Staðreyndaúttektir í einelti- og áreitnimálum á vinnustöðum Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 3. maí 2023 09:01 Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess að hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa er í hættu. Þetta þekkja stjórnendur og mannauðsfólk íslenskra vinnustaða því miður alltof vel. Það er einnig þekkt að erfitt getur reynst að greina vandann sem tengist þessum EKKO málum. Fjallað er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, (skammstafað EKKO) í reglugerð nr. 1009 frá 2015 sem tengist lögum um hollustuhætti á vinnustað nr. 46 frá 1980. Þar eru hugtökin skilgreind, fjallað um birtingarmyndir en einnig farið yfir skyldur stjórnenda hvað varðar þessi mál. Vandamál tengd EKKO verða oft bæði sár og erfið og hafa áhrif á allan vinnustaðinn eins og áður er nefnt. Þá geta þessar kvartanir orðið til þess að vinnustaðir verða skaðabótaskyldir gagnvart einstaklingum ef ekki er rétt að málum staðið í samræmi við lög og reglugerð. Starfsfólk Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu hefur unnið að úttektum á þessum málum frá árinu 2002. Innan stofunnar hefur því bæði orðið til mikil reynsla og þekking varðandi vinnslu þessara kvartana. Það er þó alveg ljóst að hvert mál er einstakt, alltaf er nauðsynlegt að vanda mjög til verka og ekki er allt sem sýnist í fyrstu þegar kvartanir eru skoðaðar. Birtingamyndir eineltis og áreitni eru margskonar. Þá er misnotkun á valdi, bæði formlegu og óformlegu mikilvæg breyta í þessum málum, sem nauðsynlegt er að taka með í reikninginn. Vanlíðan þeirra sem verða fyrir neikvæðri og niðurlægjandi framkomu er einnig oft falin. Ljóst er að þekking og skýr og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg innan vinnustaða svo hægt sé að bregðast við af hlutleysi og með árangursríkum hætti. Dagana 10.-12.maí nk. verður haldin þriggja daga vinnustofa fyrir mannauðsfólk þar sem fjallað verður um úttektir í málum sem varða kvartanir um einelti og áreitni á vinnustöðum. Vinnustofan er haldin af Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu í samvinnu við Ståle Einarsen prófessor við Bergen háskóla. Ståle Einarsen hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um einelti og áreitni á vinnustöðum s.l. tuttugu ár. Þekktust er bókin Bullying and Harassment at the Workplace, en sú bók var gefin út í þriðja sinn árið 2020. Ståle stýrir rannsóknarhópi um einelti á vinnustöðum við Bergen háskóla. Hann er einnig stofnfélagi International Association on Workplace Bullying and Harassment. Með Ståle koma þau Karin Einarsen, sem er einnig fræðimaður á þessi sviði í Bergen og Helge Hohe prófessor emeritus við háskólann í Manchester, en þau eru samstarfsfélagar Ståle bæði í rannsóknum og námskeiðahaldi. Má segja að þessi hópur sé fremstur á Vesturlöndum hvað varðar rannsóknir og kennslu í efninu. Þau hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víða um lönd fyrir mannauðsfólk og úttektaraðila um þá nálgun sína sem hér verður kynnt, sem byggir á staðreyndanálgun. Starfsfólk Lífs og sálar hefur sótt námskeið hjá þessum frábæru fræðimönnum og nú er komið að því að leyfa öðrum að njóta, og fræðast um nýjustu rannsóknir og vinnubrögð í þessum málum. Vinnustofa þessi er ætluð fólki sem vinnur að mannauðsmálum innan stofnana og fyrirtækja. Það er meira en að segja það að þurfa að bera þá erfiðu ábyrgð að bregðast við, komi upp grunur eða kvartanir tengdar einelti og áreitni og tryggja að þessi mál séu sett í farveg þar sem gætt er hlutleysis og fagmennsku í nálgun og úrvinnslu. Uppselt er á vinnustofuna að þessu sinni enda komast aðeins 30 manns að. Vonir standa til að hægt verði að endurtaka vinnustofuna næsta haust. Höfundur er sálfræðingur og stofnandi Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Þórkatla Aðalsteinsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess að hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa er í hættu. Þetta þekkja stjórnendur og mannauðsfólk íslenskra vinnustaða því miður alltof vel. Það er einnig þekkt að erfitt getur reynst að greina vandann sem tengist þessum EKKO málum. Fjallað er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, (skammstafað EKKO) í reglugerð nr. 1009 frá 2015 sem tengist lögum um hollustuhætti á vinnustað nr. 46 frá 1980. Þar eru hugtökin skilgreind, fjallað um birtingarmyndir en einnig farið yfir skyldur stjórnenda hvað varðar þessi mál. Vandamál tengd EKKO verða oft bæði sár og erfið og hafa áhrif á allan vinnustaðinn eins og áður er nefnt. Þá geta þessar kvartanir orðið til þess að vinnustaðir verða skaðabótaskyldir gagnvart einstaklingum ef ekki er rétt að málum staðið í samræmi við lög og reglugerð. Starfsfólk Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu hefur unnið að úttektum á þessum málum frá árinu 2002. Innan stofunnar hefur því bæði orðið til mikil reynsla og þekking varðandi vinnslu þessara kvartana. Það er þó alveg ljóst að hvert mál er einstakt, alltaf er nauðsynlegt að vanda mjög til verka og ekki er allt sem sýnist í fyrstu þegar kvartanir eru skoðaðar. Birtingamyndir eineltis og áreitni eru margskonar. Þá er misnotkun á valdi, bæði formlegu og óformlegu mikilvæg breyta í þessum málum, sem nauðsynlegt er að taka með í reikninginn. Vanlíðan þeirra sem verða fyrir neikvæðri og niðurlægjandi framkomu er einnig oft falin. Ljóst er að þekking og skýr og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg innan vinnustaða svo hægt sé að bregðast við af hlutleysi og með árangursríkum hætti. Dagana 10.-12.maí nk. verður haldin þriggja daga vinnustofa fyrir mannauðsfólk þar sem fjallað verður um úttektir í málum sem varða kvartanir um einelti og áreitni á vinnustöðum. Vinnustofan er haldin af Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu í samvinnu við Ståle Einarsen prófessor við Bergen háskóla. Ståle Einarsen hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um einelti og áreitni á vinnustöðum s.l. tuttugu ár. Þekktust er bókin Bullying and Harassment at the Workplace, en sú bók var gefin út í þriðja sinn árið 2020. Ståle stýrir rannsóknarhópi um einelti á vinnustöðum við Bergen háskóla. Hann er einnig stofnfélagi International Association on Workplace Bullying and Harassment. Með Ståle koma þau Karin Einarsen, sem er einnig fræðimaður á þessi sviði í Bergen og Helge Hohe prófessor emeritus við háskólann í Manchester, en þau eru samstarfsfélagar Ståle bæði í rannsóknum og námskeiðahaldi. Má segja að þessi hópur sé fremstur á Vesturlöndum hvað varðar rannsóknir og kennslu í efninu. Þau hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víða um lönd fyrir mannauðsfólk og úttektaraðila um þá nálgun sína sem hér verður kynnt, sem byggir á staðreyndanálgun. Starfsfólk Lífs og sálar hefur sótt námskeið hjá þessum frábæru fræðimönnum og nú er komið að því að leyfa öðrum að njóta, og fræðast um nýjustu rannsóknir og vinnubrögð í þessum málum. Vinnustofa þessi er ætluð fólki sem vinnur að mannauðsmálum innan stofnana og fyrirtækja. Það er meira en að segja það að þurfa að bera þá erfiðu ábyrgð að bregðast við, komi upp grunur eða kvartanir tengdar einelti og áreitni og tryggja að þessi mál séu sett í farveg þar sem gætt er hlutleysis og fagmennsku í nálgun og úrvinnslu. Uppselt er á vinnustofuna að þessu sinni enda komast aðeins 30 manns að. Vonir standa til að hægt verði að endurtaka vinnustofuna næsta haust. Höfundur er sálfræðingur og stofnandi Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun