Treystir Vilhjálmi ekki til embættis varaforseta ASÍ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2023 13:42 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eru ósammála um hversu góður samningurinn er í raun. Vísir/Samsett Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki treysta Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins (SGS), fyrir embætti varaforseta Alþýðusambandsins. Ákveði félagsmenn Eflingar að segja sig úr SGS standi eftir sjálfstæð aðild félagsins að ASÍ, þvert á fullyrðingar Vilhjálms. Framhaldsþing Alþýðusambands Íslands hefst á fimmtudag en upphaflegu þingi var frestað í skugga deilna í október. Upplausn varð á þinginu þegar Sólveig Anna og Vilhjálmur auk Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, drógu framboð til miðstjórnar ASÍ til baka og gengu út. Síðan þá hafa Sólveig Anna og Vilhjálmur snúist gegn hvor öðru. Formaður Eflingar var afar ósátt við að Vilhjálmur hefði undirritað kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur en Efling kaus að standa eitt í kjarasamningsviðræðunum. Þau hafa ítrekað skotið hvort á annað opinberlega síðan. Trúnaðarráð og stjórn Eflingar samþykkti fyrr í þessum mánuði að boða til félagsfundar til þess að ræða tillögu um úrsögn í SGS. Sólveig Anna hélt því fram að það tengdist ekki óeiningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Efling gæti haldið sjálfstæðri aðild að ASÍ eftir úrsögn úr SGS. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram á félagsfundi Eflingar á mánudagskvöld. Verði tillagan samþykkt þarf meirihluti að samþykkja úrsögnina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Sækist ekki sjálf eftir embætti hjá ASÍ Morgunblaðið greinir frá því í dag að Efling hafi ekki tekið þátt í uppstillingu á lista frambjóðenda hjá SGS vegna framhaldsþings ASÍ og ekki skilað inn neinum tilnefningum fyrir hönd félagsins. Vilhjálmur sé tilbúinn að taka að sér embætti eins varaforseta ASÍ. Í samtali við Vísi útilokar Sólveig Anna að hún ætli sjálf að falast eftir embættum hjá ASÍ. „Nei. Forysta Eflingar mun koma þarna inn til þess að fylgjast raunverulega með því hvernig þessu fram vindur. Svo það sé alveg skýrt þá er ég ekki að fara að sækjast eftir neinum embættum á vettvangi Alþýðusambandsins,“ segir hún. Spurð hvort hún treysti Vilhjálmi til að gegna stöðu varaforseta ASÍ segir Sólveig: „Það geri ég svo sannarlega ekki.“ Sakar Vilhjálm um „gaspur“ um stöðu Eflingar Sólveig Anna gagnrýnir harðlega málflutning Vilhjálms um hvernig fari fyrir aðild Eflingar að ASÍ ef félagið segir sig úr SGS. Efling hafi leitað álits Magnúsar M. Norðdahl, sérfræðings í vinnumarkaðsmálum, vegna málsins. Magnús telji að þrátt fyrir mögulega úrsögn Eflingar úr SGS standi eftir aðild félagsins að ASÍ „Það álit er í algjöru samræmi við það álit sem Efling hefur fengið áður hjá lögmanni. Við vorum búin að skoða þetta mál mjög ítarlega, enda förum við ekki fram gasprandi, ólíkt Vilhjálmi Birgissyni.“ Vilhjálmur hafi haldið þveröfugu fram. „Hann hélt því fram eins og ekkert væri og það er kolrangt,“ segir Sólveig Anna. „Maður hefði getað ímyndað sér að maður sem hefur einmitt sóst eftir þessum háu embættum hefði getað haft fyrir því að leita sér upplýsinga áður en hann óð fram í fjölmiðlum, en svo var því miður ekki.“ Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Framhaldsþing Alþýðusambands Íslands hefst á fimmtudag en upphaflegu þingi var frestað í skugga deilna í október. Upplausn varð á þinginu þegar Sólveig Anna og Vilhjálmur auk Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, drógu framboð til miðstjórnar ASÍ til baka og gengu út. Síðan þá hafa Sólveig Anna og Vilhjálmur snúist gegn hvor öðru. Formaður Eflingar var afar ósátt við að Vilhjálmur hefði undirritað kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur en Efling kaus að standa eitt í kjarasamningsviðræðunum. Þau hafa ítrekað skotið hvort á annað opinberlega síðan. Trúnaðarráð og stjórn Eflingar samþykkti fyrr í þessum mánuði að boða til félagsfundar til þess að ræða tillögu um úrsögn í SGS. Sólveig Anna hélt því fram að það tengdist ekki óeiningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Efling gæti haldið sjálfstæðri aðild að ASÍ eftir úrsögn úr SGS. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram á félagsfundi Eflingar á mánudagskvöld. Verði tillagan samþykkt þarf meirihluti að samþykkja úrsögnina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Sækist ekki sjálf eftir embætti hjá ASÍ Morgunblaðið greinir frá því í dag að Efling hafi ekki tekið þátt í uppstillingu á lista frambjóðenda hjá SGS vegna framhaldsþings ASÍ og ekki skilað inn neinum tilnefningum fyrir hönd félagsins. Vilhjálmur sé tilbúinn að taka að sér embætti eins varaforseta ASÍ. Í samtali við Vísi útilokar Sólveig Anna að hún ætli sjálf að falast eftir embættum hjá ASÍ. „Nei. Forysta Eflingar mun koma þarna inn til þess að fylgjast raunverulega með því hvernig þessu fram vindur. Svo það sé alveg skýrt þá er ég ekki að fara að sækjast eftir neinum embættum á vettvangi Alþýðusambandsins,“ segir hún. Spurð hvort hún treysti Vilhjálmi til að gegna stöðu varaforseta ASÍ segir Sólveig: „Það geri ég svo sannarlega ekki.“ Sakar Vilhjálm um „gaspur“ um stöðu Eflingar Sólveig Anna gagnrýnir harðlega málflutning Vilhjálms um hvernig fari fyrir aðild Eflingar að ASÍ ef félagið segir sig úr SGS. Efling hafi leitað álits Magnúsar M. Norðdahl, sérfræðings í vinnumarkaðsmálum, vegna málsins. Magnús telji að þrátt fyrir mögulega úrsögn Eflingar úr SGS standi eftir aðild félagsins að ASÍ „Það álit er í algjöru samræmi við það álit sem Efling hefur fengið áður hjá lögmanni. Við vorum búin að skoða þetta mál mjög ítarlega, enda förum við ekki fram gasprandi, ólíkt Vilhjálmi Birgissyni.“ Vilhjálmur hafi haldið þveröfugu fram. „Hann hélt því fram eins og ekkert væri og það er kolrangt,“ segir Sólveig Anna. „Maður hefði getað ímyndað sér að maður sem hefur einmitt sóst eftir þessum háu embættum hefði getað haft fyrir því að leita sér upplýsinga áður en hann óð fram í fjölmiðlum, en svo var því miður ekki.“
Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira