„Staðan er að versna og hún mun versna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2023 11:08 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ásamt fleirum boðað til mótmæla næstkomandi laugardag. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn í næstu viku. Segir hann að hópur fólks sem hafi barist fyrir réttlæti alveg frá hruni standi fyrir þeim en hann er hluti af þeim hópi. Ragnar segir að mótmælin séu einungis upphafið og því megi eiga von á enn fleiri mótmælum á næstunni. Hann segir aðgerðarleysi stjórnvalda í ýmsum málum vera fyrir neðan allar hellur. „Það er alveg sama hvar hún drepur niður. Ef þú slasar þig og þarft að fara á bráðamóttökuna, þarftu að bíða í sex til átta tíma að lágmarki. Þú þarft að bíða vikum eða mánuðum saman eftir tíma hjá lækni. Leigumarkaðurinn, það eru tvö til þrjú hundruð manns sem eru í örvæntingu eftir hverri einustu íbúð sem losnar og það er ekkert sem bendir til annars en að staðan sé að versna. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru að dragast saman, bankarnir græða meira, fyrirtækin græða meira, en fólkinu blæðir. Þetta er staða sem ég og fleiri erum búin að fá algjörlega nóg af,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir stöðuna ekki geta gert neitt annað en að versna miðað við hvernig hlutirnir eru að þróast. Fólkið í landinu verði að rísa upp og láta í sér heyra til að breyta þessari vegferð. „Hér er að eiga sér stað stórkostleg eignatilfærsla, tilfærsla fjármagns frá heimilunum til fjármálakerfisins. Fyrirtækin hafa ekki sýnt neina samfélagsábyrgð. Staðan er bara að versna og hún mun versna.“ Ragnar segir ástandið svipað því hvernig var í kringum hrunið árið 2008. „Við erum í sjálfu sér að horfa upp á það, sérstaklega eftir nýjustu afkomutölur bankanna, að hér erum við að fara á sama stað og við vorum í eftirmálum hrunsins. Það er tími til kominn að fólkið láti heyra í sér. Því stjórnvöld hlusta hvorki á verkalýðshreyfinguna né aðra þannig vonandi hlusta þau á fólkið í landinu, ef fólkið er tilbúið að rísa upp,“ segir Ragnar Þór. Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn í næstu viku. Segir hann að hópur fólks sem hafi barist fyrir réttlæti alveg frá hruni standi fyrir þeim en hann er hluti af þeim hópi. Ragnar segir að mótmælin séu einungis upphafið og því megi eiga von á enn fleiri mótmælum á næstunni. Hann segir aðgerðarleysi stjórnvalda í ýmsum málum vera fyrir neðan allar hellur. „Það er alveg sama hvar hún drepur niður. Ef þú slasar þig og þarft að fara á bráðamóttökuna, þarftu að bíða í sex til átta tíma að lágmarki. Þú þarft að bíða vikum eða mánuðum saman eftir tíma hjá lækni. Leigumarkaðurinn, það eru tvö til þrjú hundruð manns sem eru í örvæntingu eftir hverri einustu íbúð sem losnar og það er ekkert sem bendir til annars en að staðan sé að versna. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru að dragast saman, bankarnir græða meira, fyrirtækin græða meira, en fólkinu blæðir. Þetta er staða sem ég og fleiri erum búin að fá algjörlega nóg af,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir stöðuna ekki geta gert neitt annað en að versna miðað við hvernig hlutirnir eru að þróast. Fólkið í landinu verði að rísa upp og láta í sér heyra til að breyta þessari vegferð. „Hér er að eiga sér stað stórkostleg eignatilfærsla, tilfærsla fjármagns frá heimilunum til fjármálakerfisins. Fyrirtækin hafa ekki sýnt neina samfélagsábyrgð. Staðan er bara að versna og hún mun versna.“ Ragnar segir ástandið svipað því hvernig var í kringum hrunið árið 2008. „Við erum í sjálfu sér að horfa upp á það, sérstaklega eftir nýjustu afkomutölur bankanna, að hér erum við að fara á sama stað og við vorum í eftirmálum hrunsins. Það er tími til kominn að fólkið láti heyra í sér. Því stjórnvöld hlusta hvorki á verkalýðshreyfinguna né aðra þannig vonandi hlusta þau á fólkið í landinu, ef fólkið er tilbúið að rísa upp,“ segir Ragnar Þór.
Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira