Verum örugg í vorumferðinni Ágúst Mogensen skrifar 24. apríl 2023 10:30 Nú eru árstíðaskipti í umferðinni og tími sumardekkja runninn upp. Maí er líka skoðunarmánuður ferðavagna, bifhjóla og fornbíla. Takturinn í umferðinni er að breytast, bifhjól koma á götuna, fleiri fara út að ganga og átakið hjólað í vinnuna hefst. Það er umhverfislegur ávinningur af því að nota liprari farartæki í léttari færð og betra veðri. Áherslan á öryggi verður samt að fylgja líka en tölfræði alvarlegra umferðarslysa bendir til að úrbóta sé þörf. Árið 2022 voru alvarlega slasaðir og látnir í umferðinni 204 sem er 31% yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hár fjöldi alvarlega slasaðra á rafhlaupahjólum og reiðhjólum er áhyggjuefni og bifhjólaslys eru of mörg. Líttu tvisvar Árið 2022 slösuðust 22 alvarlega á bifhjólum en það er töluvert yfir markmiðum. Ef þú átt bifhjól en hefur ekki sest á það lengi er kjörið að taka æfingu áður en farið er í lengri ferðir. Farðu á plan og taktu léttar jafnvægisæfingar, æfðu öfugstýringu og nauðhemlun. Ef það eru mörg ár síðan þú fórst á bifhjól síðast þá gæti verið skynsamlegt að taka upprifjunartíma hjá ökukennara. Ökumenn bifreiða geta líkið spilað stórt hlutverk í að auka öryggi bifhjólafólks með því að vera meðvitaðir um umferð bifhjóla, líta tvisvar á gatnamótum og áður en þeir skipta um akrein. Alvarleg slys á reið- og rafhlaupahjólum eru of mörg Árið 2022 urðu 82 alvarleg slys á hjólandi vegfarenda, þar af 48 á rafmagnshlaupahjóli, 28 á reiðhjóli en 5 af öðrum gerðum. Þessi fjöldi er 210% yfir markmiðum um fækkun slysa en neikvæða slysaþróun vegfarenda á ýmiss konar hjólum hefur verið viðvarandi undanfarin 3 ár. Það ætti að ýta við okkur að bæta okkur á þessu sviði. Ekki liggur fyrir greining á orsökum slysanna en fyrri rannsóknir benda til þess að meiðsli á efri útlimum séu algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Slys á rafhlaupahjólum eru frábrugðin hjólreiðaslysum í tveimur grundvallaratriðum. Hlutfall ölvaðra sem detta á rafhlaupahjólum er hátt og notkun öryggisbúnaðar er mjög ábótavant. Markmið um fækkun alvarlegra slysa í bifreiðum nást frekar Það er ánægjulegt að sjá að markmið um fækkun slysa sem rekja má til ölvunar- eða fíkniefnaaksturs nást, en jafnframt æskilegt að svipuð þróun ætti sér stað í flokki rafhlaupahjóla. Alvarlegum slysum ungra ökumanna 17-20 ára heldur áfram að fækka, sem og framanákeyrslum. Verulegt átak hefur verið gert sl. áratugi í aðgreiningu umferðar úr gagnstæðum áttum og það skilar sér. Vert er að fagna því sem vel er gert og halda áfram á sömu braut. En við viljum ná markmiðum okkar líka í fjölbreyttri umferð á stígum og götum í þéttbýlinu. Æskilegt er að bæta við þekkingu á því sviði og nýta við fækkun umferðarslysa. Undanfarna áratugi hefur verið lögð þung áhersla á að fækka alvarlegum umferðarslysum og banaslysum á þjóðvegum í dreifbýli enda „beindi“ tölfræði slysanna okkur þangað. Spurningin er hvort við höfum gleymt okkur og vanrækt aðra umferð eða náum ekki að bregðast nógu hratt við breytingum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferðaröryggi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru árstíðaskipti í umferðinni og tími sumardekkja runninn upp. Maí er líka skoðunarmánuður ferðavagna, bifhjóla og fornbíla. Takturinn í umferðinni er að breytast, bifhjól koma á götuna, fleiri fara út að ganga og átakið hjólað í vinnuna hefst. Það er umhverfislegur ávinningur af því að nota liprari farartæki í léttari færð og betra veðri. Áherslan á öryggi verður samt að fylgja líka en tölfræði alvarlegra umferðarslysa bendir til að úrbóta sé þörf. Árið 2022 voru alvarlega slasaðir og látnir í umferðinni 204 sem er 31% yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hár fjöldi alvarlega slasaðra á rafhlaupahjólum og reiðhjólum er áhyggjuefni og bifhjólaslys eru of mörg. Líttu tvisvar Árið 2022 slösuðust 22 alvarlega á bifhjólum en það er töluvert yfir markmiðum. Ef þú átt bifhjól en hefur ekki sest á það lengi er kjörið að taka æfingu áður en farið er í lengri ferðir. Farðu á plan og taktu léttar jafnvægisæfingar, æfðu öfugstýringu og nauðhemlun. Ef það eru mörg ár síðan þú fórst á bifhjól síðast þá gæti verið skynsamlegt að taka upprifjunartíma hjá ökukennara. Ökumenn bifreiða geta líkið spilað stórt hlutverk í að auka öryggi bifhjólafólks með því að vera meðvitaðir um umferð bifhjóla, líta tvisvar á gatnamótum og áður en þeir skipta um akrein. Alvarleg slys á reið- og rafhlaupahjólum eru of mörg Árið 2022 urðu 82 alvarleg slys á hjólandi vegfarenda, þar af 48 á rafmagnshlaupahjóli, 28 á reiðhjóli en 5 af öðrum gerðum. Þessi fjöldi er 210% yfir markmiðum um fækkun slysa en neikvæða slysaþróun vegfarenda á ýmiss konar hjólum hefur verið viðvarandi undanfarin 3 ár. Það ætti að ýta við okkur að bæta okkur á þessu sviði. Ekki liggur fyrir greining á orsökum slysanna en fyrri rannsóknir benda til þess að meiðsli á efri útlimum séu algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Slys á rafhlaupahjólum eru frábrugðin hjólreiðaslysum í tveimur grundvallaratriðum. Hlutfall ölvaðra sem detta á rafhlaupahjólum er hátt og notkun öryggisbúnaðar er mjög ábótavant. Markmið um fækkun alvarlegra slysa í bifreiðum nást frekar Það er ánægjulegt að sjá að markmið um fækkun slysa sem rekja má til ölvunar- eða fíkniefnaaksturs nást, en jafnframt æskilegt að svipuð þróun ætti sér stað í flokki rafhlaupahjóla. Alvarlegum slysum ungra ökumanna 17-20 ára heldur áfram að fækka, sem og framanákeyrslum. Verulegt átak hefur verið gert sl. áratugi í aðgreiningu umferðar úr gagnstæðum áttum og það skilar sér. Vert er að fagna því sem vel er gert og halda áfram á sömu braut. En við viljum ná markmiðum okkar líka í fjölbreyttri umferð á stígum og götum í þéttbýlinu. Æskilegt er að bæta við þekkingu á því sviði og nýta við fækkun umferðarslysa. Undanfarna áratugi hefur verið lögð þung áhersla á að fækka alvarlegum umferðarslysum og banaslysum á þjóðvegum í dreifbýli enda „beindi“ tölfræði slysanna okkur þangað. Spurningin er hvort við höfum gleymt okkur og vanrækt aðra umferð eða náum ekki að bregðast nógu hratt við breytingum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar