Leikmenn Vals með hæstu launin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2023 09:30 vísir/getty Það er óhætt að segja að stórveldið Breiðablik sé í sérflokki er kemur að launum og tengdum gjöldum hjá félögum á Íslandi. Samkvæmt ársreikningum síðasta árs greiddu Blikar 501 milljón í laun og tengd gjöld. Valur kemur þar á eftir með 306 milljónir. Þarna munar tæplega 200 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Skýrslan verður birt síðar í dag en Vísir fékk aðgang að skýrslunni og birtir greinar úr henni í dag. Þessar tölur frá síðasta ári sýna svart á hvítu að rekstur Kópavogsliðsins er mun meiri en hjá öðrum félögum. Tekjur voru rúmar 900 milljónir króna en gjöldin 746 milljónir. Þetta er það langhæsta í báðum flokkum hjá félögum landsins. Laun og tengd gjöld: 2022: Breiðablik - 501 milljón Valur - 306 FH - 285 Stjarnan - 224 Víkingur - 220 Keflavík - 211 ÍA - 191 KR - 176 HK - 169 KA - 155 Fylkir - 140 ÍBV - 123 Fram - 100 Er við skoðum eingöngu launakostnað liðanna á síðasta ári þá kemur í ljós að Valsmenn greiða leikmönnum sínum best eða 30 milljónum meira en Blikar. Valur var eina liðið sem fór yfir 200 milljónir króna í laun til leikmanna á síðasta ári. Athygli vekur líka að launakostnaður KR er ekki hár og hreinlega minni en hjá ÍA til að mynda. Svona var launakostnaður liðanna til leikmanna í fyrra.mynd úr skýrslu KSÍ og Deloitte Valsmenn greiddu líka langhæstu launin til leikmanna árið 2021 en launakostnaður liðsins var samt 40 milljónum króna minni en árið á undan. Svona var árið 2021 hjá liðunum.mynd úr skýrslu KSÍ og Deloitte. Ef við færum okkur svo til ársins 2019, áður en Covid dundi á okkur, eru Valsmenn sem fyrr í sérflokki í launakostnaði leikmanna. KA er einnig með veglega útgerð og mikill launakostnaður hjá Þrótturum vekur líka athygli. Besta deild karla Besta deild kvenna KR FH Breiðablik Valur Víkingur Reykjavík KA Fram Fylkir Keflavík ÍF ÍA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira
Samkvæmt ársreikningum síðasta árs greiddu Blikar 501 milljón í laun og tengd gjöld. Valur kemur þar á eftir með 306 milljónir. Þarna munar tæplega 200 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Skýrslan verður birt síðar í dag en Vísir fékk aðgang að skýrslunni og birtir greinar úr henni í dag. Þessar tölur frá síðasta ári sýna svart á hvítu að rekstur Kópavogsliðsins er mun meiri en hjá öðrum félögum. Tekjur voru rúmar 900 milljónir króna en gjöldin 746 milljónir. Þetta er það langhæsta í báðum flokkum hjá félögum landsins. Laun og tengd gjöld: 2022: Breiðablik - 501 milljón Valur - 306 FH - 285 Stjarnan - 224 Víkingur - 220 Keflavík - 211 ÍA - 191 KR - 176 HK - 169 KA - 155 Fylkir - 140 ÍBV - 123 Fram - 100 Er við skoðum eingöngu launakostnað liðanna á síðasta ári þá kemur í ljós að Valsmenn greiða leikmönnum sínum best eða 30 milljónum meira en Blikar. Valur var eina liðið sem fór yfir 200 milljónir króna í laun til leikmanna á síðasta ári. Athygli vekur líka að launakostnaður KR er ekki hár og hreinlega minni en hjá ÍA til að mynda. Svona var launakostnaður liðanna til leikmanna í fyrra.mynd úr skýrslu KSÍ og Deloitte Valsmenn greiddu líka langhæstu launin til leikmanna árið 2021 en launakostnaður liðsins var samt 40 milljónum króna minni en árið á undan. Svona var árið 2021 hjá liðunum.mynd úr skýrslu KSÍ og Deloitte. Ef við færum okkur svo til ársins 2019, áður en Covid dundi á okkur, eru Valsmenn sem fyrr í sérflokki í launakostnaði leikmanna. KA er einnig með veglega útgerð og mikill launakostnaður hjá Þrótturum vekur líka athygli.
Laun og tengd gjöld: 2022: Breiðablik - 501 milljón Valur - 306 FH - 285 Stjarnan - 224 Víkingur - 220 Keflavík - 211 ÍA - 191 KR - 176 HK - 169 KA - 155 Fylkir - 140 ÍBV - 123 Fram - 100
Besta deild karla Besta deild kvenna KR FH Breiðablik Valur Víkingur Reykjavík KA Fram Fylkir Keflavík ÍF ÍA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira