„Þessi spjaldtölva er röddin hans“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 21:03 Sigurgeir saknar spjaldtölvunnar sinnar mjög að sögn föður hans sem biðlar til þess sem hefur hana að skila henni. Hér er hann með skólatöskuna sem var stolið. Ívar Pétur Hannesson Samskiptatölvu sjö ára drengs með einhverfu var stolið í nótt úr vinnuskúr föður hans. Pabbi hans biðlar til almennings um upplýsingar um tölvuna og heitir því að verði henni skilað verði engir eftirmálar. „Það var fullt af allskonar dóti stolið úr skúrnum, eins og rándýr GPS búnaður en það eina sem skiptir mig máli að finna aftur er þessi tölva,“ segir Ívar Pétur Hannesson, fjölskyldufaðir á Völlunum í Hafnarfirði. Sonur hans Sigurgeir Bjarni Ívarsson er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm og einhverfur og þarfnast tölvunnar mjög. Löng bið eftir nýrri „Þessi spjaldtölva er röddin hans og er hann að læra á hana í skólanum,“ skrifar Ívar í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann lýsir eftir tölvunni. Hann segir að sérpanta þyrfti nýja tölvu og fjölskyldan bindi því miklar vonir við að þessi finnist. „Við vorum í marga mánuði að fá þessa tölvu upphaflega, ætli þetta hafi ekki verið einhverjir átta eða tíu mánuðir og yrði líklega svipað núna.“ Tölvan var í skólatösku sonar hans og var taskan auk ýmis annars búnað tekinn úr skúrnum í nótt. „Tölvan lítur í raun út eins og venjuleg spjaldtölva nema að það er fastur hátalari neðst á henni og handfang að ofan,“ segir Ívar. Ívar kveðst miður sín yfir því að eiga ekki aðrar myndir en þessa af samskiptatölvunni. Ívar Pétur Hannesson Engir eftirmálar ef henni verður skilað Tölvan er frá framleiðandanum Topii og er í svartri tautösku. Ívar segist engar ábendingar hafa fengið vegna málsins enn sem komið er en segir lögreglu auk þess kanna málið. „Ég væri alveg til í að fá hana til baka og ef einhver getur gefið mér upplýsingar um hana skal ég borga góð fundarlaun fyrir. Sömuleiðis ef viðkomandi skilar henni sjálfur verða engir eftirmálar.“ Ívar, ásamt eiginkonu sinni Söndru Sigurðardóttir. Hann segir að verði tölvunni skilað sé málinu lokið af sinni hálfu. Ívar Pétur Hannesson Tækni Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
„Það var fullt af allskonar dóti stolið úr skúrnum, eins og rándýr GPS búnaður en það eina sem skiptir mig máli að finna aftur er þessi tölva,“ segir Ívar Pétur Hannesson, fjölskyldufaðir á Völlunum í Hafnarfirði. Sonur hans Sigurgeir Bjarni Ívarsson er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm og einhverfur og þarfnast tölvunnar mjög. Löng bið eftir nýrri „Þessi spjaldtölva er röddin hans og er hann að læra á hana í skólanum,“ skrifar Ívar í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann lýsir eftir tölvunni. Hann segir að sérpanta þyrfti nýja tölvu og fjölskyldan bindi því miklar vonir við að þessi finnist. „Við vorum í marga mánuði að fá þessa tölvu upphaflega, ætli þetta hafi ekki verið einhverjir átta eða tíu mánuðir og yrði líklega svipað núna.“ Tölvan var í skólatösku sonar hans og var taskan auk ýmis annars búnað tekinn úr skúrnum í nótt. „Tölvan lítur í raun út eins og venjuleg spjaldtölva nema að það er fastur hátalari neðst á henni og handfang að ofan,“ segir Ívar. Ívar kveðst miður sín yfir því að eiga ekki aðrar myndir en þessa af samskiptatölvunni. Ívar Pétur Hannesson Engir eftirmálar ef henni verður skilað Tölvan er frá framleiðandanum Topii og er í svartri tautösku. Ívar segist engar ábendingar hafa fengið vegna málsins enn sem komið er en segir lögreglu auk þess kanna málið. „Ég væri alveg til í að fá hana til baka og ef einhver getur gefið mér upplýsingar um hana skal ég borga góð fundarlaun fyrir. Sömuleiðis ef viðkomandi skilar henni sjálfur verða engir eftirmálar.“ Ívar, ásamt eiginkonu sinni Söndru Sigurðardóttir. Hann segir að verði tölvunni skilað sé málinu lokið af sinni hálfu. Ívar Pétur Hannesson
Tækni Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira