Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni embættisins frá klukkan fimm í gær til fimm í nótt.
Í umdæmi lögreglustöðvar 1, sem sér um miðbæinn, Vesturbæ Reykjavíkur, Seltjarnarnes og Austurbæ Reykjavíkur, voru tveir handteknir vegna innbrots og þjófnaðar. Þá var í tveimur aðskildum skiptum einstaklingum vikið úr heimahúsi þar sem þeir voru ekki velkomnir þar.
Í Breiðholti var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll. Er gerandi í því máli lögreglu ókunnur. Þá var óvelkomnum vísað á brott úr húsi í Kópavogi.
Í Árbænum var tilkynnt um innbrot og þjófnað og er ekki vitað hver var þar á ferð. Einnig var tilkynnt um innbrot í bifreið í Grafarvogi en þar voru þrír menn handteknir vegna málsins. Í Grafarholti þurfti að vísa fólki úr húsi þar sem það var ekki velkomið þar.