Sögulega lág fæðingartíðni geti haft efnahagslegar afleiðingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2023 19:00 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. Árið 2022 fæddist 4.391 barn sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn komu í heiminn. Þetta er mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Það getur haft margvísleg áhrif.grafík/sara Ýmislegt getur skýrt lækkandi fæðingartíðni, en í rannsókn sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands vann að kemur fram að ungar konur upplifi foreldrahlutverkið kvíðavaldandi og sjá ekki hvernig þær eigi að uppfylla þær vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra í samfélagi lífsgæðakapphlaups. Minna til skiptanna fyrir hvern og einn Prófessor í hagfræði segir langtíma þróun á fæðingartíðni hafa talsverð áhrif á samfélagsgerðina. Fyrirsjáanlega verði færri í hverri kynslóð sem þýði að á endanum verði fáir á vinnufærum aldri og hlutfallslega margir á eftirlaunum. Ef fram heldur sem horfir geti slíkt haft margvísleg efnahagsleg- og félagsleg áhrif. „Það verða fáir að vinna miðað við þá sem búa á landinu og nota vörur og þjónustu þannig það verður minna til skiptanna fyrir hvern og einn. Svo er þetta líka álag fyrir lífeyriskerfi, jafnvel þó þau séu með sjóðssöfnun eins og það íslenska, að þá er það töluvert átak að framfleyta kynslóðum þegar þær eru svona mis stórar,“ segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði. Hagstofan birti í morgun upplýsingar um fæðingartíðni árið 2022.grafík/sara Lækkandi fæðingartíðni er einnig áberandi í nágrannalöndum þar sem fæðingartíðni er víða lægri en hér. Hún er þó lægst í fjarlægari löndum á borð við Japan og Suður-Kóreu. „Og þar hefur þetta haft bara veruleg áhrif á hagkerfið og er svona til dæmis hluti af skýringunni á því að Japan telst ekki lengur það efnahags stórveldi sem það var fyrir nokkrum áratugum.“ Ýmislegt geti breytt myndinni, til dæmis flutningur fólks til landsins en ungt fólk á þrítugsaldri er áberandi í hópi þeirra fjölmörgu sem flytja til landsins, sem hafi yngt aldursdreifingu íbúa. „Það eru bara einfaldlega mun fleiri á vinnufærum aldri á Íslandi. Bæði absalút og hlutfallslega heldur en væri ef þessi flutningur hefði ekki verið til landsins.“ Efnahagsmál Börn og uppeldi Félagsmál Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Árið 2022 fæddist 4.391 barn sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn komu í heiminn. Þetta er mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Það getur haft margvísleg áhrif.grafík/sara Ýmislegt getur skýrt lækkandi fæðingartíðni, en í rannsókn sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands vann að kemur fram að ungar konur upplifi foreldrahlutverkið kvíðavaldandi og sjá ekki hvernig þær eigi að uppfylla þær vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra í samfélagi lífsgæðakapphlaups. Minna til skiptanna fyrir hvern og einn Prófessor í hagfræði segir langtíma þróun á fæðingartíðni hafa talsverð áhrif á samfélagsgerðina. Fyrirsjáanlega verði færri í hverri kynslóð sem þýði að á endanum verði fáir á vinnufærum aldri og hlutfallslega margir á eftirlaunum. Ef fram heldur sem horfir geti slíkt haft margvísleg efnahagsleg- og félagsleg áhrif. „Það verða fáir að vinna miðað við þá sem búa á landinu og nota vörur og þjónustu þannig það verður minna til skiptanna fyrir hvern og einn. Svo er þetta líka álag fyrir lífeyriskerfi, jafnvel þó þau séu með sjóðssöfnun eins og það íslenska, að þá er það töluvert átak að framfleyta kynslóðum þegar þær eru svona mis stórar,“ segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði. Hagstofan birti í morgun upplýsingar um fæðingartíðni árið 2022.grafík/sara Lækkandi fæðingartíðni er einnig áberandi í nágrannalöndum þar sem fæðingartíðni er víða lægri en hér. Hún er þó lægst í fjarlægari löndum á borð við Japan og Suður-Kóreu. „Og þar hefur þetta haft bara veruleg áhrif á hagkerfið og er svona til dæmis hluti af skýringunni á því að Japan telst ekki lengur það efnahags stórveldi sem það var fyrir nokkrum áratugum.“ Ýmislegt geti breytt myndinni, til dæmis flutningur fólks til landsins en ungt fólk á þrítugsaldri er áberandi í hópi þeirra fjölmörgu sem flytja til landsins, sem hafi yngt aldursdreifingu íbúa. „Það eru bara einfaldlega mun fleiri á vinnufærum aldri á Íslandi. Bæði absalút og hlutfallslega heldur en væri ef þessi flutningur hefði ekki verið til landsins.“
Efnahagsmál Börn og uppeldi Félagsmál Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira