem eru mest hagfelldar okkar hagsmunum. Við þekkjum markmiðin og þurfum aðkomu allra geira í orkuskiptunum framundan,“ sagði Guðlaugur Þór á vef Stjórnarráðsins af því tilefni. Auk Guðrúnar skipa starfshópinn: Alexandra Kjærnested Arnarsdóttir, EES-sérfræðingur, tilnefnd af utanríkisráðuneytinu Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orkumála í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu Jón Ásgeir H. Þorvaldsson, verkefnisstjóri í orkuskiptum hjá Orkustofnun Ingvi Már Pálsson, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðuneytinu Orri Páll Jóhannsson, alþingismaður, tilnefndur af forsætisráðuneytinu Valgerður B. Eggertsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af innviðaráðuneytinu
Stjórnsýsla Alþingi Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira