Handbolti

Sig­valdi Björn um mögu­legan lands­liðs­þjálfara Ís­lands: „Berge er geggjaður þjálfari“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigvaldi Björn í leik með íslenska landsliðinu.
Sigvaldi Björn í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm

„Við mættum allir vel tilbúnir til leiks og kláruðum þetta bara. Þetta var leikur sem þurfti að vinnast og við gerðum það,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, um sigur liðsins á Ísrael. Ísland mætir Eistlandi klukkan 16.00 í Laugardalshöll.

Sigur Íslands á Ísrael tryggði liðinu sæti á EM 2024 í handbolta. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu undanfarið þar sem ekki hefur enn verið ráðinn nýr þjálfari.

„Við töluðum mjög stutt um þetta og þetta var bara búið, ætluðum að spila handbolta fyrir Ísland.“

„Við náðum góðri vörn og góðri markvörslu, byggðum upp forskot hægt og rólega. Höfðum bara unnið fjóra útileiki af 11 og vildum breyta því,“ sagði Sigvaldi Björn um leikinn.

Líkt og Janus Daði Smárason þá þekkir Sigvaldi Björn vel til Christian Berge sem hefur verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara.

„Voða lítið. Ég sá þetta í fréttunum og spurði hann. Það var búið að heyra í honum, ég veit ekki meira en það og hef ekki talað við hann í þessari viku. Berge er geggjaður þjálfari. Toppnáungi og mjög klár handboltalega séð. Algjört nörd, er mikið í taktík, búinn að vera með norska landsliðið og standa sig vel þar,“ sagði Sigvaldi Björn um Berge.

Leikur Íslands og Eistlands hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Viðtalið við Sigvalda Björn má svo sjá í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Sigvaldi Björn um mögulegan landsliðsþjálfara Íslands: Berge er geggjaður þjálfari

Tengdar fréttir

„Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum“

„Ég var ánægður með frammistöðuna. Þetta var góður fyrri hálfleikur og við tókum frumkvæðið strax í leiknum og hleyptum þeim ekkert inn í leikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta um leik liðsins gegn Ísrael í vikunni eftir æfingu liðsins í dag.

„Er búið hjá okkur núna og við höfum ekkert meira um þetta að segja“

„Við spiluðum þetta vel, það opnaðist vel fyrir mig. Vildu ekkert hleypa Óðni [Þór Ríkharðssyni] inn svo þetta endaði allt á mér,“ sagði landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, léttur um sigur Íslands í Ísrael á dögunum. Hann verður með íslenska liðinu sem mætir Eistlandi í Laugardalshöll á morgun, sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×