Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 21:53 George Santos var baráttuglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir að ákæran á hendur honum var tekin fyrir. Hann lét ekki mótmælendur sem sökuðu hann um lygar á sig fá. AP/Seth Wenig George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. Santos var handtekinn og ákæra á hendur honum opinberuð í dag. Hann er meðal annars ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína til persónulegra nota, þiggja atvinnuleysisbætur sem hann átti ekki rétt á og að ljúga á hagsmunaskráningu. Saksóknarar segja hann sekan um fjársvik, peningaþvætti, þjófnað úr opinberum sjóðum og lygar í opinberri hagsmunaskrá. Eftir að Santos lýsti yfir sakleysi sínu í dag sleppti dómari honum gegn hálfrar milljónar dollara tryggingu, jafnvirði rúmra 68,5 milljóna íslenskra króna. Þingmaðurinn þurfti að skila inn vegabréfi sínu. Hann á yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þegar Santos ræddi við fréttamenn eftir þinghaldið kallað hann saksóknina „nornaveiðar“ sem hann ætlaði að berjast gegn, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagðist hann ætla að snúa aftur til Washington-borgar og taka sæti sitt í fulltrúadeildinni. Kallað hefur verið eftir því að Santos verði vísað af þingi en leiðtogar repúblikana, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa haldið að sér höndum til þessa. Þeir segja Santons saklausan þar til sekt hans er sönnuð. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í gær þegar fréttir um yfirvofandi ákæru á hendur Santos kvisuðust út að hann vildi kynna sér efni hennar áður en hann ákvæði hvort þingmanninum væri áfram sætt. Joe Biden Bandaríkjaforseti vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var spurður þar sem hann yrði þá sakaður um afskipti á rannsókninni. Það væri í höndum þingsins sjálfs að ákveða hvort að rétt væri að reka Santos. Notaði kosningaframlög í hönnunarföt Santos náði kjöri fyrir repúblikana í einu kjördæma New York-ríkis síðasta haust. Eftir kosningarnar upplýsti New York Times að þingmannsefnið hefði logið nær öllu um starfsframa sinn og menntun. Síðar kom í ljós að Santos virtist hafa framið greiðslukortasvik og mögulega stolið fé úr dýragóðgerðasamtökum. Þrátt fyrir allt þetta tók Santos sæti á þingi í janúar. Hann afsalaði sér fljótlega nefndarsætum sem honum voru úthlutuð. Þingmanninum er meðal annars gefið að sök að safna framlögum frá stuðningsmönnum undir þeim formerkjum að þau rynnu í kosningasjóð hans. Í staðinn notaði hann félag sem tók við framlögunum sem persónulegan sparigrís sinn og eyddi fénu í hönnunarföt og afborgarnir af kreditkortum og bílaláni. Þá er hann sagður hafa logið á hagsmunaskráningu þingmanna og að þiggja atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann var í stjórnunarstöðu hjá fjárfestingasjóði sem var lokað vegna ásakana um að hann stundaði pýramídasvik. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira
Santos var handtekinn og ákæra á hendur honum opinberuð í dag. Hann er meðal annars ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína til persónulegra nota, þiggja atvinnuleysisbætur sem hann átti ekki rétt á og að ljúga á hagsmunaskráningu. Saksóknarar segja hann sekan um fjársvik, peningaþvætti, þjófnað úr opinberum sjóðum og lygar í opinberri hagsmunaskrá. Eftir að Santos lýsti yfir sakleysi sínu í dag sleppti dómari honum gegn hálfrar milljónar dollara tryggingu, jafnvirði rúmra 68,5 milljóna íslenskra króna. Þingmaðurinn þurfti að skila inn vegabréfi sínu. Hann á yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þegar Santos ræddi við fréttamenn eftir þinghaldið kallað hann saksóknina „nornaveiðar“ sem hann ætlaði að berjast gegn, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagðist hann ætla að snúa aftur til Washington-borgar og taka sæti sitt í fulltrúadeildinni. Kallað hefur verið eftir því að Santos verði vísað af þingi en leiðtogar repúblikana, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa haldið að sér höndum til þessa. Þeir segja Santons saklausan þar til sekt hans er sönnuð. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í gær þegar fréttir um yfirvofandi ákæru á hendur Santos kvisuðust út að hann vildi kynna sér efni hennar áður en hann ákvæði hvort þingmanninum væri áfram sætt. Joe Biden Bandaríkjaforseti vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var spurður þar sem hann yrði þá sakaður um afskipti á rannsókninni. Það væri í höndum þingsins sjálfs að ákveða hvort að rétt væri að reka Santos. Notaði kosningaframlög í hönnunarföt Santos náði kjöri fyrir repúblikana í einu kjördæma New York-ríkis síðasta haust. Eftir kosningarnar upplýsti New York Times að þingmannsefnið hefði logið nær öllu um starfsframa sinn og menntun. Síðar kom í ljós að Santos virtist hafa framið greiðslukortasvik og mögulega stolið fé úr dýragóðgerðasamtökum. Þrátt fyrir allt þetta tók Santos sæti á þingi í janúar. Hann afsalaði sér fljótlega nefndarsætum sem honum voru úthlutuð. Þingmanninum er meðal annars gefið að sök að safna framlögum frá stuðningsmönnum undir þeim formerkjum að þau rynnu í kosningasjóð hans. Í staðinn notaði hann félag sem tók við framlögunum sem persónulegan sparigrís sinn og eyddi fénu í hönnunarföt og afborgarnir af kreditkortum og bílaláni. Þá er hann sagður hafa logið á hagsmunaskráningu þingmanna og að þiggja atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann var í stjórnunarstöðu hjá fjárfestingasjóði sem var lokað vegna ásakana um að hann stundaði pýramídasvik.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira