Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 08:56 Carroll (t.h.) sakar Trump (t.v.) um að hafa ráðist á síg í stórverslun og nauðgað sér árið 1995 eða 1996. AP/samsett Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. Ekki er búist við því að Trump verði viðstaddur réttarhöldin og honum er það ekki skylt. Lögmenn hans óskuðu eftir að kviðdómendum yrði sagt að hann hafi viljað hlífa New York-borg við röskunum sem viðvera hans og tilheyrandi öryggisgæsla hefði skapað. Dómarinn hafnaði þeirri ósk. Auk Carroll munu tvær aðrar konur sem segjast hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Trump bera vitni. Jessica Leeds sakar Trump um að hafa reynt að stinga hönd sinni upp undir pilsið sitt þegar þau sátu hlið við hlið í flugvél árið 1979. Natasha Stoynoff, fyrrvearndi blaðamaður hjá tímaritinu People, segir Trump hafa þrýst sér upp að vegg og kisst hana með valdi heima hjá honum í Flórída þegar hún ætlaði að taka viðtal við hann árið 2005. 'Í fjarveru Trump er líklegt að kviðdómendum verði sýnd upptaka af skýrslu sem hann gaf í aðdraganda réttarhaldanna. Einnig verður alræmd upptaka af Trump tala fjálglega um hvernig hann gæti beitt konur kynferðisofbeldi án afleiðinga spiluð. Upptakan verð við tökur á þáttunum „Access Hollywood“ árið 2005 og varð opinber skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Segir hann hafa nauðgað sér í skiptiklefa stórverslunar Ásakanirnar sem málið snýst um setti Carroll fyrst fram í endurminningum sínum sem komu út árið 2019. Hún hafi rekist á Trump, sem þá var þekktur kaupsýslumaður, í stórversluninni Bergdorf Goodman á Manhattan. Trump hafi boðið henni að hjálpa sér við að versla kvenmannsnærföt sem gjöf. Þau hafi endað ein saman í skiptiklefa sem Trump hafi þrýst henni upp að vegg og nauðgað henni. Trump hefur neitað þessu og jafnvel fullyrt að hann hafi ekki þekkt Carroll sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle. Hann hefur gengið enn lengra og kallað Carroll „klikkhaus“ sem hafi logið upp á hann til að selja fleiri eintök af bókinni sinni. Svo gamalt brot væri alla jafna fyrnt en New York-ríki samþykkti ný lög í nóvember sem gera fórnarlömbum kynferðisofbeldis kleift að höfða einkamál vegna gamalla mála. Í málinu verður einnig tekin fyrir meiðyrðakrafa Carroll gegn Trump vegna ummæla sem hann viðhafði um hana eftir að hún sakaði hann um nauðgun. Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. 12. júlí 2019 23:04 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Ekki er búist við því að Trump verði viðstaddur réttarhöldin og honum er það ekki skylt. Lögmenn hans óskuðu eftir að kviðdómendum yrði sagt að hann hafi viljað hlífa New York-borg við röskunum sem viðvera hans og tilheyrandi öryggisgæsla hefði skapað. Dómarinn hafnaði þeirri ósk. Auk Carroll munu tvær aðrar konur sem segjast hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Trump bera vitni. Jessica Leeds sakar Trump um að hafa reynt að stinga hönd sinni upp undir pilsið sitt þegar þau sátu hlið við hlið í flugvél árið 1979. Natasha Stoynoff, fyrrvearndi blaðamaður hjá tímaritinu People, segir Trump hafa þrýst sér upp að vegg og kisst hana með valdi heima hjá honum í Flórída þegar hún ætlaði að taka viðtal við hann árið 2005. 'Í fjarveru Trump er líklegt að kviðdómendum verði sýnd upptaka af skýrslu sem hann gaf í aðdraganda réttarhaldanna. Einnig verður alræmd upptaka af Trump tala fjálglega um hvernig hann gæti beitt konur kynferðisofbeldi án afleiðinga spiluð. Upptakan verð við tökur á þáttunum „Access Hollywood“ árið 2005 og varð opinber skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Segir hann hafa nauðgað sér í skiptiklefa stórverslunar Ásakanirnar sem málið snýst um setti Carroll fyrst fram í endurminningum sínum sem komu út árið 2019. Hún hafi rekist á Trump, sem þá var þekktur kaupsýslumaður, í stórversluninni Bergdorf Goodman á Manhattan. Trump hafi boðið henni að hjálpa sér við að versla kvenmannsnærföt sem gjöf. Þau hafi endað ein saman í skiptiklefa sem Trump hafi þrýst henni upp að vegg og nauðgað henni. Trump hefur neitað þessu og jafnvel fullyrt að hann hafi ekki þekkt Carroll sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle. Hann hefur gengið enn lengra og kallað Carroll „klikkhaus“ sem hafi logið upp á hann til að selja fleiri eintök af bókinni sinni. Svo gamalt brot væri alla jafna fyrnt en New York-ríki samþykkti ný lög í nóvember sem gera fórnarlömbum kynferðisofbeldis kleift að höfða einkamál vegna gamalla mála. Í málinu verður einnig tekin fyrir meiðyrðakrafa Carroll gegn Trump vegna ummæla sem hann viðhafði um hana eftir að hún sakaði hann um nauðgun.
Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. 12. júlí 2019 23:04 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25
Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31
Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. 12. júlí 2019 23:04