Umferð hleypt á nýja veginn um Ölfus á næstu dögum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2023 21:41 Ágúst Jakob Ólafsson er yfirverkstjóri ÍAV í Suðurlandsvegi um Ölfus. Sigurjón Ólason Nýr kafli hringvegarins milli Hveragerðis og Selfoss er að verða tilbúinn, nærri þremur mánuðum á undan áætlun, og er stefnt að því að önnur akrein síðasta áfangans verði opnuð umferð í lok vikunnar og hin akreinin í næstu viku. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá stöðu verksins. Íslenskir aðalverktakar hófu þennan verkáfanga fyrir þremur árum og var síðasti kaflinn malbikaður í byrjun vikunnar. Lengst af unnu um fimmtíu manns í verkinu en starfsmönnum hefur núna fækkað niður í fimmtán á lokametrunum. Horft í átt til Selfoss og Ölfusár. Kögunarhóll efst til vinstri.Sigurjón Ólason „Þetta hefur gengið vel. Við erum svona aðeins á undan áætlun,“ segir Ágúst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóri hjá ÍAV. Þannig stóð ekki til að hleypa umferð á vegarkaflann fyrr en í ágúst. Núna er séð að það gerist tveimur til þremur mánuðum fyrr. Örfá viðvik eru eftir áður en hægt verður að opna, eins og að ganga frá víravegriðum, setja upp síðustu umferðarskiltin og mála yfirborðsmerkingar á akbrautina. Við Kotströnd verða akstursgöng undir veginn.Sigurjón Ólason „Væntanlega opnum við akgreinina hérna til Reykjavíkur, frá Selfossi til Reykjavíkur, vonandi seinni partinn í vikunni, föstudag – laugardag, eitthvað svoleiðis.“ Í næstu viku verður svo opnað í hina áttina. „Seinni partinn í næstu viku, það ætti að vera hægt,“ segir yfirverkstjórinn. Útskot með ljósastaurum skammt austan Kotstrandar verða fyrir umferðareftirlit.Sigurjón Ólason Og síðar í mánuðum er svo stefnt á formlega borðaklippingu. Nýir vegir eru samtals 12,4 kílómetra langir. Af þeim eru þó aðeins 7,2 kílómetrar á hringveginum, 5,2 kílómetrar eru nýir sveitavegir og þangað fer traktorsumferðin. „Nú er kominn sérvegur sem heitir Ölfusvegur, frá Hveragerði og inn á Selfoss, fyrir hægari umferð. Og líka fyrir gangandi og hjólandi. Það eru sérakreinar fyrir gangandi og hjólandi.“ Nýr sveitavegur, Ölfusvegur, ásamt nýrri brú yfir Gljúfurá hjá Gljúfurárholti.Sigurjón Ólason Gatnamótum inn á hringveginn mun snarfækka. Lykilatriðið er bætt umferðaröryggi. „Stóreykur öryggið. Nú eru orðnar aðskildar leiðir hérna, aðskildar akreinar. Nú eru komnar hérna bæði brýr og undirgöng, bæði fyrir menn og dýr. Tvenn reiðgöng og fimm brýr, þar af eru tvær vegbrýr sem eru fyrir mislæg gatnamót. Þannig að þetta stóreykur öryggi,“ segir Ágúst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóri ÍAV. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Hveragerði Árborg Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut tekið í notkun Nýr kafli Suðurlandsvegar og hringtorg við Biskupstungnabraut verða tekin í notkun á morgun. Framkvæmdir hófust í apríl árið 2020 og er verkefnið annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar. 7. september 2022 12:05 Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. 3. mars 2020 20:20 Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá stöðu verksins. Íslenskir aðalverktakar hófu þennan verkáfanga fyrir þremur árum og var síðasti kaflinn malbikaður í byrjun vikunnar. Lengst af unnu um fimmtíu manns í verkinu en starfsmönnum hefur núna fækkað niður í fimmtán á lokametrunum. Horft í átt til Selfoss og Ölfusár. Kögunarhóll efst til vinstri.Sigurjón Ólason „Þetta hefur gengið vel. Við erum svona aðeins á undan áætlun,“ segir Ágúst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóri hjá ÍAV. Þannig stóð ekki til að hleypa umferð á vegarkaflann fyrr en í ágúst. Núna er séð að það gerist tveimur til þremur mánuðum fyrr. Örfá viðvik eru eftir áður en hægt verður að opna, eins og að ganga frá víravegriðum, setja upp síðustu umferðarskiltin og mála yfirborðsmerkingar á akbrautina. Við Kotströnd verða akstursgöng undir veginn.Sigurjón Ólason „Væntanlega opnum við akgreinina hérna til Reykjavíkur, frá Selfossi til Reykjavíkur, vonandi seinni partinn í vikunni, föstudag – laugardag, eitthvað svoleiðis.“ Í næstu viku verður svo opnað í hina áttina. „Seinni partinn í næstu viku, það ætti að vera hægt,“ segir yfirverkstjórinn. Útskot með ljósastaurum skammt austan Kotstrandar verða fyrir umferðareftirlit.Sigurjón Ólason Og síðar í mánuðum er svo stefnt á formlega borðaklippingu. Nýir vegir eru samtals 12,4 kílómetra langir. Af þeim eru þó aðeins 7,2 kílómetrar á hringveginum, 5,2 kílómetrar eru nýir sveitavegir og þangað fer traktorsumferðin. „Nú er kominn sérvegur sem heitir Ölfusvegur, frá Hveragerði og inn á Selfoss, fyrir hægari umferð. Og líka fyrir gangandi og hjólandi. Það eru sérakreinar fyrir gangandi og hjólandi.“ Nýr sveitavegur, Ölfusvegur, ásamt nýrri brú yfir Gljúfurá hjá Gljúfurárholti.Sigurjón Ólason Gatnamótum inn á hringveginn mun snarfækka. Lykilatriðið er bætt umferðaröryggi. „Stóreykur öryggið. Nú eru orðnar aðskildar leiðir hérna, aðskildar akreinar. Nú eru komnar hérna bæði brýr og undirgöng, bæði fyrir menn og dýr. Tvenn reiðgöng og fimm brýr, þar af eru tvær vegbrýr sem eru fyrir mislæg gatnamót. Þannig að þetta stóreykur öryggi,“ segir Ágúst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóri ÍAV. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Hveragerði Árborg Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut tekið í notkun Nýr kafli Suðurlandsvegar og hringtorg við Biskupstungnabraut verða tekin í notkun á morgun. Framkvæmdir hófust í apríl árið 2020 og er verkefnið annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar. 7. september 2022 12:05 Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. 3. mars 2020 20:20 Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00
Nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut tekið í notkun Nýr kafli Suðurlandsvegar og hringtorg við Biskupstungnabraut verða tekin í notkun á morgun. Framkvæmdir hófust í apríl árið 2020 og er verkefnið annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar. 7. september 2022 12:05
Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. 3. mars 2020 20:20
Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda