Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 22. apríl 2023 21:15 Martyna segir að pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli. Vísir/SteingrímurDúi Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. Á fimmtudagskvöld var pólskur karlmaður á þrítugsaldri stunginn til bana við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru úrskuðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Martyna Ylfa Suszko er pólsk en hefur búið hér á landi síðan árið 2005. Hún starfrækir nú túlkaþjónustu og túlkar á milli pólsku og íslensku. Hún segir málið mikið áfall fyrir samfélag Pólverja hér á landi. „Fólk er bara að segja að þetta sé erfitt og það eru allir að velta fyrir sér hvort það hafi verið eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona ætti sér stað. Og það að hann var pólskur ríkisborgari, hvort það hafi eitthvað að gera með það.“ Martyna ítrekar að ekkert liggi fyrir um hvort þjóðerni mannsins tengist málinu með nokkrum hætti. Engu að síður velti Pólverjar hér á landi því fyrir sér og óttast það. Óbeinir fordómar í samfélaginu „Sérstaklega á Íslandi af því við erum svo öruggt samfélag; að eitthvað svona hafi átt sér stað þá er þetta særandi og veldur svolitlum ótta.“ Atburður sem þessi hafi djúpstæð áhrif á marga Pólverja sem hér búi, sem og Íslendinga sem eru af pólsku bergi brotnir. „Þegar svona gerist þá skapast svona rif á milli „við“ og „þið,“ og þá kannski líður Pólverjum eins og við séum ekki eins velkomin. Sem er bara mjög sorglegt að hugsa.“ Pólverjar mæti miklum óbeinum fordómum í samfélaginu, sem Martyna segir að berjast þurfi gegn. Hvað getur fólk gert til að sýna stuðning í kjölfar þessa áfalls? „Auðvitað að vinna í því að sýna umhyggju um hvort annað. Við erum samfélag og Pólverjar sem koma hingað og eru kannski af öðrum uppruna eru líka Íslendingar.“ Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Innflytjendamál Tengdar fréttir Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Á fimmtudagskvöld var pólskur karlmaður á þrítugsaldri stunginn til bana við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru úrskuðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Martyna Ylfa Suszko er pólsk en hefur búið hér á landi síðan árið 2005. Hún starfrækir nú túlkaþjónustu og túlkar á milli pólsku og íslensku. Hún segir málið mikið áfall fyrir samfélag Pólverja hér á landi. „Fólk er bara að segja að þetta sé erfitt og það eru allir að velta fyrir sér hvort það hafi verið eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona ætti sér stað. Og það að hann var pólskur ríkisborgari, hvort það hafi eitthvað að gera með það.“ Martyna ítrekar að ekkert liggi fyrir um hvort þjóðerni mannsins tengist málinu með nokkrum hætti. Engu að síður velti Pólverjar hér á landi því fyrir sér og óttast það. Óbeinir fordómar í samfélaginu „Sérstaklega á Íslandi af því við erum svo öruggt samfélag; að eitthvað svona hafi átt sér stað þá er þetta særandi og veldur svolitlum ótta.“ Atburður sem þessi hafi djúpstæð áhrif á marga Pólverja sem hér búi, sem og Íslendinga sem eru af pólsku bergi brotnir. „Þegar svona gerist þá skapast svona rif á milli „við“ og „þið,“ og þá kannski líður Pólverjum eins og við séum ekki eins velkomin. Sem er bara mjög sorglegt að hugsa.“ Pólverjar mæti miklum óbeinum fordómum í samfélaginu, sem Martyna segir að berjast þurfi gegn. Hvað getur fólk gert til að sýna stuðning í kjölfar þessa áfalls? „Auðvitað að vinna í því að sýna umhyggju um hvort annað. Við erum samfélag og Pólverjar sem koma hingað og eru kannski af öðrum uppruna eru líka Íslendingar.“
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Innflytjendamál Tengdar fréttir Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00
„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46