Opið bréf til ráðherra og alþingismanna Karen Jónsdóttir, Eygló Björk Ólafsdóttir, Oddný Anna Björnsdóttir og Ólafur Stephensen skrifa 25. apríl 2023 15:31 Í framhaldi af umræðu um stöðu birgja við gjaldþrot fyrirtækja og lög um samningsveð. Við undirrituð skorum á háttvirt Alþingi að endurskoða 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997. Öllum má það vera ljóst þegar fyrirtæki er stofnað að því fylgi ákveðin áhætta og felst áhættan aðallega í því að ekki sé hægt að innheimta skuld sem búið er að stofna og verður því töpuð krafa. Þegar stofnað er til viðskipta ávinnst traust í gegnum árin og þetta traust myndar góð viðskiptatengsl sem yfirleitt eru gagnkvæm. Traustið felst meðal annars í því að fyrirtæki í viðskiptum aðstoða hvert annað í hremmingum en það er ætíð beggja hagur. Greiðslufrestir, sem veittir eru til að greiða fyrir viðskiptum, byggjast sömuleiðis á slíku trausti. Undirrituð hvetja dómsmálaráðherra og Alþingi til að beita sér fyrir breytingum á 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997 en ákvæðið í núgildandi mynd auðveldar fyrirsvarsmönnum fyrirtækja að færa eignir á nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot. Samkvæmt ákvæðinu verður söluveð ekki stofnað í hlutum sem ætlaðir eru til endursölu þótt kaupverðið hafi ekki verið greitt. Ákvæðið kemur í veg fyrir að innflytjendur og heildsalar geti gert eignarréttarfyrirvara vegna vara sem ætlaðar eru til endursölu. Þetta grefur undan því viðskiptatrausti sem flestir vilja varðveita og auðveldar rekstraraðilum að setja fyrirtæki í þrot og byrja upp á nýtt á nýrri kennitölu. Greinin getur virkað á þann hátt að allar vörur sem eru til staðar í fyrirtækinu þegar það fer í þrot verða sjálfkrafa eign þrotabúsins hvort sem greitt hefur verið fyrir þær eður ei, þ.e vörur sem eru í raun eign birgja renna sjálfkrafa til þrotabúsins þar sem lánastofnun hefur allsherjarveð í þeim. Þessar vörur eru síðan seldar og tekjurnar nýttar til að greiða forgangskröfur. Birgjar eru síðastir í forgangsröðinni og fá sjaldnast nokkuð upp í sitt tjón. Birgjar eru stórar heildsölur, litlar heildsölur, smáframleiðendur og einyrkjar. Við skorum á Alþingi að breyta þessari reglu á þann hátt að birgjar geti sett eignarréttarfyrirvara varðandi vörur sem ekki hafa verið greiddar og þannig gengið að þeim í þrotabúum. Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic Eygló Björk Ólafsdóttir formaður VOR (Verndun og ræktun) - Félags um lífræna ræktun og framleiðslu Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldþrot Ólafur Stephensen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af umræðu um stöðu birgja við gjaldþrot fyrirtækja og lög um samningsveð. Við undirrituð skorum á háttvirt Alþingi að endurskoða 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997. Öllum má það vera ljóst þegar fyrirtæki er stofnað að því fylgi ákveðin áhætta og felst áhættan aðallega í því að ekki sé hægt að innheimta skuld sem búið er að stofna og verður því töpuð krafa. Þegar stofnað er til viðskipta ávinnst traust í gegnum árin og þetta traust myndar góð viðskiptatengsl sem yfirleitt eru gagnkvæm. Traustið felst meðal annars í því að fyrirtæki í viðskiptum aðstoða hvert annað í hremmingum en það er ætíð beggja hagur. Greiðslufrestir, sem veittir eru til að greiða fyrir viðskiptum, byggjast sömuleiðis á slíku trausti. Undirrituð hvetja dómsmálaráðherra og Alþingi til að beita sér fyrir breytingum á 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997 en ákvæðið í núgildandi mynd auðveldar fyrirsvarsmönnum fyrirtækja að færa eignir á nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot. Samkvæmt ákvæðinu verður söluveð ekki stofnað í hlutum sem ætlaðir eru til endursölu þótt kaupverðið hafi ekki verið greitt. Ákvæðið kemur í veg fyrir að innflytjendur og heildsalar geti gert eignarréttarfyrirvara vegna vara sem ætlaðar eru til endursölu. Þetta grefur undan því viðskiptatrausti sem flestir vilja varðveita og auðveldar rekstraraðilum að setja fyrirtæki í þrot og byrja upp á nýtt á nýrri kennitölu. Greinin getur virkað á þann hátt að allar vörur sem eru til staðar í fyrirtækinu þegar það fer í þrot verða sjálfkrafa eign þrotabúsins hvort sem greitt hefur verið fyrir þær eður ei, þ.e vörur sem eru í raun eign birgja renna sjálfkrafa til þrotabúsins þar sem lánastofnun hefur allsherjarveð í þeim. Þessar vörur eru síðan seldar og tekjurnar nýttar til að greiða forgangskröfur. Birgjar eru síðastir í forgangsröðinni og fá sjaldnast nokkuð upp í sitt tjón. Birgjar eru stórar heildsölur, litlar heildsölur, smáframleiðendur og einyrkjar. Við skorum á Alþingi að breyta þessari reglu á þann hátt að birgjar geti sett eignarréttarfyrirvara varðandi vörur sem ekki hafa verið greiddar og þannig gengið að þeim í þrotabúum. Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic Eygló Björk Ólafsdóttir formaður VOR (Verndun og ræktun) - Félags um lífræna ræktun og framleiðslu Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun