Í kjölfar riðusmits Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 19. apríl 2023 11:01 Í gærkvöldi (18. apríl 2023) var haldinn upplýsingafundur í Húnaþingi vestra vegna þeirra riðusmita sem komið hafa upp á tveimur sauðfjárbúum þar. Þau smit eru mikið áfall fyrir bændur á þeim bæjum og í raun fyrir alla ábúendur í nágrenninu. Hugur minn er hjá bændum á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá. Á fundinum komu fram margar athugasemdir sem vert er að taka til greina. Má þar nefna girðingamál, arfgerðargreiningu, upplýsingagjöf, verkferla, rannsóknir, almennt utanumhald og sálfræðiaðstoð. Umræðan hjá stjórnmálamönnum þarf að snúast um það hvað við getum gert strax. Þá getum við litið til þess að arfgerðargreina allt eða meginþorra alls sauðfjár á landinu til þess að finna þær ær sem hafa vörn gegn riðunni. Þrátt fyrir að það verkefni yrði mjög kostnaðarsamt þá þurfum við að ræða þann möguleika. Einnig þarf að hafa reglubundið viðhald og eftirlit með varnarlínunum. Stór hluti varnarlína eru girðingar. Hér er um að ræða mörg hundruð kílómetra og því tímafrekt að hafa eftirlit og viðhald með þeim en jafnframt nauðsynlegt. Náttúra, veður og menn geta haft áhrif á girðingarnar og þess vegna þarf að skoða þær reglulega. Varnarhólfin eru mörg í kringum landið og Miðfjarðarhólfið var ósýkt. Eitt nærliggjandi hólfa var í forgangi í viðhaldi vegna riðusmita en nú þarf að einblína á hin hólfin líka. Við þurfum að treysta fagfólkinu okkar til þess að taka ákvarðanir á fyrirliggjandi rannsóknum hverju sinni en megum heldur ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt að leggja mikinn þunga í rannsóknir á riðu og vinna saman að því að styrkja stöðu bænda. Þó að það veki von að finna arfgerð sem veitir vörn gegn riðu þá tekur mörg ár að rækta upp þann eiginleika í heilu hjörðunum. Einnig þarf á sama tíma að líta til annars konar kynbótastarfs, sem margir hafa unnið að í mörg ár eða áratugi. Upplýsingagjöf og stuðningur til samfélagsins Það kom einnig fram á fundinum að sveitastjórn, bændur og samfélag hafi ekki fengið nægilegar upplýsingar um stöðuna. Þetta er gagnrýni sem stjórnvöld þurfa að taka til sín, skapa verkferla og koma í veg fyrir að það gerist aftur. Verkferlar þurfa að taka á upplýsingagjöf til bændanna, nærsamfélags, heilbrigðisstofnanna, sveitarfélags, fjölmiðla og ríkisins. Samskiptin þurfa að vera skýr, skipulag eins gott og mögulegt er og stuðningur til staðar frá fyrsta degi. Riðusmiti hefur oft verið líkt við náttúruhamfarir. Áfallið er slíkt. Þar af leiðandi þarf að tryggja að viðbrögðin séu í samræmi við áfallið. Verkferlar eiga að vera skýrir og utanumhald þarf að vera tryggt. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Framsóknarflokkurinn Riða í Miðfirði Húnaþing vestra Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi (18. apríl 2023) var haldinn upplýsingafundur í Húnaþingi vestra vegna þeirra riðusmita sem komið hafa upp á tveimur sauðfjárbúum þar. Þau smit eru mikið áfall fyrir bændur á þeim bæjum og í raun fyrir alla ábúendur í nágrenninu. Hugur minn er hjá bændum á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá. Á fundinum komu fram margar athugasemdir sem vert er að taka til greina. Má þar nefna girðingamál, arfgerðargreiningu, upplýsingagjöf, verkferla, rannsóknir, almennt utanumhald og sálfræðiaðstoð. Umræðan hjá stjórnmálamönnum þarf að snúast um það hvað við getum gert strax. Þá getum við litið til þess að arfgerðargreina allt eða meginþorra alls sauðfjár á landinu til þess að finna þær ær sem hafa vörn gegn riðunni. Þrátt fyrir að það verkefni yrði mjög kostnaðarsamt þá þurfum við að ræða þann möguleika. Einnig þarf að hafa reglubundið viðhald og eftirlit með varnarlínunum. Stór hluti varnarlína eru girðingar. Hér er um að ræða mörg hundruð kílómetra og því tímafrekt að hafa eftirlit og viðhald með þeim en jafnframt nauðsynlegt. Náttúra, veður og menn geta haft áhrif á girðingarnar og þess vegna þarf að skoða þær reglulega. Varnarhólfin eru mörg í kringum landið og Miðfjarðarhólfið var ósýkt. Eitt nærliggjandi hólfa var í forgangi í viðhaldi vegna riðusmita en nú þarf að einblína á hin hólfin líka. Við þurfum að treysta fagfólkinu okkar til þess að taka ákvarðanir á fyrirliggjandi rannsóknum hverju sinni en megum heldur ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt að leggja mikinn þunga í rannsóknir á riðu og vinna saman að því að styrkja stöðu bænda. Þó að það veki von að finna arfgerð sem veitir vörn gegn riðu þá tekur mörg ár að rækta upp þann eiginleika í heilu hjörðunum. Einnig þarf á sama tíma að líta til annars konar kynbótastarfs, sem margir hafa unnið að í mörg ár eða áratugi. Upplýsingagjöf og stuðningur til samfélagsins Það kom einnig fram á fundinum að sveitastjórn, bændur og samfélag hafi ekki fengið nægilegar upplýsingar um stöðuna. Þetta er gagnrýni sem stjórnvöld þurfa að taka til sín, skapa verkferla og koma í veg fyrir að það gerist aftur. Verkferlar þurfa að taka á upplýsingagjöf til bændanna, nærsamfélags, heilbrigðisstofnanna, sveitarfélags, fjölmiðla og ríkisins. Samskiptin þurfa að vera skýr, skipulag eins gott og mögulegt er og stuðningur til staðar frá fyrsta degi. Riðusmiti hefur oft verið líkt við náttúruhamfarir. Áfallið er slíkt. Þar af leiðandi þarf að tryggja að viðbrögðin séu í samræmi við áfallið. Verkferlar eiga að vera skýrir og utanumhald þarf að vera tryggt. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun