Leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta netárása á Íslandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2023 18:55 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. sigurjón ólason Leyniþjónusta rússneska hersins er talin standa fyrir stórum hluta þeirra netárása sem beinst hafa gegn Íslandi og öðrum NATO ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fjölþáttaógnir. Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir, en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika, líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni kemur fram að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu og þeir taldir ábyrgir fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Fram kemur að frá innrás Rússa í Úkraínu hafi tíðni netárása margfaldast hér á landi. Árið 2020 fékk netöryggissveitin CERTIS 266 tilkynningar um netárásir en árið 2022 voru þær fleiri en 700. Tilkynningum hefur fjölgað gríðarlega.grafík/sara Má þar nefna gagnaleka hjá Reykjavíkurborg, netárás á Lyfjastofnun og fjögur hundruð þúsund árásir á Neyðarlínuna á einum sólarhring. Þá er leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta árása sem beinast gegn NATO-ríkjum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir það mat lögreglunnar að samtal þurfi að eiga sér stað á hinu pólitíska sviði um auknar varnir. „Hvort íslenska lögreglan eigi að hafa frekari heimildir til að sporna gegn þessari starfsemi? Við sjáum að það er sett sérstök löggjöf utan um starfsemi öryggisþjónustu á Norðurlöndunum sem hafa sérstakar heimildir og þetta tiltekna hlutverk, að sporna gegn þessari ólöglegu upplýsingaöflun,“ segir Runólfur Þórhallsson. Alvarlegar árásir árið 2022 þar sem spilliforritum var beitt.grafík/sara Ríkislögreglustjóri skoðar nú nokkur mál þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir, en Runólfur segist ekki geta tjáð sig um fjölda þeirra mála. Hann bendir á að önnur NATO ríki hafi gripið til þess að vísa sendiráðsstarfsmönnum á brott til að draga úr hættunni á netárásum og njósnum. „Við höfum ekki gripið til þeirra ráðstöfunar hér á landi. Við erum, ólíkt öðrum löndum sem við erum í samstarfi við, ekki með her hér þannig við metum það að við séum ekki mjög hátt í forgangsröðuninni en engu að síður teljum við mjög líklegt að þessi starfsemi sé stunduð hér á landi.“ Netöryggi Rússland Netglæpir Öryggis- og varnarmál NATO Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir, en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika, líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni kemur fram að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu og þeir taldir ábyrgir fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Fram kemur að frá innrás Rússa í Úkraínu hafi tíðni netárása margfaldast hér á landi. Árið 2020 fékk netöryggissveitin CERTIS 266 tilkynningar um netárásir en árið 2022 voru þær fleiri en 700. Tilkynningum hefur fjölgað gríðarlega.grafík/sara Má þar nefna gagnaleka hjá Reykjavíkurborg, netárás á Lyfjastofnun og fjögur hundruð þúsund árásir á Neyðarlínuna á einum sólarhring. Þá er leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta árása sem beinast gegn NATO-ríkjum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir það mat lögreglunnar að samtal þurfi að eiga sér stað á hinu pólitíska sviði um auknar varnir. „Hvort íslenska lögreglan eigi að hafa frekari heimildir til að sporna gegn þessari starfsemi? Við sjáum að það er sett sérstök löggjöf utan um starfsemi öryggisþjónustu á Norðurlöndunum sem hafa sérstakar heimildir og þetta tiltekna hlutverk, að sporna gegn þessari ólöglegu upplýsingaöflun,“ segir Runólfur Þórhallsson. Alvarlegar árásir árið 2022 þar sem spilliforritum var beitt.grafík/sara Ríkislögreglustjóri skoðar nú nokkur mál þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir, en Runólfur segist ekki geta tjáð sig um fjölda þeirra mála. Hann bendir á að önnur NATO ríki hafi gripið til þess að vísa sendiráðsstarfsmönnum á brott til að draga úr hættunni á netárásum og njósnum. „Við höfum ekki gripið til þeirra ráðstöfunar hér á landi. Við erum, ólíkt öðrum löndum sem við erum í samstarfi við, ekki með her hér þannig við metum það að við séum ekki mjög hátt í forgangsröðuninni en engu að síður teljum við mjög líklegt að þessi starfsemi sé stunduð hér á landi.“
Netöryggi Rússland Netglæpir Öryggis- og varnarmál NATO Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent