„Þessi spjaldtölva er röddin hans“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 21:03 Sigurgeir saknar spjaldtölvunnar sinnar mjög að sögn föður hans sem biðlar til þess sem hefur hana að skila henni. Hér er hann með skólatöskuna sem var stolið. Ívar Pétur Hannesson Samskiptatölvu sjö ára drengs með einhverfu var stolið í nótt úr vinnuskúr föður hans. Pabbi hans biðlar til almennings um upplýsingar um tölvuna og heitir því að verði henni skilað verði engir eftirmálar. „Það var fullt af allskonar dóti stolið úr skúrnum, eins og rándýr GPS búnaður en það eina sem skiptir mig máli að finna aftur er þessi tölva,“ segir Ívar Pétur Hannesson, fjölskyldufaðir á Völlunum í Hafnarfirði. Sonur hans Sigurgeir Bjarni Ívarsson er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm og einhverfur og þarfnast tölvunnar mjög. Löng bið eftir nýrri „Þessi spjaldtölva er röddin hans og er hann að læra á hana í skólanum,“ skrifar Ívar í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann lýsir eftir tölvunni. Hann segir að sérpanta þyrfti nýja tölvu og fjölskyldan bindi því miklar vonir við að þessi finnist. „Við vorum í marga mánuði að fá þessa tölvu upphaflega, ætli þetta hafi ekki verið einhverjir átta eða tíu mánuðir og yrði líklega svipað núna.“ Tölvan var í skólatösku sonar hans og var taskan auk ýmis annars búnað tekinn úr skúrnum í nótt. „Tölvan lítur í raun út eins og venjuleg spjaldtölva nema að það er fastur hátalari neðst á henni og handfang að ofan,“ segir Ívar. Ívar kveðst miður sín yfir því að eiga ekki aðrar myndir en þessa af samskiptatölvunni. Ívar Pétur Hannesson Engir eftirmálar ef henni verður skilað Tölvan er frá framleiðandanum Topii og er í svartri tautösku. Ívar segist engar ábendingar hafa fengið vegna málsins enn sem komið er en segir lögreglu auk þess kanna málið. „Ég væri alveg til í að fá hana til baka og ef einhver getur gefið mér upplýsingar um hana skal ég borga góð fundarlaun fyrir. Sömuleiðis ef viðkomandi skilar henni sjálfur verða engir eftirmálar.“ Ívar, ásamt eiginkonu sinni Söndru Sigurðardóttir. Hann segir að verði tölvunni skilað sé málinu lokið af sinni hálfu. Ívar Pétur Hannesson Tækni Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
„Það var fullt af allskonar dóti stolið úr skúrnum, eins og rándýr GPS búnaður en það eina sem skiptir mig máli að finna aftur er þessi tölva,“ segir Ívar Pétur Hannesson, fjölskyldufaðir á Völlunum í Hafnarfirði. Sonur hans Sigurgeir Bjarni Ívarsson er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm og einhverfur og þarfnast tölvunnar mjög. Löng bið eftir nýrri „Þessi spjaldtölva er röddin hans og er hann að læra á hana í skólanum,“ skrifar Ívar í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann lýsir eftir tölvunni. Hann segir að sérpanta þyrfti nýja tölvu og fjölskyldan bindi því miklar vonir við að þessi finnist. „Við vorum í marga mánuði að fá þessa tölvu upphaflega, ætli þetta hafi ekki verið einhverjir átta eða tíu mánuðir og yrði líklega svipað núna.“ Tölvan var í skólatösku sonar hans og var taskan auk ýmis annars búnað tekinn úr skúrnum í nótt. „Tölvan lítur í raun út eins og venjuleg spjaldtölva nema að það er fastur hátalari neðst á henni og handfang að ofan,“ segir Ívar. Ívar kveðst miður sín yfir því að eiga ekki aðrar myndir en þessa af samskiptatölvunni. Ívar Pétur Hannesson Engir eftirmálar ef henni verður skilað Tölvan er frá framleiðandanum Topii og er í svartri tautösku. Ívar segist engar ábendingar hafa fengið vegna málsins enn sem komið er en segir lögreglu auk þess kanna málið. „Ég væri alveg til í að fá hana til baka og ef einhver getur gefið mér upplýsingar um hana skal ég borga góð fundarlaun fyrir. Sömuleiðis ef viðkomandi skilar henni sjálfur verða engir eftirmálar.“ Ívar, ásamt eiginkonu sinni Söndru Sigurðardóttir. Hann segir að verði tölvunni skilað sé málinu lokið af sinni hálfu. Ívar Pétur Hannesson
Tækni Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira