Mörkin úr Bestu: Fór boltinn í höndina á Viktori Erni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 11:31 Nær ógerlegt að sjá hvort boltinn fari í hönd, andlit eða bæði. Stöð 2 Sport ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í 3. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartíma. Þá vann Valur 3-1 sigur á Fram í Úlfarsárdal. Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Vestmannaeyjar á sunnudag í leit að sínum öðrum sigri á tímabilinu. Á sama tíma voru Eyjamenn á höttunum á eftir sínum fyrsta sigri. Völlurinn fór fram á Hásteinsvelli sem hefur séð betri daga. Heimamenn virtust þó njóta sín ágætlega og kom Halldór Jón Sigurður Þórðarson þeim yfir með skoti af stuttu færi á 39. mínútu leiksins. Blikar létu það ekki á sig fá og jafnaði fyrirliði þeirra, Höskuldur Gunnlaugsson, metin með góðum skalla í blálok fyrri hálfleiks. Það var svo þegar komnar voru tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma sem heimamenn fengu vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það svo að boltinn hefði farið í höndina á Viktori Erni Margeirssyni er hann henti sér fyrir fyrirgjöf. Víti niðurstaðan og úr því skoraði Eiður Aron Sigurbjörnsson sigurmarkið, lokatölur 2-1. „Ég veit ekki hvort þetta var víti, ég sá það ekki. Þeir segja að hann hafi fengið boltann í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leik. Viktor Örn hafði sömu sögu að segja í spjalli við Fótbolti.net eftir leik. Dæmi hver fyrir sig en sjá má mörkin sem og aðdraganda vítaspyrnunnar í spilaranum hér að neðan. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 2-1 Breiðablik Valur heimsótti fyrrum nágranna sína í Fram upp í Úlfarsárdal. Fred kom Fram yfir á 35. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði, einnig úr umdeildri vítaspyrnu, undir lok fyrri hálfleiks. Guðmundur Magnússon fékk tækifæri til að koma Fram yfir á nýjan leik en Frederik Schram varði vítaspyrnu Framherjans í stöðunni 1-1. Varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði svo tvívegis með stuttu millibili og Valur vann mikilvægan 3-1 sigur. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-3 Valur Þá gerðu KA og Keflavík markalaust jafntefli á Akureyri. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Valur ÍBV Fram Tengdar fréttir Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05 „Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Vestmannaeyjar á sunnudag í leit að sínum öðrum sigri á tímabilinu. Á sama tíma voru Eyjamenn á höttunum á eftir sínum fyrsta sigri. Völlurinn fór fram á Hásteinsvelli sem hefur séð betri daga. Heimamenn virtust þó njóta sín ágætlega og kom Halldór Jón Sigurður Þórðarson þeim yfir með skoti af stuttu færi á 39. mínútu leiksins. Blikar létu það ekki á sig fá og jafnaði fyrirliði þeirra, Höskuldur Gunnlaugsson, metin með góðum skalla í blálok fyrri hálfleiks. Það var svo þegar komnar voru tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma sem heimamenn fengu vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það svo að boltinn hefði farið í höndina á Viktori Erni Margeirssyni er hann henti sér fyrir fyrirgjöf. Víti niðurstaðan og úr því skoraði Eiður Aron Sigurbjörnsson sigurmarkið, lokatölur 2-1. „Ég veit ekki hvort þetta var víti, ég sá það ekki. Þeir segja að hann hafi fengið boltann í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leik. Viktor Örn hafði sömu sögu að segja í spjalli við Fótbolti.net eftir leik. Dæmi hver fyrir sig en sjá má mörkin sem og aðdraganda vítaspyrnunnar í spilaranum hér að neðan. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 2-1 Breiðablik Valur heimsótti fyrrum nágranna sína í Fram upp í Úlfarsárdal. Fred kom Fram yfir á 35. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði, einnig úr umdeildri vítaspyrnu, undir lok fyrri hálfleiks. Guðmundur Magnússon fékk tækifæri til að koma Fram yfir á nýjan leik en Frederik Schram varði vítaspyrnu Framherjans í stöðunni 1-1. Varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði svo tvívegis með stuttu millibili og Valur vann mikilvægan 3-1 sigur. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-3 Valur Þá gerðu KA og Keflavík markalaust jafntefli á Akureyri.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Valur ÍBV Fram Tengdar fréttir Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05 „Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05
„Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54