„Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. maí 2023 07:01 Rosenborg hefur ekki byrjað tímabilið vel. Rosenborg „Lífið utan fótboltans er mjög gott, er að koma mér fyrir og líður mjög vel þarna,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Rosenborg en hann er staddur hér á landi og ræddi við Stöð 2 og Vísi um veruna í Noregi. Hinn 22 ára gamli Ísak Snær var hreint út sagt magnaður þegar Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Í kjölfarið var hann seldur til norska stórveldisins en félagið hefur ekki byrjað yfirstandandi leiktíð neitt sérstaklega vel. „Þetta er náttúrulega mjög leiðinlegt, maður fer í alla leiki til að vinna þá. Þessi klúbbur er ekki vanur þessu, þeir vilja bara sigur í öllum leikjum. Þetta er ekki okkar besta byrjun en vonandi náum við okkur upp.“ Gratulerer med 22-årsdagen, Isak pic.twitter.com/wZ0LNHZkbF— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) May 1, 2023 Rosenborg er einn stærsti klúbbur Skandinavíu ef horft er til titlafjölda og árangurs í Evrópukeppni á undanförnum áratugum. Liðið hefur orðið Noregsmeistari 26 sinnum og bikarmeistari 12 sinnum. Ísak Snær finnur fyrir pressunni sem því fylgir að spila fyrir svo stóran klúbb. „Fólk talar við mann út í bæ og maður fær stundum að heyra það, maður finnur pressuna. Það er alltaf einhver sem tekur í mann þegar maður er í göngutúr eða fer í búðina.“ Klippa: Ísak Snær: Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á „[Umhverfið] er miklu meira professional. Aðstaðan í kringum þetta og hvernig þeir sjá um um vellina. Munurinn er eins og á Blikum og ÍA. Blikar eru miklu nær þessu heldur en Skaginn, myndi ég segja. Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á.“ „Við erum með geggjað lið myndi ég segja. Þetta er svona „næstum því.“ Komumst að teignum en það er síðasta sendingin sem klikkar. Þetta er mjög gott lið og mjög góðir fótboltamenn,“ sagði Ísak Snær áður en umræðan snerist að samherja og samlanda hans. Kristall Máni Ingason var tekinn á teppið fyrir vandræðalega dýfu í leik nýverið. Ísak Snær segir hann einfaldlega tilbúinn að gera „allt til þess að vinna.“ Sjá má viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar fer Ísak Snær yfir víðan völl. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Ísak Snær var hreint út sagt magnaður þegar Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Í kjölfarið var hann seldur til norska stórveldisins en félagið hefur ekki byrjað yfirstandandi leiktíð neitt sérstaklega vel. „Þetta er náttúrulega mjög leiðinlegt, maður fer í alla leiki til að vinna þá. Þessi klúbbur er ekki vanur þessu, þeir vilja bara sigur í öllum leikjum. Þetta er ekki okkar besta byrjun en vonandi náum við okkur upp.“ Gratulerer med 22-årsdagen, Isak pic.twitter.com/wZ0LNHZkbF— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) May 1, 2023 Rosenborg er einn stærsti klúbbur Skandinavíu ef horft er til titlafjölda og árangurs í Evrópukeppni á undanförnum áratugum. Liðið hefur orðið Noregsmeistari 26 sinnum og bikarmeistari 12 sinnum. Ísak Snær finnur fyrir pressunni sem því fylgir að spila fyrir svo stóran klúbb. „Fólk talar við mann út í bæ og maður fær stundum að heyra það, maður finnur pressuna. Það er alltaf einhver sem tekur í mann þegar maður er í göngutúr eða fer í búðina.“ Klippa: Ísak Snær: Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á „[Umhverfið] er miklu meira professional. Aðstaðan í kringum þetta og hvernig þeir sjá um um vellina. Munurinn er eins og á Blikum og ÍA. Blikar eru miklu nær þessu heldur en Skaginn, myndi ég segja. Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á.“ „Við erum með geggjað lið myndi ég segja. Þetta er svona „næstum því.“ Komumst að teignum en það er síðasta sendingin sem klikkar. Þetta er mjög gott lið og mjög góðir fótboltamenn,“ sagði Ísak Snær áður en umræðan snerist að samherja og samlanda hans. Kristall Máni Ingason var tekinn á teppið fyrir vandræðalega dýfu í leik nýverið. Ísak Snær segir hann einfaldlega tilbúinn að gera „allt til þess að vinna.“ Sjá má viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar fer Ísak Snær yfir víðan völl.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira