Þjóðverjar deila um lokun síðustu kjarnorkuveranna Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2023 20:00 Lengi hefur staðið til að loka kjarnorkuverum Þýskalands en margir eru ósammála því. AP/Lars Klemmer Þjóðverjar slökktu í gær á þremur síðustu kjarnorkuverunum í landinu. Lokun orkuveranna hafði verið frestað um nokkra mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem leiddi til þess að Þjóðverjar hættu að kaupa jarðeldsneyti frá Rússlandi og að orkuverð hækkaði töluvert í landinu, eins og víða annarsstaðar í Evrópu. Þýska þjóðin skiptist í fylkingar um það hvað hvort ákvörðunin hafi verið röng eða ekki. Umhverfissinnar og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa margir fagnað því að orkuverunum hafi lokað en íhaldssamir stjórnmálamenn og forkólfar atvinnulífsins hafa samkvæmt frétt DW verið gagnrýnir á ákvörðunina og segja hana ógna orkuöryggi Þýskalands. Sérfræðingar segja líklegt að Þjóðverjar muni þurfa að fylla upp í holuna sem lokun orkuveranna skilur á orkukerfi landsins með því að brenna kol, gas og olíu. Orkuverin höfðu verið starfrækt í sex áratugi. Yfirvöld í Þýskalandi segja að það myndi kosta gífurlega fjárfestingu að halda kjarnorkuverunum þremur áfram í gangi, þar sem þau séu orðin mjög gömul. Betra sé að nota þá peninga í fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, samkvæmt frétt BBC. Christian Lindner, fjármálaráðherra og leiðtogi FDP, sagði í gær að endurnýjanlegir orkugjafar væru framtíðin, en ef hann hefði haft eitthvað um málið að segja hefði rekstri kjarnorkuveranna verið haldið áfram um tíma, til vonar og vara. Óttast er að orkuverð muni hækka á nýjan leik. Þjóðverjar fá um 44 prósent allrar orku í landinu frá endurnýjanlegum orkulindum og bindur ríkisstjórnin vonir við að það hlutfall geti verið komið upp í áttatíu prósent fyrir árið 2030. Lög hafa verið sett sem gera auðveldara að byggja sólar- og vindorkuver. Áhugasamir geta séð ítarlega sjónvarpsfrétt DW á ensku um kjarnorkuverin frá því í gær. Þar er meðal annars rætt við almenning í Þýskalandi og farið yfir hvað hvor hliðin hefur um málið að segja. Óttast slys Í frétt DW segir að að hluta til megi rekja lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi til slyssins í Fukushima í Japan árið 2011 og slyssins í Tsjernobyl árið 1986. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hafi á sínum tíma samþykkt að loka orkuverunum í Þýskalandi. Í öðrum ríkjum eins og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína og Frakklandi eru vonir bundnar við að kjarnorkuver geti leyst jarðeldsneyti af hólmi. Í Japan hafi til að mynda verið ákveðið í fyrra að hætta við að loka kjarnorkuverunum þar. Stærsta kjarnorkuver Evrópu tekið í notkun Þá tóku Finnar í dag í notkun stærsta kjarnorkuver Evrópu. Eftir átján mánaða smíði, sem stóð mun lengur yfir en átti að gera upprunalega, var kveikt á einum af þremur kjarnakljúfum í orkuverinu í Olkilutoto í dag. Samkvæmt frétt finnska ríkisútvarpsins YLE, átti framkvæmdum upprunalega að ljúka árið 2009. YLE segir að fyrsti kjarnakljúfurinn sjái Finnum fyrir um fjórtán prósentum af raforkuframleiðslu þeirra. Þegar hinir tveir kjarnakljúfar orkuversins verða einnig teknir í notkun mun orkuverið framleiða um þrjátíu prósent af orku Finnlands. Samkvæmt áætlunum á að starfrækja orkuverið í minnst sextíu ár og er mögulegt að fjórða kjarnakljúfnum verði bætt við. Þýskaland Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Finnland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þýska þjóðin skiptist í fylkingar um það hvað hvort ákvörðunin hafi verið röng eða ekki. Umhverfissinnar og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa margir fagnað því að orkuverunum hafi lokað en íhaldssamir stjórnmálamenn og forkólfar atvinnulífsins hafa samkvæmt frétt DW verið gagnrýnir á ákvörðunina og segja hana ógna orkuöryggi Þýskalands. Sérfræðingar segja líklegt að Þjóðverjar muni þurfa að fylla upp í holuna sem lokun orkuveranna skilur á orkukerfi landsins með því að brenna kol, gas og olíu. Orkuverin höfðu verið starfrækt í sex áratugi. Yfirvöld í Þýskalandi segja að það myndi kosta gífurlega fjárfestingu að halda kjarnorkuverunum þremur áfram í gangi, þar sem þau séu orðin mjög gömul. Betra sé að nota þá peninga í fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, samkvæmt frétt BBC. Christian Lindner, fjármálaráðherra og leiðtogi FDP, sagði í gær að endurnýjanlegir orkugjafar væru framtíðin, en ef hann hefði haft eitthvað um málið að segja hefði rekstri kjarnorkuveranna verið haldið áfram um tíma, til vonar og vara. Óttast er að orkuverð muni hækka á nýjan leik. Þjóðverjar fá um 44 prósent allrar orku í landinu frá endurnýjanlegum orkulindum og bindur ríkisstjórnin vonir við að það hlutfall geti verið komið upp í áttatíu prósent fyrir árið 2030. Lög hafa verið sett sem gera auðveldara að byggja sólar- og vindorkuver. Áhugasamir geta séð ítarlega sjónvarpsfrétt DW á ensku um kjarnorkuverin frá því í gær. Þar er meðal annars rætt við almenning í Þýskalandi og farið yfir hvað hvor hliðin hefur um málið að segja. Óttast slys Í frétt DW segir að að hluta til megi rekja lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi til slyssins í Fukushima í Japan árið 2011 og slyssins í Tsjernobyl árið 1986. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hafi á sínum tíma samþykkt að loka orkuverunum í Þýskalandi. Í öðrum ríkjum eins og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína og Frakklandi eru vonir bundnar við að kjarnorkuver geti leyst jarðeldsneyti af hólmi. Í Japan hafi til að mynda verið ákveðið í fyrra að hætta við að loka kjarnorkuverunum þar. Stærsta kjarnorkuver Evrópu tekið í notkun Þá tóku Finnar í dag í notkun stærsta kjarnorkuver Evrópu. Eftir átján mánaða smíði, sem stóð mun lengur yfir en átti að gera upprunalega, var kveikt á einum af þremur kjarnakljúfum í orkuverinu í Olkilutoto í dag. Samkvæmt frétt finnska ríkisútvarpsins YLE, átti framkvæmdum upprunalega að ljúka árið 2009. YLE segir að fyrsti kjarnakljúfurinn sjái Finnum fyrir um fjórtán prósentum af raforkuframleiðslu þeirra. Þegar hinir tveir kjarnakljúfar orkuversins verða einnig teknir í notkun mun orkuverið framleiða um þrjátíu prósent af orku Finnlands. Samkvæmt áætlunum á að starfrækja orkuverið í minnst sextíu ár og er mögulegt að fjórða kjarnakljúfnum verði bætt við.
Þýskaland Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Finnland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira