„Veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2023 10:31 Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, segist hafa verið í hálfgerðu sjokki þegar hann sá að Tindastóll hafi kvartað yfir leikmanni liðsins sem var of gamall til að spila með 11. flokki. Félögin höfðu gert heiðursmannasamkomulag um að leikmaðurinn mætti spila leikina. Vestri „Ég var eiginlega bara í sjokki og átti bara síst von á þessu, að það væri einhver sem færi og gengi á bak orða sinna,“ segir Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, eftir að Tindastóll sendi formlega kvörtun inn til KKÍ vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjum liðanna í 11. flokki karla. Félögin höfðu þó komist að „heiðursmannasamkomulagi“ um að leikmaðurinn mætti spila leikina, en um ræðir leikmann sem var orðinn of gamall til að spila í 11. flokki en stóð einn eftir í sínum aldursflokki hjá Vestra. „Ég er búinn að eiga í fínum samskiptum við forsvarsmenn Tindastóls núna í kvöld, og marga af Króknum, og það virðist vera sem svo að það hafi enginn vitað af þessu nema bara einhverjir örfáir aðilar. Það var enginn sem vissi af þessu í aðalstjórn og þessi ákvörðun um að kvarta undan þessu hafi komið bara frá einhverjum einum eða allavega mjög fáum aðilum.“ Sá sig knúinn til að vekja athygli á málinu Þórir ítrekar að ákvörðunin hafi verið tekin af mjög fáum aðilum innan Tindastóls. „Yfirþjálfarinn vissi ekki af þessu, ekki foreldrar og ekki formaður deildarinnar skilst mér. Það er það sem þeir segja.“ „En við vorum í samskiptum í dag við unglingaráðið þar sem við óskuðum eftir svörum við þessu og það voru ekkert góð svör þannig ég sá mig knúinn til að vekja athygli á þessu,“ sagði Þórir, en færslu Þóris þar sem hann fer yfir málið má sjá hér fyrir neðan. „Þarf rosalega fáa til að skemma mikið“ Þá segir Þórir að samkomulag eins og Vestri gerði við önnur félög í þeirra deild í 11. flokki hafi viðgengist lengi, enda séu flestir að reyna að róa í sömu átt. „Þetta hefur bara viðgengist mjög lengi í íþróttalífinu hérna, svona heiðursmannasamkomulag, og hefur aldrei verið vandamál að mér vitandi. Við erum öll í þessu mestmegnis saman og við viljum skapa öllum vettvang. Við viljum halda sem flestum í körfubolta, í íþróttinni okkar. Þegar það er einn aðili sem stendur utan hóps einhvers staðar þá finnum við honum stað og það er oft gert með einhverju svona samkomulagi sem er ekkert vandamál ef það er gert innan skynsamlegra marka. Það hefur aldrei verið vandamál.“ Ég ætla bara að vona að þetta verði ekki til þess að svona samkomulag hætti og ég hef ekki trú á því. Þórir bætir einnig við að flestir innan Tindastóls hafi viljað virða samkomulagið og að þetta sýni að örfáir einstaklingar geti skemmt ansi mikið fyrir mörgum. „En þetta sýnir að þarf bara rosalega fá til að skemma mikið. Eins og ég er að heyra núna eftir að færslan mín fór í loftið og eftir að þetta breiddist svona út, þá er ég að heyra að það hafi bara mjög fáir vitað af þessu innan deildarinnar hjá Tindastóli og þau eru bara jafn ósátt og við með þessa ákvörðun.“ „Flestir þarna vildu bara virða þetta samkomulag. Og ég veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu. Þeir vilja ekkert fara í úrslitakeppni á þessum forsendum og strákarnir hjá okkur vilja það svo sem ekki heldur. Það er nýbúið að kasta þeim út og koma svo aftur inn.“ Ekki að ósk Vestra að Tindastóll dragi lið sitt úr keppni Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, birti svo síðar í gærkvöldi færslu á Facebook-síðu félagsins þar sem hann tilkynnir að Tindastóll hafi ákveðið að draga lið sitt í 11. flokki úr úrslitakeppni „vegna samskiptaleysis á milli aðila innan félagsins.“ Þórir segir að það hafi ekki verið að ósk Vestra. „Ég ítrekaði það við alla sem ég talaði við á Króknum að það væri ekki okkar beiðni og ekki að okkar ósk að það yrði gert. Og ég raunverulega óskaði þeim góðs gengis, strákunum í liðinu, því þeir áttu engan þátt í þessu. Þannig ég raunverulega óskaði þeim góðs gengis og stend alltaf við það, en þetta er þeirra ákvörðun og það eru bara þau sem taka hana,“ sagði Þórir. Drengirnir í flokknum mjög niðurdregnir eftir fréttirnar Þá segir Þórir að þrátt fyrir að Tindastóll dragi lið sitt úr úrslitakeppninni efist hann stórlega um að Vestri fái sætið aftur, enda sé það nú komið í ljós að liðið hafi notað ólöglegan leikmann í öllum leikjum deildarkeppninnar. „Ég veit ekki hvernig það virkar. Mér finnst mjög óeðlilegt ef að KKÍ veit af því að við notuðum ólöglegan leikmann að þeir fari svo allt í einu að hleypa okkur aftur inn í úrslitakeppnina. Mér fyndist það óeðlilegt ef svo væri og strákarnir okkar hafa engan áhuga á því að fara aftur inn eftir að það er nýbúið að henda þeim út af því að það var ekki virt samkomulag og svo ætti allt í einu að fara að bjóða þeim aftur inn. Það er ekki mikill áhugi hjá þeim.“ „Þeir voru mjög niðurdregnir við þessar fréttir, þjálfarinn og allir sem tengjast þessum flokk og bara félaginu okkar.“ Mér finnst þetta bara kóróna það að það séu ákveðnir verkferlar innan félaga varðandi svona mál, það verður að vera. „Trúi því að þessi vinnubrögð verði ekki aftur viðhöfð þarna“ Að lokum segir Þórir að málið sé sérstakt. Hann viðurkennir að Vestri hafi vissulega notað ólöglegan leikmann í öllum leikjum tímabilsins, en það hafi verið gert með samþykki allra annarra liða í deildinni. „Ég skil alveg þegar lið eru að koma kannski með tvo til þrjá leikmenn sem eru ólöglegir og ekki með neitt samþykki fyrir því, en við vorum bara heiðarleg fyrir tímabilið og óskuðum eftir samþykki allra. Mér finnst það svolítið öðruvísi.“ „Ég get alveg sagt það að við erum þá búnir að nota ólöglegan leikmann í öllum leikjum okkar hjá þessum flokki í vetur þannig það geta öll liðin kvartað formlega ef þau vilja, en það eru allir sem virða samkomulagið.“ „Hin liðin kvarta ekkert og það hefur enginn kvartað að mér vitandi allavega. En ég bara ítreka það að ég óska vinum mínum á Sauðárkróki alls hins besta og ég trúi því að þessi vinnubrögð verði ekki aftur viðhöfð þarna,“ sagði Þórir að lokum. Körfubolti Vestri Tindastóll Tengdar fréttir „Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. 25. apríl 2023 20:58 Tindastóll dregur 11. flokk úr úrslitakeppni vegna samskiptaleysis Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að draga lið sitt úr úrslitakeppni Íslandsmótsins í 11. flokki karla í körfubolta vegna samskiptaleysis milli aðila innan félagsins. 25. apríl 2023 22:35 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Félögin höfðu þó komist að „heiðursmannasamkomulagi“ um að leikmaðurinn mætti spila leikina, en um ræðir leikmann sem var orðinn of gamall til að spila í 11. flokki en stóð einn eftir í sínum aldursflokki hjá Vestra. „Ég er búinn að eiga í fínum samskiptum við forsvarsmenn Tindastóls núna í kvöld, og marga af Króknum, og það virðist vera sem svo að það hafi enginn vitað af þessu nema bara einhverjir örfáir aðilar. Það var enginn sem vissi af þessu í aðalstjórn og þessi ákvörðun um að kvarta undan þessu hafi komið bara frá einhverjum einum eða allavega mjög fáum aðilum.“ Sá sig knúinn til að vekja athygli á málinu Þórir ítrekar að ákvörðunin hafi verið tekin af mjög fáum aðilum innan Tindastóls. „Yfirþjálfarinn vissi ekki af þessu, ekki foreldrar og ekki formaður deildarinnar skilst mér. Það er það sem þeir segja.“ „En við vorum í samskiptum í dag við unglingaráðið þar sem við óskuðum eftir svörum við þessu og það voru ekkert góð svör þannig ég sá mig knúinn til að vekja athygli á þessu,“ sagði Þórir, en færslu Þóris þar sem hann fer yfir málið má sjá hér fyrir neðan. „Þarf rosalega fáa til að skemma mikið“ Þá segir Þórir að samkomulag eins og Vestri gerði við önnur félög í þeirra deild í 11. flokki hafi viðgengist lengi, enda séu flestir að reyna að róa í sömu átt. „Þetta hefur bara viðgengist mjög lengi í íþróttalífinu hérna, svona heiðursmannasamkomulag, og hefur aldrei verið vandamál að mér vitandi. Við erum öll í þessu mestmegnis saman og við viljum skapa öllum vettvang. Við viljum halda sem flestum í körfubolta, í íþróttinni okkar. Þegar það er einn aðili sem stendur utan hóps einhvers staðar þá finnum við honum stað og það er oft gert með einhverju svona samkomulagi sem er ekkert vandamál ef það er gert innan skynsamlegra marka. Það hefur aldrei verið vandamál.“ Ég ætla bara að vona að þetta verði ekki til þess að svona samkomulag hætti og ég hef ekki trú á því. Þórir bætir einnig við að flestir innan Tindastóls hafi viljað virða samkomulagið og að þetta sýni að örfáir einstaklingar geti skemmt ansi mikið fyrir mörgum. „En þetta sýnir að þarf bara rosalega fá til að skemma mikið. Eins og ég er að heyra núna eftir að færslan mín fór í loftið og eftir að þetta breiddist svona út, þá er ég að heyra að það hafi bara mjög fáir vitað af þessu innan deildarinnar hjá Tindastóli og þau eru bara jafn ósátt og við með þessa ákvörðun.“ „Flestir þarna vildu bara virða þetta samkomulag. Og ég veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu. Þeir vilja ekkert fara í úrslitakeppni á þessum forsendum og strákarnir hjá okkur vilja það svo sem ekki heldur. Það er nýbúið að kasta þeim út og koma svo aftur inn.“ Ekki að ósk Vestra að Tindastóll dragi lið sitt úr keppni Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, birti svo síðar í gærkvöldi færslu á Facebook-síðu félagsins þar sem hann tilkynnir að Tindastóll hafi ákveðið að draga lið sitt í 11. flokki úr úrslitakeppni „vegna samskiptaleysis á milli aðila innan félagsins.“ Þórir segir að það hafi ekki verið að ósk Vestra. „Ég ítrekaði það við alla sem ég talaði við á Króknum að það væri ekki okkar beiðni og ekki að okkar ósk að það yrði gert. Og ég raunverulega óskaði þeim góðs gengis, strákunum í liðinu, því þeir áttu engan þátt í þessu. Þannig ég raunverulega óskaði þeim góðs gengis og stend alltaf við það, en þetta er þeirra ákvörðun og það eru bara þau sem taka hana,“ sagði Þórir. Drengirnir í flokknum mjög niðurdregnir eftir fréttirnar Þá segir Þórir að þrátt fyrir að Tindastóll dragi lið sitt úr úrslitakeppninni efist hann stórlega um að Vestri fái sætið aftur, enda sé það nú komið í ljós að liðið hafi notað ólöglegan leikmann í öllum leikjum deildarkeppninnar. „Ég veit ekki hvernig það virkar. Mér finnst mjög óeðlilegt ef að KKÍ veit af því að við notuðum ólöglegan leikmann að þeir fari svo allt í einu að hleypa okkur aftur inn í úrslitakeppnina. Mér fyndist það óeðlilegt ef svo væri og strákarnir okkar hafa engan áhuga á því að fara aftur inn eftir að það er nýbúið að henda þeim út af því að það var ekki virt samkomulag og svo ætti allt í einu að fara að bjóða þeim aftur inn. Það er ekki mikill áhugi hjá þeim.“ „Þeir voru mjög niðurdregnir við þessar fréttir, þjálfarinn og allir sem tengjast þessum flokk og bara félaginu okkar.“ Mér finnst þetta bara kóróna það að það séu ákveðnir verkferlar innan félaga varðandi svona mál, það verður að vera. „Trúi því að þessi vinnubrögð verði ekki aftur viðhöfð þarna“ Að lokum segir Þórir að málið sé sérstakt. Hann viðurkennir að Vestri hafi vissulega notað ólöglegan leikmann í öllum leikjum tímabilsins, en það hafi verið gert með samþykki allra annarra liða í deildinni. „Ég skil alveg þegar lið eru að koma kannski með tvo til þrjá leikmenn sem eru ólöglegir og ekki með neitt samþykki fyrir því, en við vorum bara heiðarleg fyrir tímabilið og óskuðum eftir samþykki allra. Mér finnst það svolítið öðruvísi.“ „Ég get alveg sagt það að við erum þá búnir að nota ólöglegan leikmann í öllum leikjum okkar hjá þessum flokki í vetur þannig það geta öll liðin kvartað formlega ef þau vilja, en það eru allir sem virða samkomulagið.“ „Hin liðin kvarta ekkert og það hefur enginn kvartað að mér vitandi allavega. En ég bara ítreka það að ég óska vinum mínum á Sauðárkróki alls hins besta og ég trúi því að þessi vinnubrögð verði ekki aftur viðhöfð þarna,“ sagði Þórir að lokum.
Körfubolti Vestri Tindastóll Tengdar fréttir „Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. 25. apríl 2023 20:58 Tindastóll dregur 11. flokk úr úrslitakeppni vegna samskiptaleysis Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að draga lið sitt úr úrslitakeppni Íslandsmótsins í 11. flokki karla í körfubolta vegna samskiptaleysis milli aðila innan félagsins. 25. apríl 2023 22:35 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. 25. apríl 2023 20:58
Tindastóll dregur 11. flokk úr úrslitakeppni vegna samskiptaleysis Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að draga lið sitt úr úrslitakeppni Íslandsmótsins í 11. flokki karla í körfubolta vegna samskiptaleysis milli aðila innan félagsins. 25. apríl 2023 22:35
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum