„Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. apríl 2023 06:00 Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fráfarandi deildarstjóri í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg, segir að yfirstandandi ópíóðafaraldur muni aðeins versna ef ekki verði gripið til aðgerða. Vísir/Einar Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. Vísir ræddi við Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing, um yfirstandandi ópíóðafaraldur, ástandið á gisti- og neyðarskýlum í Reykjavík og hvernig afstaða samfélagsins til skaðaminnkunar hefur breyst undanfarin fimm ár. „Faraldurinn hætti aldrei, þó hann hafi fengið minni athygli,“ segir Hrafnhildur þegar blaðamaður spyr hana út í ópíóðafaraldurinn. Hún telur hann vera stigvaxandi og að ástandið muni versna hratt ef það verður ekki ráðist í stórar aðgerðir strax. Fleiri ofskammtanir og fleiri notendur morfínlyfja „Árið 2021 fundum við sérstaklega mikla aukningu og þegar ég fór í viðtal til Vísis í febrúar það árið höfðu fimm manns ofskammtað í karlaskýlinu og einn látið lífið,“ segir Hrafnhildur um áhrif faraldursins á gistiskýli heimilislausra. „Stuttu eftir það fengum við loksins lyfseðil á stofnun í samráði við Lyfjastofnun og sérfræðing á Landspítalanum,“ segir Hrafnhildur. Þá fengu neyðar- og gistiskýlin Nyxoid, mótefni við ópíóðum, sem Hrafnhildur hafði verið að berjast fyrir að fá. Nyxoid-nefúði inniheldur virka efnið Naloxón sem er mótefni gegn ópíóðum á borð við morfín, fentanýl og heróín. Lyfið stöðvar verkun ópíóíða tímabundið en kemur ekki í staðinn fyrir brjáðaþjónustu læknisGetty/Jane Barlow „Þegar það gerðist vorum við búin að vera innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði, bæta því inn í fræðslu, kenna starfsfólki og vorum komin með sérhæft skyndihjálparnámskeið. Við gátum þá formlega innleitt þetta um mitt ár 2021 og við finnum mikinn árangur á því inni í skýlunum.“ En hvernig finnið þið fyrir faraldrinum um þessar mundir? „Við finnum fyrir fækkun á ofskömmtunum inni í skýlum. Það er ekki búið að nota Nyxoid-nefúðann úti á Granda á þessu ári og kannski tvisvar í gistiskýlinu, sem ég man. Fræðslan skilar sér til gestanna, þeir eru fræddir og stundum er notað „buddy-system“ þar sem þeir passa hvor annan. Þeir eru rosa ábyrgir, alveg sama hvort það séu leiðindi milli gesta, ef það kemur eitthvað fyrir einn þá stökkva allir til,“ segir Hrafnhildur. „En við heyrum mikið af ofskömmtunum annars staðar, inni á heimilum og inni í öðrum ótryggum aðstæðum,“ segir Hrafnhildur. „Við finnum að það sama og við töluðum um 2021 er að gerast núna. En það er verra. Það eru fleiri ofskammtanir og fleiri notendur morfínlyfja.“ „Við heyrum af þessu úti, gegnum vettvangsvinnuna, gegnum frú Ragnheiði og frá gestunum. Og svo eru það jarðarfarir, það eru búnar að vera svo margar jarðarfarir á þessu ári. Við tökum undir það sem Bubbi var að segja,“ segir Hrafnhildur. Vantar öruggt neyslurými fyrir gesti gistiskýla Hrafnhildur segir að þrátt fyrir jákvæða þróun á ofskömmtunum og neyslu innan skýlanna sé enn margt sem megi bæta hjá skýlunum. Þau finni sérstaklega fyrir skorti á neyslurými sem auki álag á starfsfólk. „Okkur gengur eins vel og mögulega hægt en við erum ekki með öruggt neyslurými. Það er ógeðslega erfitt og mikið álag fyrir starfsfólkið okkar. Okkur vantar neyslurými inn í gistiskýlin fyrir gestina.“ Aðspurð hvað sé átt við neyslurými segir Hrafnhildur að það sé „öruggur staður til að nota vímuefni. Það sé leyft og vitað og það sé ákveðinn staður í skýlinu þar sem það má nota. Það vita þá allir af því og svo er ákveðin fræðsla og eftirlit sem fylgir því. Við eigum ekki svona öruggt rými núna.“ Hvert fara gestirnir þá? „Þeir fara bara þangað sem þeir þurfa að fara. Ef þeir komast inn á bað þá eltum við fólk ekki inn á bað, þú hefur rétt á að vera einn inni á baði. En það er ekkert borð og ljós, þetta er bara salerni. Við viljum hafa þetta fyrsta flokks, öruggt rými þar sem er gott aðgengi og farið eftir sóttvörnum. Það er mikið álag á starfsfólki að halda þessu öllu í lagi,“ segir Hrafnhildur. Neyðarskýli fyrir heimilislausa eru yfirleitt full og segja sérfræðingar í skaðaminnkun skorta langtímabúsetúrræði fyrir fólk.Vísir/Arnar Fólki sé refsað en aldrei unnið í rót vandans En hvernig getum við tekist á við ópíóðafaraldurinn utan gistiskýlanna? „Refsistefnan er náttúrulega ekki að hjálpa og hún eykur á jaðarsetningu. Það er eitthvað sem er vitað. Síðan viljum við að þetta sé í heilbrigðiskerfinu en ekki dómskerfinu. Það er ekkert sem fylgir þér þegar þú kemur úr afplánun eða innlögn eða fellur í meðferð. Það er ekkert sem grípur þig. Það þarf að líta á þetta sem heilbrigðisvanda,“ segir Hrafnhildur en einnig þurfi að fara í rót vandans og spyrja sig af hverju fólk sé að neyta ópíóða. Hrafnhildur segir að það sé ekkert sem taki almennilega við fólki eftir að það lýkur meðferð á Vogi þó það fyrsta sem fólk hugsi sé „Hvert fer ég næst?“. Vísir/Vilhelm „Af hverju er fólk að þessu? Opíóðar gefa manni alsælu, þú upplifir að þú sért knúsaður af Guði, algjöra vellíðan og verkjaleysi.“ Þeir sem noti ópíóða séu mikið til verkjasjúklingar og fólk með mikla áfallasögu. „Svo fer þetta inn í verðlaunakerfið í heilanum á þér. Þannig þú ert að elta fyrsta skammtinn sem þú fékkst þar sem allt var geggjað og þér leið ógeðslega vel. En sá skammtur kemur aldrei aftur. Svo fara verðlaunabrautirnar að stýra þér og þú verður algjörlega stjórnlaus,“ segir Hrafnhildur. Þá fari fólk að gera það sem þurfi til að komast í næsta skammt. „Þetta endist bara í sólarhring og er dýrt. Svo er fólki refsað en það er aldrei unnið í rót vandans, reynt að fyrirbyggja eða vinna í endurhæfingu.“ Fáir meðferðarmöguleikar og ekkert sem grípur fólk Hvað er að klikka í núverandi kerfi? „Við höfum rosa fáa meðferðarmöguleika og einhæfa. Það eru ofboðslega fáir á methadone-i sem hefur virkað vel, það eru nánast allir sem fara í Suboxone-viðhaldsmeðferð,“ segir Hrafnhildur um það sem sé í boði núna fyrir þá sem fari í meðferð við ópíóðum. „Við höfum ekkert morfínklíník og enga lágþröskuldaheilsugæslu. Planið þitt þegar þú kemur á Vog er „hvert ferðu næst?“ en fyrir suma er ekkert næst fyrr en kannski eftir átta ár. Sumir þurfa tíu til tuttugu tilraunir á fimm til tíu árum áður en þeir ná einu ári edrú. Þetta tekur það mikla stjórn á þér. En við viðurkennum þetta ekki.“ Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón og eru notaðar til að halda niðri fráhvörfum. Búprenorfínið blekkir heilinn til þess að halda að hann sé að fá heilan ópíóðaskammt á meðan naloxónið bælir niður ópíóða-viðtakana. Getty/Spencer Platt „Svo ertu með allan áfallapakkann á þér og það er aldrei unnið í þessum áföllum. Fólkið sem við erum að vinna með, gestirnir, eru ein stór áfallasaga. Særð og vanrækt börn sem eru orðin fullorðin. Og eru endurtekið að lenda í ofbeldi og frekari áföllum í neyslunni í dag. Það er merkilegt hvernig þetta fólk lifir af. Þetta eru sterkir einstaklingar.“ En þú ert að hætta sem deildarstjóri ekki satt? „Ég er að hætta í sumar en vonandi kemur einhver flottur í staðinn. Þetta er gríðarlega mikilvægt hlutverk. Það þarf að koma einhver ferskur sem er til í þessa baráttu,“ segir Hrafnhildur sem hefur verið deildarstjóri yfir málaflokki heimilislausra frá október 2018, tæplega fimm ár. Margt batnað á undanförnum árum en mikið verk óunnið Og hvað finnst þér hafa breyst á þessum fimm árum? „Það mátti varla tala um skaðaminnkun upphátt þegar ég byrjaði. Skaðaminnkun var álitin meðvirkni og áfallafræði voru ekki komin inn,“ segir Hrafnhildur um umhverfið sem hún kom inn í 2018. Á Lindargötu er neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk sem er opið alla daga frá fimm á daginn til tíu á morgnana.Vísir/Sigurjón „Síðan 2018 er allt búið að breytast, það eru miklu fleiri konur í þjónustu, fleiri að fá greiningar frá heimilislækni, komast á hjúkrunarheimili og fá aðstoð. Samt er hópurinn svo stór að það er margt sem á eftir að gera. En það komst eiginlega enginn inn á hjúkrunarheimili áður. Þannig það er fullt af dyrum búnar að opnast,“ segir Hrafnhildur um það sem hefur breyst á síðustu fimm árum. „Svo er það bara skaðaminnkun sem hugmyndafræði og viðurkenning á áfallasögunni. Og öðruvísi hlustun, „conflict-resolution“ þar sem er reynt að fyrirbyggja átök en ekki bara verið með lófann í andlitið á fólki að segja því að stoppa. Meiri mannvirðing.“ Hugmyndafræðin hafi því breyst til hins betra og sé orðin mannúðlegri en hún var. Engin ríkisstefna þegar kemur að málaflokknum Hrafnhildur segir að þrátt fyrir að margt hafi batnað í málaflokknum með tilkomu skaðaminnkandi hugmyndafræði vanti enn alvöru ríkisstefnu. Ríkið taki nánast engan þátt í málefnum heimilislausra. „Þetta er risastór málaflokkur og við erum með stærsta skaðaminnkunarbatterýið á landinu. Við erum með skaðaminnkandi fræðslu sem skyldu sem við keyrum á nokkrum sinnum á ári. En við náum ekki ríkinu inn. Við höfum fengið smá stuðning eins og með heimahjúkrun sem er að fara af stað en það er engin ríkisstefna,“ segir Hrafnhildur um stöðu málaflokksins. „Eitt sveitarfélag á ekki að bera allan kostnað á málefnum heimilislausra fyrir heilt land, við erum ein og það sem er pitchað inn er of lítið. Ég vil að þessi málaflokkur færist undir ríkið, ekki endilega öll úrræðin heldur ábyrgðin á honum. Að það komi stefna þaðan,“ segir Hrafnhildur um hlut ríkisins. „Það er engin sérrannsóknardeild í Háskólanum, það er ekki haldið vel utan um tölfræði á Íslandi þó Reykjavíkurborg geri það. Við erum rosalega aftan á merinni sem land. Það er bara Reykjavíkurborg sem dregur þetta áfram. Og eitt sveitarfélag kemst ekki lengra, þau stýra ekki húsnæðismarkaðnum eða geðheilbrigðisþjónustunni,“ segir Hrafnhildur um stöðu Íslands. Það þurfi stórar aðgerðir strax Heilbrigðismál og geðheilbrigðismál heimilislausra eru að sögn Hrafnhildar það sem sé verst statt. Hvað varðar geðheilbrigðismál hjá heimilislausum hafi þau í raun versnað á undanförnum árum. „Við fáum enga geðheilbrigðisþjónustu, verst staddi hópurinn er alltaf frábending. Við horfum upp á það alla daga, það er mest lýjandi fyrir starfsfólkið. Að hlaupa og elta uppi þjónustu fyrir skjólstæðinga og fá neitun alls staðar.“ En hefur eitthvað versnað eða staðið í stað á þessum fimm árum? „Okkur fannst betra aðgengi áður að geðsviði og fólk talar líka um það hérna. Það var allavega hægt að fara á göngudeild fíknimeðferðar og fá lyf,“ segir Hrafnhildur. „Kanalarnir eru orðnir svo langir og það er verið að útvista því öllu í einhver útteymi sem fólkið okkar hefur ekki aðgang að. Það fær enginn þjónustu á bráðaþjónustu geðsviðs í okkar hópi nema í undantekningartilfellum. Það er það eina sem mér dettur í hug sem við finnum mikið fyrir, allt annað mjakast.“ En hvar erum við stödd í þessum faraldri? Erum við kominn að öldutoppinum eða mun aldan halda áfram að rísa? „Þetta er bara stígandi áfram, þetta er bara að fara að versna og versna. Og þetta mun versna hratt. Við verðum einhvern veginn að byrja að bregðast við til að ná fyrir endann á þessu. Það þarf stórar aðgerðir strax,“ segir Hrafnhildur að lokum. Fíkn SÁÁ Málefni heimilislausra Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01 Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna. 28. febrúar 2023 12:18 Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. 27. apríl 2023 12:04 Löng bið í langtímahúsnæði fyrir neyslurými Biðin eftir neyslurými í langtímahúsnæði verður líklegast talin í mánuðum en ekki vikum. Þetta segir formaður velferðarráðs. Neyslurýmið hafi sannað gildi sitt og heilbrigðisyfirvöld verði að sjá til þess að þessi mikilvæga þjónusta verði í boði 5. apríl 2023 00:00 Sýkingar aukist til muna í fjarveru neyslurýmis: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Sýkingum hefur fjölgað mikið hjá notendum neyslurýmisins Ylju síðan úrræðinu var lokað fyrir tæpum mánuði. Hópur þeirra ekki skilað sér í lifrarbólgumeðferðir. Ein þeirra sem sótti oft þjónustu Ylju segir málið grafalvarlegt. Hún hafi miklar áhyggjur af vinum sínum og sérstaklega þeim sem karlkyns eru. 3. apríl 2023 20:00 Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Vísir ræddi við Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing, um yfirstandandi ópíóðafaraldur, ástandið á gisti- og neyðarskýlum í Reykjavík og hvernig afstaða samfélagsins til skaðaminnkunar hefur breyst undanfarin fimm ár. „Faraldurinn hætti aldrei, þó hann hafi fengið minni athygli,“ segir Hrafnhildur þegar blaðamaður spyr hana út í ópíóðafaraldurinn. Hún telur hann vera stigvaxandi og að ástandið muni versna hratt ef það verður ekki ráðist í stórar aðgerðir strax. Fleiri ofskammtanir og fleiri notendur morfínlyfja „Árið 2021 fundum við sérstaklega mikla aukningu og þegar ég fór í viðtal til Vísis í febrúar það árið höfðu fimm manns ofskammtað í karlaskýlinu og einn látið lífið,“ segir Hrafnhildur um áhrif faraldursins á gistiskýli heimilislausra. „Stuttu eftir það fengum við loksins lyfseðil á stofnun í samráði við Lyfjastofnun og sérfræðing á Landspítalanum,“ segir Hrafnhildur. Þá fengu neyðar- og gistiskýlin Nyxoid, mótefni við ópíóðum, sem Hrafnhildur hafði verið að berjast fyrir að fá. Nyxoid-nefúði inniheldur virka efnið Naloxón sem er mótefni gegn ópíóðum á borð við morfín, fentanýl og heróín. Lyfið stöðvar verkun ópíóíða tímabundið en kemur ekki í staðinn fyrir brjáðaþjónustu læknisGetty/Jane Barlow „Þegar það gerðist vorum við búin að vera innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði, bæta því inn í fræðslu, kenna starfsfólki og vorum komin með sérhæft skyndihjálparnámskeið. Við gátum þá formlega innleitt þetta um mitt ár 2021 og við finnum mikinn árangur á því inni í skýlunum.“ En hvernig finnið þið fyrir faraldrinum um þessar mundir? „Við finnum fyrir fækkun á ofskömmtunum inni í skýlum. Það er ekki búið að nota Nyxoid-nefúðann úti á Granda á þessu ári og kannski tvisvar í gistiskýlinu, sem ég man. Fræðslan skilar sér til gestanna, þeir eru fræddir og stundum er notað „buddy-system“ þar sem þeir passa hvor annan. Þeir eru rosa ábyrgir, alveg sama hvort það séu leiðindi milli gesta, ef það kemur eitthvað fyrir einn þá stökkva allir til,“ segir Hrafnhildur. „En við heyrum mikið af ofskömmtunum annars staðar, inni á heimilum og inni í öðrum ótryggum aðstæðum,“ segir Hrafnhildur. „Við finnum að það sama og við töluðum um 2021 er að gerast núna. En það er verra. Það eru fleiri ofskammtanir og fleiri notendur morfínlyfja.“ „Við heyrum af þessu úti, gegnum vettvangsvinnuna, gegnum frú Ragnheiði og frá gestunum. Og svo eru það jarðarfarir, það eru búnar að vera svo margar jarðarfarir á þessu ári. Við tökum undir það sem Bubbi var að segja,“ segir Hrafnhildur. Vantar öruggt neyslurými fyrir gesti gistiskýla Hrafnhildur segir að þrátt fyrir jákvæða þróun á ofskömmtunum og neyslu innan skýlanna sé enn margt sem megi bæta hjá skýlunum. Þau finni sérstaklega fyrir skorti á neyslurými sem auki álag á starfsfólk. „Okkur gengur eins vel og mögulega hægt en við erum ekki með öruggt neyslurými. Það er ógeðslega erfitt og mikið álag fyrir starfsfólkið okkar. Okkur vantar neyslurými inn í gistiskýlin fyrir gestina.“ Aðspurð hvað sé átt við neyslurými segir Hrafnhildur að það sé „öruggur staður til að nota vímuefni. Það sé leyft og vitað og það sé ákveðinn staður í skýlinu þar sem það má nota. Það vita þá allir af því og svo er ákveðin fræðsla og eftirlit sem fylgir því. Við eigum ekki svona öruggt rými núna.“ Hvert fara gestirnir þá? „Þeir fara bara þangað sem þeir þurfa að fara. Ef þeir komast inn á bað þá eltum við fólk ekki inn á bað, þú hefur rétt á að vera einn inni á baði. En það er ekkert borð og ljós, þetta er bara salerni. Við viljum hafa þetta fyrsta flokks, öruggt rými þar sem er gott aðgengi og farið eftir sóttvörnum. Það er mikið álag á starfsfólki að halda þessu öllu í lagi,“ segir Hrafnhildur. Neyðarskýli fyrir heimilislausa eru yfirleitt full og segja sérfræðingar í skaðaminnkun skorta langtímabúsetúrræði fyrir fólk.Vísir/Arnar Fólki sé refsað en aldrei unnið í rót vandans En hvernig getum við tekist á við ópíóðafaraldurinn utan gistiskýlanna? „Refsistefnan er náttúrulega ekki að hjálpa og hún eykur á jaðarsetningu. Það er eitthvað sem er vitað. Síðan viljum við að þetta sé í heilbrigðiskerfinu en ekki dómskerfinu. Það er ekkert sem fylgir þér þegar þú kemur úr afplánun eða innlögn eða fellur í meðferð. Það er ekkert sem grípur þig. Það þarf að líta á þetta sem heilbrigðisvanda,“ segir Hrafnhildur en einnig þurfi að fara í rót vandans og spyrja sig af hverju fólk sé að neyta ópíóða. Hrafnhildur segir að það sé ekkert sem taki almennilega við fólki eftir að það lýkur meðferð á Vogi þó það fyrsta sem fólk hugsi sé „Hvert fer ég næst?“. Vísir/Vilhelm „Af hverju er fólk að þessu? Opíóðar gefa manni alsælu, þú upplifir að þú sért knúsaður af Guði, algjöra vellíðan og verkjaleysi.“ Þeir sem noti ópíóða séu mikið til verkjasjúklingar og fólk með mikla áfallasögu. „Svo fer þetta inn í verðlaunakerfið í heilanum á þér. Þannig þú ert að elta fyrsta skammtinn sem þú fékkst þar sem allt var geggjað og þér leið ógeðslega vel. En sá skammtur kemur aldrei aftur. Svo fara verðlaunabrautirnar að stýra þér og þú verður algjörlega stjórnlaus,“ segir Hrafnhildur. Þá fari fólk að gera það sem þurfi til að komast í næsta skammt. „Þetta endist bara í sólarhring og er dýrt. Svo er fólki refsað en það er aldrei unnið í rót vandans, reynt að fyrirbyggja eða vinna í endurhæfingu.“ Fáir meðferðarmöguleikar og ekkert sem grípur fólk Hvað er að klikka í núverandi kerfi? „Við höfum rosa fáa meðferðarmöguleika og einhæfa. Það eru ofboðslega fáir á methadone-i sem hefur virkað vel, það eru nánast allir sem fara í Suboxone-viðhaldsmeðferð,“ segir Hrafnhildur um það sem sé í boði núna fyrir þá sem fari í meðferð við ópíóðum. „Við höfum ekkert morfínklíník og enga lágþröskuldaheilsugæslu. Planið þitt þegar þú kemur á Vog er „hvert ferðu næst?“ en fyrir suma er ekkert næst fyrr en kannski eftir átta ár. Sumir þurfa tíu til tuttugu tilraunir á fimm til tíu árum áður en þeir ná einu ári edrú. Þetta tekur það mikla stjórn á þér. En við viðurkennum þetta ekki.“ Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón og eru notaðar til að halda niðri fráhvörfum. Búprenorfínið blekkir heilinn til þess að halda að hann sé að fá heilan ópíóðaskammt á meðan naloxónið bælir niður ópíóða-viðtakana. Getty/Spencer Platt „Svo ertu með allan áfallapakkann á þér og það er aldrei unnið í þessum áföllum. Fólkið sem við erum að vinna með, gestirnir, eru ein stór áfallasaga. Særð og vanrækt börn sem eru orðin fullorðin. Og eru endurtekið að lenda í ofbeldi og frekari áföllum í neyslunni í dag. Það er merkilegt hvernig þetta fólk lifir af. Þetta eru sterkir einstaklingar.“ En þú ert að hætta sem deildarstjóri ekki satt? „Ég er að hætta í sumar en vonandi kemur einhver flottur í staðinn. Þetta er gríðarlega mikilvægt hlutverk. Það þarf að koma einhver ferskur sem er til í þessa baráttu,“ segir Hrafnhildur sem hefur verið deildarstjóri yfir málaflokki heimilislausra frá október 2018, tæplega fimm ár. Margt batnað á undanförnum árum en mikið verk óunnið Og hvað finnst þér hafa breyst á þessum fimm árum? „Það mátti varla tala um skaðaminnkun upphátt þegar ég byrjaði. Skaðaminnkun var álitin meðvirkni og áfallafræði voru ekki komin inn,“ segir Hrafnhildur um umhverfið sem hún kom inn í 2018. Á Lindargötu er neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk sem er opið alla daga frá fimm á daginn til tíu á morgnana.Vísir/Sigurjón „Síðan 2018 er allt búið að breytast, það eru miklu fleiri konur í þjónustu, fleiri að fá greiningar frá heimilislækni, komast á hjúkrunarheimili og fá aðstoð. Samt er hópurinn svo stór að það er margt sem á eftir að gera. En það komst eiginlega enginn inn á hjúkrunarheimili áður. Þannig það er fullt af dyrum búnar að opnast,“ segir Hrafnhildur um það sem hefur breyst á síðustu fimm árum. „Svo er það bara skaðaminnkun sem hugmyndafræði og viðurkenning á áfallasögunni. Og öðruvísi hlustun, „conflict-resolution“ þar sem er reynt að fyrirbyggja átök en ekki bara verið með lófann í andlitið á fólki að segja því að stoppa. Meiri mannvirðing.“ Hugmyndafræðin hafi því breyst til hins betra og sé orðin mannúðlegri en hún var. Engin ríkisstefna þegar kemur að málaflokknum Hrafnhildur segir að þrátt fyrir að margt hafi batnað í málaflokknum með tilkomu skaðaminnkandi hugmyndafræði vanti enn alvöru ríkisstefnu. Ríkið taki nánast engan þátt í málefnum heimilislausra. „Þetta er risastór málaflokkur og við erum með stærsta skaðaminnkunarbatterýið á landinu. Við erum með skaðaminnkandi fræðslu sem skyldu sem við keyrum á nokkrum sinnum á ári. En við náum ekki ríkinu inn. Við höfum fengið smá stuðning eins og með heimahjúkrun sem er að fara af stað en það er engin ríkisstefna,“ segir Hrafnhildur um stöðu málaflokksins. „Eitt sveitarfélag á ekki að bera allan kostnað á málefnum heimilislausra fyrir heilt land, við erum ein og það sem er pitchað inn er of lítið. Ég vil að þessi málaflokkur færist undir ríkið, ekki endilega öll úrræðin heldur ábyrgðin á honum. Að það komi stefna þaðan,“ segir Hrafnhildur um hlut ríkisins. „Það er engin sérrannsóknardeild í Háskólanum, það er ekki haldið vel utan um tölfræði á Íslandi þó Reykjavíkurborg geri það. Við erum rosalega aftan á merinni sem land. Það er bara Reykjavíkurborg sem dregur þetta áfram. Og eitt sveitarfélag kemst ekki lengra, þau stýra ekki húsnæðismarkaðnum eða geðheilbrigðisþjónustunni,“ segir Hrafnhildur um stöðu Íslands. Það þurfi stórar aðgerðir strax Heilbrigðismál og geðheilbrigðismál heimilislausra eru að sögn Hrafnhildar það sem sé verst statt. Hvað varðar geðheilbrigðismál hjá heimilislausum hafi þau í raun versnað á undanförnum árum. „Við fáum enga geðheilbrigðisþjónustu, verst staddi hópurinn er alltaf frábending. Við horfum upp á það alla daga, það er mest lýjandi fyrir starfsfólkið. Að hlaupa og elta uppi þjónustu fyrir skjólstæðinga og fá neitun alls staðar.“ En hefur eitthvað versnað eða staðið í stað á þessum fimm árum? „Okkur fannst betra aðgengi áður að geðsviði og fólk talar líka um það hérna. Það var allavega hægt að fara á göngudeild fíknimeðferðar og fá lyf,“ segir Hrafnhildur. „Kanalarnir eru orðnir svo langir og það er verið að útvista því öllu í einhver útteymi sem fólkið okkar hefur ekki aðgang að. Það fær enginn þjónustu á bráðaþjónustu geðsviðs í okkar hópi nema í undantekningartilfellum. Það er það eina sem mér dettur í hug sem við finnum mikið fyrir, allt annað mjakast.“ En hvar erum við stödd í þessum faraldri? Erum við kominn að öldutoppinum eða mun aldan halda áfram að rísa? „Þetta er bara stígandi áfram, þetta er bara að fara að versna og versna. Og þetta mun versna hratt. Við verðum einhvern veginn að byrja að bregðast við til að ná fyrir endann á þessu. Það þarf stórar aðgerðir strax,“ segir Hrafnhildur að lokum.
Fíkn SÁÁ Málefni heimilislausra Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01 Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna. 28. febrúar 2023 12:18 Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. 27. apríl 2023 12:04 Löng bið í langtímahúsnæði fyrir neyslurými Biðin eftir neyslurými í langtímahúsnæði verður líklegast talin í mánuðum en ekki vikum. Þetta segir formaður velferðarráðs. Neyslurýmið hafi sannað gildi sitt og heilbrigðisyfirvöld verði að sjá til þess að þessi mikilvæga þjónusta verði í boði 5. apríl 2023 00:00 Sýkingar aukist til muna í fjarveru neyslurýmis: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Sýkingum hefur fjölgað mikið hjá notendum neyslurýmisins Ylju síðan úrræðinu var lokað fyrir tæpum mánuði. Hópur þeirra ekki skilað sér í lifrarbólgumeðferðir. Ein þeirra sem sótti oft þjónustu Ylju segir málið grafalvarlegt. Hún hafi miklar áhyggjur af vinum sínum og sérstaklega þeim sem karlkyns eru. 3. apríl 2023 20:00 Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01
Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna. 28. febrúar 2023 12:18
Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. 27. apríl 2023 12:04
Löng bið í langtímahúsnæði fyrir neyslurými Biðin eftir neyslurými í langtímahúsnæði verður líklegast talin í mánuðum en ekki vikum. Þetta segir formaður velferðarráðs. Neyslurýmið hafi sannað gildi sitt og heilbrigðisyfirvöld verði að sjá til þess að þessi mikilvæga þjónusta verði í boði 5. apríl 2023 00:00
Sýkingar aukist til muna í fjarveru neyslurýmis: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Sýkingum hefur fjölgað mikið hjá notendum neyslurýmisins Ylju síðan úrræðinu var lokað fyrir tæpum mánuði. Hópur þeirra ekki skilað sér í lifrarbólgumeðferðir. Ein þeirra sem sótti oft þjónustu Ylju segir málið grafalvarlegt. Hún hafi miklar áhyggjur af vinum sínum og sérstaklega þeim sem karlkyns eru. 3. apríl 2023 20:00
Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13. mars 2023 20:55
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent