Hvað verður loftlagssektin há vegna 35.000 íbúða? Björt Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2023 09:30 800 milljónum af fjárlögum íslenska ríkisins ársins 2023 er ráðstafað til sektar vegna þess að við Íslendingar höfum sofið á verðinum og ekki staðið við skuldbindingar okkar vegna Kyoto loftlagsbókunarinnar. Parísarsamningurinn sem við höfum líkt og aðrar ábyrgðafullar þjóðir undirgengist, er mun viðameiri og skilyrði hans koma til kasta fjárlaga innan skamms eða 2030. Við Íslendingar erum neyslurík þjóð og viljum flest hver halda í þau gæði sem við þekkjum nú þegar. En þessi neysla og hefðbundnar venjur okkar kosta loftslagið og þannig líka ríkissjóð. Við drógum lítillega úr losun á covid-árunum vegna hafta, en nú hefur heldur betur bæst í og losun á beina ábyrgð Íslands hefur aldrei verið meiri. Okkur er að fjölga, og í okkar víðfeðma landi er það mjög jákvætt að fólk vilji flytja hingað og sjá sér og sínum farborða, því það styður við sameiginlega sjóði og skatttekjur ríkisins sem aftur stendur straum af menntun okkar, heilbrigðisþjónustu, vegasamgöngum og öðrum mikilvægum innviðum og gæðum sem við viljum efla frekar en hitt. Uppbygging sómasamlegra heimila til að mæta fólksfjölgun (innlendri sem og innfluttri) hefur oft verið sett upp í markmið stjórnvalda og það er vel. Við viljum vera undirbúin fyrir framtíðinni því að skortur á húsnæði hefur þýtt hækkanir á fasteignamarkaði með tilheyrandi dýrtíð og erfiðleikum, til dæmis fyrir ungar fjölskyldur sem eiga við ramman reip að draga við að koma undir sig fótunum og veita börnum sínum samfellu, öryggi og gott líf. Nú síðast hafa sveitarfélögin og ríki gert með sér samkomulag um að tryggja í það minnsta 35.000 íbúðir á næstu 10 árum fyrir fólkið í landinu en kunnugir segja að líklega þurfi talan að vera ívið hærri til að mæta uppsafnaðri þörf. Við erum orðin nokkuð vön því að ræða um loftlagsmál og skiljum til dæmis vel að orkuskipti í samgöngum eru okkur mikilvæg ekki bara fyrir loftslagið, líka fyrir budduna. Við erum orðin verseruð í tali um að atvinnuvegir skuli draga úr losun, en því miður kannski síst þegar kemur að þeirri starfsemi sem losar gróðurhúsalofttegundir á beina ábyrgð Íslands og íslenskra skattgreiðenda. Mannvirkjageirinn er þannig iðnaður og hann er á heimsvísu ábyrgur fyrir um 40% losunar gróðurhúsalofttegunda, meira ef úrgangur og sóun auðlinda á ábyrgð iðnaðarins er talin með. Afleiðingin er hröð hlýnun jarðar og röskun í jafnvægi vistkerfa með hrikalegum afleiðingum. Íslendingar fara svo sannarlega ekki varhluta af þessu því að ofsar í veðurfari, gegndarlausar rigningar og tíð skriðuföll á mannabyggðir erum við því miður farin að farin að þekkja of vel af eigin raun. Það er ekki annað í boði en að vakna núna og undirbúa framtíðina. 35.000 íbúðir á 10 árum byggðar á hefðbundinn hátt með mikilli losun munu ekki bara þýða milljarða útgjöld frá skattgreiðendum í sektarfé, eða kaupum á losunarheimildum eins og það kallast líka. Það mun þýða að engin breyting verður heldur að þeim 10 árum liðnum því að verktakar og þróunaraðilar þurftu ekki að leggja það á sig að breyta frá vananum og fara umhverfisvænni leiðir. Góðu fréttirnar eru þær að byggingageirinn er tilbúinn í breytingar, til eru gagnreyndar aðferðir og leiðbeiningar frá þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við til að draga úr umfangsmikilli losun sem reiknast á hvert byggt mannvirki. Þetta hefur geirinn ásamt HMS og ýmsum öðrum hagaðilum rýnt og undirbúið. En við eigum á hættu með að verða allt of sein, ekkert af annars góðri vinnu í þessa átt er komið til framkvæmda, og það eru aðeins 7 ár til 2030. Ef við náum ekki loftslagsmarkmiðunum þá verður sektin ekki eingreiðsla upp á 800 milljónir líkt og nú, heldur árleg útgjöld sem metin hafa verið á bilinu 1-10 milljarðar. Eigum við ekki að nýta þá fjármuni í annað skynsamlegra? Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, eldri borgarar, öryrkjar myndu þiggja betri stuðning. Stjórnvöld verða að fara í aðgerðir strax í byggingageiranum og setja skyldur á loftlagsvænni uppbyggingu mannvirkja. Annars situr fólkið uppi með reikninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Iðu ehf. og fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Húsnæðismál Björt Ólafsdóttir Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
800 milljónum af fjárlögum íslenska ríkisins ársins 2023 er ráðstafað til sektar vegna þess að við Íslendingar höfum sofið á verðinum og ekki staðið við skuldbindingar okkar vegna Kyoto loftlagsbókunarinnar. Parísarsamningurinn sem við höfum líkt og aðrar ábyrgðafullar þjóðir undirgengist, er mun viðameiri og skilyrði hans koma til kasta fjárlaga innan skamms eða 2030. Við Íslendingar erum neyslurík þjóð og viljum flest hver halda í þau gæði sem við þekkjum nú þegar. En þessi neysla og hefðbundnar venjur okkar kosta loftslagið og þannig líka ríkissjóð. Við drógum lítillega úr losun á covid-árunum vegna hafta, en nú hefur heldur betur bæst í og losun á beina ábyrgð Íslands hefur aldrei verið meiri. Okkur er að fjölga, og í okkar víðfeðma landi er það mjög jákvætt að fólk vilji flytja hingað og sjá sér og sínum farborða, því það styður við sameiginlega sjóði og skatttekjur ríkisins sem aftur stendur straum af menntun okkar, heilbrigðisþjónustu, vegasamgöngum og öðrum mikilvægum innviðum og gæðum sem við viljum efla frekar en hitt. Uppbygging sómasamlegra heimila til að mæta fólksfjölgun (innlendri sem og innfluttri) hefur oft verið sett upp í markmið stjórnvalda og það er vel. Við viljum vera undirbúin fyrir framtíðinni því að skortur á húsnæði hefur þýtt hækkanir á fasteignamarkaði með tilheyrandi dýrtíð og erfiðleikum, til dæmis fyrir ungar fjölskyldur sem eiga við ramman reip að draga við að koma undir sig fótunum og veita börnum sínum samfellu, öryggi og gott líf. Nú síðast hafa sveitarfélögin og ríki gert með sér samkomulag um að tryggja í það minnsta 35.000 íbúðir á næstu 10 árum fyrir fólkið í landinu en kunnugir segja að líklega þurfi talan að vera ívið hærri til að mæta uppsafnaðri þörf. Við erum orðin nokkuð vön því að ræða um loftlagsmál og skiljum til dæmis vel að orkuskipti í samgöngum eru okkur mikilvæg ekki bara fyrir loftslagið, líka fyrir budduna. Við erum orðin verseruð í tali um að atvinnuvegir skuli draga úr losun, en því miður kannski síst þegar kemur að þeirri starfsemi sem losar gróðurhúsalofttegundir á beina ábyrgð Íslands og íslenskra skattgreiðenda. Mannvirkjageirinn er þannig iðnaður og hann er á heimsvísu ábyrgur fyrir um 40% losunar gróðurhúsalofttegunda, meira ef úrgangur og sóun auðlinda á ábyrgð iðnaðarins er talin með. Afleiðingin er hröð hlýnun jarðar og röskun í jafnvægi vistkerfa með hrikalegum afleiðingum. Íslendingar fara svo sannarlega ekki varhluta af þessu því að ofsar í veðurfari, gegndarlausar rigningar og tíð skriðuföll á mannabyggðir erum við því miður farin að farin að þekkja of vel af eigin raun. Það er ekki annað í boði en að vakna núna og undirbúa framtíðina. 35.000 íbúðir á 10 árum byggðar á hefðbundinn hátt með mikilli losun munu ekki bara þýða milljarða útgjöld frá skattgreiðendum í sektarfé, eða kaupum á losunarheimildum eins og það kallast líka. Það mun þýða að engin breyting verður heldur að þeim 10 árum liðnum því að verktakar og þróunaraðilar þurftu ekki að leggja það á sig að breyta frá vananum og fara umhverfisvænni leiðir. Góðu fréttirnar eru þær að byggingageirinn er tilbúinn í breytingar, til eru gagnreyndar aðferðir og leiðbeiningar frá þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við til að draga úr umfangsmikilli losun sem reiknast á hvert byggt mannvirki. Þetta hefur geirinn ásamt HMS og ýmsum öðrum hagaðilum rýnt og undirbúið. En við eigum á hættu með að verða allt of sein, ekkert af annars góðri vinnu í þessa átt er komið til framkvæmda, og það eru aðeins 7 ár til 2030. Ef við náum ekki loftslagsmarkmiðunum þá verður sektin ekki eingreiðsla upp á 800 milljónir líkt og nú, heldur árleg útgjöld sem metin hafa verið á bilinu 1-10 milljarðar. Eigum við ekki að nýta þá fjármuni í annað skynsamlegra? Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, eldri borgarar, öryrkjar myndu þiggja betri stuðning. Stjórnvöld verða að fara í aðgerðir strax í byggingageiranum og setja skyldur á loftlagsvænni uppbyggingu mannvirkja. Annars situr fólkið uppi með reikninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Iðu ehf. og fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar