Þjóðverjar deila um lokun síðustu kjarnorkuveranna Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2023 20:00 Lengi hefur staðið til að loka kjarnorkuverum Þýskalands en margir eru ósammála því. AP/Lars Klemmer Þjóðverjar slökktu í gær á þremur síðustu kjarnorkuverunum í landinu. Lokun orkuveranna hafði verið frestað um nokkra mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem leiddi til þess að Þjóðverjar hættu að kaupa jarðeldsneyti frá Rússlandi og að orkuverð hækkaði töluvert í landinu, eins og víða annarsstaðar í Evrópu. Þýska þjóðin skiptist í fylkingar um það hvað hvort ákvörðunin hafi verið röng eða ekki. Umhverfissinnar og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa margir fagnað því að orkuverunum hafi lokað en íhaldssamir stjórnmálamenn og forkólfar atvinnulífsins hafa samkvæmt frétt DW verið gagnrýnir á ákvörðunina og segja hana ógna orkuöryggi Þýskalands. Sérfræðingar segja líklegt að Þjóðverjar muni þurfa að fylla upp í holuna sem lokun orkuveranna skilur á orkukerfi landsins með því að brenna kol, gas og olíu. Orkuverin höfðu verið starfrækt í sex áratugi. Yfirvöld í Þýskalandi segja að það myndi kosta gífurlega fjárfestingu að halda kjarnorkuverunum þremur áfram í gangi, þar sem þau séu orðin mjög gömul. Betra sé að nota þá peninga í fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, samkvæmt frétt BBC. Christian Lindner, fjármálaráðherra og leiðtogi FDP, sagði í gær að endurnýjanlegir orkugjafar væru framtíðin, en ef hann hefði haft eitthvað um málið að segja hefði rekstri kjarnorkuveranna verið haldið áfram um tíma, til vonar og vara. Óttast er að orkuverð muni hækka á nýjan leik. Þjóðverjar fá um 44 prósent allrar orku í landinu frá endurnýjanlegum orkulindum og bindur ríkisstjórnin vonir við að það hlutfall geti verið komið upp í áttatíu prósent fyrir árið 2030. Lög hafa verið sett sem gera auðveldara að byggja sólar- og vindorkuver. Áhugasamir geta séð ítarlega sjónvarpsfrétt DW á ensku um kjarnorkuverin frá því í gær. Þar er meðal annars rætt við almenning í Þýskalandi og farið yfir hvað hvor hliðin hefur um málið að segja. Óttast slys Í frétt DW segir að að hluta til megi rekja lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi til slyssins í Fukushima í Japan árið 2011 og slyssins í Tsjernobyl árið 1986. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hafi á sínum tíma samþykkt að loka orkuverunum í Þýskalandi. Í öðrum ríkjum eins og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína og Frakklandi eru vonir bundnar við að kjarnorkuver geti leyst jarðeldsneyti af hólmi. Í Japan hafi til að mynda verið ákveðið í fyrra að hætta við að loka kjarnorkuverunum þar. Stærsta kjarnorkuver Evrópu tekið í notkun Þá tóku Finnar í dag í notkun stærsta kjarnorkuver Evrópu. Eftir átján mánaða smíði, sem stóð mun lengur yfir en átti að gera upprunalega, var kveikt á einum af þremur kjarnakljúfum í orkuverinu í Olkilutoto í dag. Samkvæmt frétt finnska ríkisútvarpsins YLE, átti framkvæmdum upprunalega að ljúka árið 2009. YLE segir að fyrsti kjarnakljúfurinn sjái Finnum fyrir um fjórtán prósentum af raforkuframleiðslu þeirra. Þegar hinir tveir kjarnakljúfar orkuversins verða einnig teknir í notkun mun orkuverið framleiða um þrjátíu prósent af orku Finnlands. Samkvæmt áætlunum á að starfrækja orkuverið í minnst sextíu ár og er mögulegt að fjórða kjarnakljúfnum verði bætt við. Þýskaland Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Finnland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Þýska þjóðin skiptist í fylkingar um það hvað hvort ákvörðunin hafi verið röng eða ekki. Umhverfissinnar og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa margir fagnað því að orkuverunum hafi lokað en íhaldssamir stjórnmálamenn og forkólfar atvinnulífsins hafa samkvæmt frétt DW verið gagnrýnir á ákvörðunina og segja hana ógna orkuöryggi Þýskalands. Sérfræðingar segja líklegt að Þjóðverjar muni þurfa að fylla upp í holuna sem lokun orkuveranna skilur á orkukerfi landsins með því að brenna kol, gas og olíu. Orkuverin höfðu verið starfrækt í sex áratugi. Yfirvöld í Þýskalandi segja að það myndi kosta gífurlega fjárfestingu að halda kjarnorkuverunum þremur áfram í gangi, þar sem þau séu orðin mjög gömul. Betra sé að nota þá peninga í fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, samkvæmt frétt BBC. Christian Lindner, fjármálaráðherra og leiðtogi FDP, sagði í gær að endurnýjanlegir orkugjafar væru framtíðin, en ef hann hefði haft eitthvað um málið að segja hefði rekstri kjarnorkuveranna verið haldið áfram um tíma, til vonar og vara. Óttast er að orkuverð muni hækka á nýjan leik. Þjóðverjar fá um 44 prósent allrar orku í landinu frá endurnýjanlegum orkulindum og bindur ríkisstjórnin vonir við að það hlutfall geti verið komið upp í áttatíu prósent fyrir árið 2030. Lög hafa verið sett sem gera auðveldara að byggja sólar- og vindorkuver. Áhugasamir geta séð ítarlega sjónvarpsfrétt DW á ensku um kjarnorkuverin frá því í gær. Þar er meðal annars rætt við almenning í Þýskalandi og farið yfir hvað hvor hliðin hefur um málið að segja. Óttast slys Í frétt DW segir að að hluta til megi rekja lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi til slyssins í Fukushima í Japan árið 2011 og slyssins í Tsjernobyl árið 1986. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hafi á sínum tíma samþykkt að loka orkuverunum í Þýskalandi. Í öðrum ríkjum eins og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína og Frakklandi eru vonir bundnar við að kjarnorkuver geti leyst jarðeldsneyti af hólmi. Í Japan hafi til að mynda verið ákveðið í fyrra að hætta við að loka kjarnorkuverunum þar. Stærsta kjarnorkuver Evrópu tekið í notkun Þá tóku Finnar í dag í notkun stærsta kjarnorkuver Evrópu. Eftir átján mánaða smíði, sem stóð mun lengur yfir en átti að gera upprunalega, var kveikt á einum af þremur kjarnakljúfum í orkuverinu í Olkilutoto í dag. Samkvæmt frétt finnska ríkisútvarpsins YLE, átti framkvæmdum upprunalega að ljúka árið 2009. YLE segir að fyrsti kjarnakljúfurinn sjái Finnum fyrir um fjórtán prósentum af raforkuframleiðslu þeirra. Þegar hinir tveir kjarnakljúfar orkuversins verða einnig teknir í notkun mun orkuverið framleiða um þrjátíu prósent af orku Finnlands. Samkvæmt áætlunum á að starfrækja orkuverið í minnst sextíu ár og er mögulegt að fjórða kjarnakljúfnum verði bætt við.
Þýskaland Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Finnland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira