Selma Sól á toppnum í Noregi | Willum Þór brenndi af vítaspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 19:00 Selma Sól er mætt á toppinn í Noregi. Rosenborg Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg tróna um þessar mundir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Willum Þór Willumsson brenndi af vítaspyrnu í Hollandi en það kom ekki að sök. Selma Sól lék allan leikinn í 3-0 útisigri Rosenborg á Åsane í dag. Gestirnir brutu ísinn eftir rúmlega hálftíma og skoruðu svo tvívegis í upphafi síðari hálfleiks. Sigurinn aldrei í hættu og Rosenborg með fullt hús stiga á toppi norsku deildarinnar að loknum fjórum umferðum. Cesilie Andreassen scorer mål!! pic.twitter.com/mJvAXdVOqp— Rosenborg Ballklub Kvinner (@RBKvinner) April 19, 2023 Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar í Vålerenga koma þar tveimur stigum á eftir en Vålerenga vann 4-1 sigur á Stabæk í dag. Liðið lenti þó óvænt undir en skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik og vann sannfærandi sigur. Ingibjörg spilaði allan leikinn í öftustu línu. Í Hollandi brenndi Willum Þór af vítaspyrnu þegar Go Ahead Eagles vann Waalwijk 3-2. Staðan var 2-1 þegar Willum Þór brenndi af spyrnunni undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari jöfnuðu gestirnir en sem betur fer skoruðu GA Eagles sigurmark þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Willum Þór og félagar eru í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig að loknum 29 leikjum. Að lokum kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum þegar Þýskalandsmeistarar Wolfsburg unnu 3-0 útisigur á Duisburg. +3 #MSVWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/GGoxMpAwcl— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) April 19, 2023 Sigurinn lyftir Wolfsburg á topp deildarinnar með tveimur stigum minna en Íslendingalið Bayern München sem á þó leik til góða. Fótbolti Norski boltinn Hollenski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Selma Sól lék allan leikinn í 3-0 útisigri Rosenborg á Åsane í dag. Gestirnir brutu ísinn eftir rúmlega hálftíma og skoruðu svo tvívegis í upphafi síðari hálfleiks. Sigurinn aldrei í hættu og Rosenborg með fullt hús stiga á toppi norsku deildarinnar að loknum fjórum umferðum. Cesilie Andreassen scorer mål!! pic.twitter.com/mJvAXdVOqp— Rosenborg Ballklub Kvinner (@RBKvinner) April 19, 2023 Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar í Vålerenga koma þar tveimur stigum á eftir en Vålerenga vann 4-1 sigur á Stabæk í dag. Liðið lenti þó óvænt undir en skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik og vann sannfærandi sigur. Ingibjörg spilaði allan leikinn í öftustu línu. Í Hollandi brenndi Willum Þór af vítaspyrnu þegar Go Ahead Eagles vann Waalwijk 3-2. Staðan var 2-1 þegar Willum Þór brenndi af spyrnunni undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari jöfnuðu gestirnir en sem betur fer skoruðu GA Eagles sigurmark þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Willum Þór og félagar eru í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig að loknum 29 leikjum. Að lokum kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum þegar Þýskalandsmeistarar Wolfsburg unnu 3-0 útisigur á Duisburg. +3 #MSVWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/GGoxMpAwcl— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) April 19, 2023 Sigurinn lyftir Wolfsburg á topp deildarinnar með tveimur stigum minna en Íslendingalið Bayern München sem á þó leik til góða.
Fótbolti Norski boltinn Hollenski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira