Boðar bænastund í Landakotskirkju vegna dauða pólska mannsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2023 09:32 Kristófer segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að skipuleggja bænastundina í Landakotskirkju. Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri Support for Ukraine Iceland, hefur boðað til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13:00 í dag vegna dauða pólska mannsins sem stunginn var til bana á bílastæði Fjarðarkaupa á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristófer að hann skipuleggi bænastundina á eigin vegum. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. apríl næstkomandi vegna dauða mannsins. Hann var af pólsku bergi brotinn og á þrítugsaldri. „Mér rann blóðið til skyldunnar að skipuleggja þennan viðburð. Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins,“ segir Kristófer. Kristófer segir pólska samfélagið á Íslandi vera í áfalli vegna málsins. Yfirheyrslum yfir fólkinu lauk í gær en öll eru yngri en tuttugu ára og Íslendingar, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Áður hefur komið fram að engin tengsl virðast hafa verið milli sakborninga og þess látna. „Þetta er mikið áfall. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi. Það eru allir velkomnir í kirkjuna á eftir, þetta á að vera róleg og falleg stund þar sem við komum saman og hugsum til þessa fólks,“ segir Kristófer. „Ég á sjálfur sextán ára dreng hér heima og maður hefur miklar áhyggjur af þessu, hvernig verður þetta þegar hann fer að kíkja út á lífið?“ Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Reykjavík Tengdar fréttir Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristófer að hann skipuleggi bænastundina á eigin vegum. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. apríl næstkomandi vegna dauða mannsins. Hann var af pólsku bergi brotinn og á þrítugsaldri. „Mér rann blóðið til skyldunnar að skipuleggja þennan viðburð. Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins,“ segir Kristófer. Kristófer segir pólska samfélagið á Íslandi vera í áfalli vegna málsins. Yfirheyrslum yfir fólkinu lauk í gær en öll eru yngri en tuttugu ára og Íslendingar, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Áður hefur komið fram að engin tengsl virðast hafa verið milli sakborninga og þess látna. „Þetta er mikið áfall. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi. Það eru allir velkomnir í kirkjuna á eftir, þetta á að vera róleg og falleg stund þar sem við komum saman og hugsum til þessa fólks,“ segir Kristófer. „Ég á sjálfur sextán ára dreng hér heima og maður hefur miklar áhyggjur af þessu, hvernig verður þetta þegar hann fer að kíkja út á lífið?“
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Reykjavík Tengdar fréttir Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44