Taka þurfi á ólgu innan hreyfingarinnar og á vinnumarkaði Bjarki Sigurðsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. apríl 2023 13:35 Finnbjörn A. Hermannsson er nýr forseti ASÍ. Vísir/Dúi Nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir nýju stöðuna leggjast ágætlega í sig. Nú sé stefnan sett á komandi kjarasamninga og segir hann margt vera undir í þeim. Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, var í dag sjálfkjörinn forseti ASÍ eftir að Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi sínum við framboð Finnbjarnar. Finnbjörn tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók óvænt við af Drífu Snædal sem sagði af sér í ágúst síðastliðinn. Stór verkefni framundan Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn þetta leggjast þokkalega í sig. Erfitt hafi verið að ákveða að bjóða sig fram en um leið og ákvörðunin var tekin hafi hann farið á fullu í málin. Hann segir stór verkefni bíða sambandinu. „Við fórum í gegnum kjarasamninga og þeir voru gerðir miðað við ákveðnar forsendur sem hafa algjörlega brostið. Þannig við eigum það verkefni eftir að ná því upp aftur. Síðan hefur verið þessi ólga innan hreyfingarinnar, hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum en kannski ekki mjög djúpstæð sem slík. En það þarf að taka á henni og það er eitt af þessum verkefnum sem við ætlum í eftir þing,“ segir Finnbjörn. Að sögn Finnbjarnar er verðbólgan mun hærri en gert var ráð fyrir þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. „Miðað við þá verkefnavinnu sem er hér í gangi, og þær ályktanir sem eru hér til umræðu þá er mjög margt undir í komandi kjarasamningum. Sem snúa að ríkisvaldi, sveitarfélögum og atvinnurekendum,“ segir Finnbjörn. Reginmisskilningur Á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag sagðist Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri binda miklar vonir við nýja forystu ASÍ. Hann vonaðist til þess að forystan gæti komið sambandinu aftur á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði og tæki ábyrgð í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn segir að ef seðlabankastjóri heldur að ASÍ ætli ein og sér að halda verðbólgunni niðri sé það algjör misskilningur. „Við höfum alltaf sagt að við séum tilbúin til að taka þátt í því að halda verðbólgu niðri og við leggjum okkar af mörkum svo fremi sem við fáum einhverjar raunhæfar lausnir hjá öðrum sem eru að leika hér á þessum markaði,“ segir Finnbjörn. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, var í dag sjálfkjörinn forseti ASÍ eftir að Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi sínum við framboð Finnbjarnar. Finnbjörn tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók óvænt við af Drífu Snædal sem sagði af sér í ágúst síðastliðinn. Stór verkefni framundan Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn þetta leggjast þokkalega í sig. Erfitt hafi verið að ákveða að bjóða sig fram en um leið og ákvörðunin var tekin hafi hann farið á fullu í málin. Hann segir stór verkefni bíða sambandinu. „Við fórum í gegnum kjarasamninga og þeir voru gerðir miðað við ákveðnar forsendur sem hafa algjörlega brostið. Þannig við eigum það verkefni eftir að ná því upp aftur. Síðan hefur verið þessi ólga innan hreyfingarinnar, hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum en kannski ekki mjög djúpstæð sem slík. En það þarf að taka á henni og það er eitt af þessum verkefnum sem við ætlum í eftir þing,“ segir Finnbjörn. Að sögn Finnbjarnar er verðbólgan mun hærri en gert var ráð fyrir þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. „Miðað við þá verkefnavinnu sem er hér í gangi, og þær ályktanir sem eru hér til umræðu þá er mjög margt undir í komandi kjarasamningum. Sem snúa að ríkisvaldi, sveitarfélögum og atvinnurekendum,“ segir Finnbjörn. Reginmisskilningur Á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag sagðist Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri binda miklar vonir við nýja forystu ASÍ. Hann vonaðist til þess að forystan gæti komið sambandinu aftur á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði og tæki ábyrgð í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn segir að ef seðlabankastjóri heldur að ASÍ ætli ein og sér að halda verðbólgunni niðri sé það algjör misskilningur. „Við höfum alltaf sagt að við séum tilbúin til að taka þátt í því að halda verðbólgu niðri og við leggjum okkar af mörkum svo fremi sem við fáum einhverjar raunhæfar lausnir hjá öðrum sem eru að leika hér á þessum markaði,“ segir Finnbjörn.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira