Sólveig Anna segir Eflingu verða sterkari eftir úrsögn úr SGS Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2023 20:05 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa átt lítið erindi í Starfsgreinasambandinu. Stöð 2/Arnar Formaður Eflingar fagnar því að Efling fái nú beina aðild að Alþýðusambandinu eftir að meirihluti samþykkti úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu í atkvæðagreiðslu. Forseti ASÍ segir að Efling muni koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga. Atkvæðagreiðslu um hvort Efling ætti að segja sig úr Starfsgreinasambandinu lauk í dag. Tæplega tuttugu og eitt þúsund félagsmenn voru á kjörskrá og tóku rétt rúmlega fimm prósent þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni. Grafík/Sara Mikill meirihluti samþykkti úrsögnina eða 71,5 prósent, 27,8 prósent vildu vera áfram í sambandinu en 2,4 prósent tóku ekki afstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er mjög sátt við niðurstöðuna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið verða sterkara eftir úrsögn þess úr StarfsgreinaStöð 2/Arnar „Og ég fagna því að svona afgerandi meirihluti sé sammála afstöðu forystu félagsins,“ segir formaðurinn. Efling var lang fjölmennasta félagið af 19 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins með 28 þúsund félagsmenn af 72 þúsund. Efling fær nú beina aðild að Alþýðusambandinu en eins og er á félagið ekki fulltrúa í miðstjórn þar sem kosið var í hana á nýafstöðnu þingi Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörinn forseti ASÍ reiknar hins vegar með að Efling fái áheyrnarfulltrúa í miðstjórn. Þá hafi staða Eflingar gagnvart viðræðum við stjórnvöld verið rædd á ASÍ þinginu. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörin forseti ASÍ segir Eflingu koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið þar að þau kæmu þá inn í viðræður við stjórnvöld. Ég geri ráð fyrir að það verði engin breyting þar á. Þau koma bara beint inn í samninganefndina sem verður skipuð,“ segir Finnbjörn. Efling muni síðan væntanlega fá kjörna fulltrúa í miðstjórn á næsta þingi ASÍ. Sólveig Anna útilokar ekki samflot með öðrum stéttarfélögum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Hvað verður svo um kjaraviðræðurnar, það er kannski ekki tímabært fyrir mig að svara á þessum tímapunkti. En Efling hefur ávallt getað myndað bandalög með þeim sem við erum sammála um meginlínur mála,“ segir Sólveig Anna. Þótt öllum væri ljóst að Efling og SGS hafi ekki átt samleið við gerð síðustu kjarasamninga hafi það ekki verið megin ástæðan fyrir úrsögninni. Það væri ekki góð nýting á fjármunum félagsfólks að borga stórar fjárhæðir til landssambands þaðan sem engin þjónusta væri sótt. „Framseljum ekki samningsumboð okkar til. Þannig að það voru helstu ástæðurnar fyrir því að við ákváðum að fara þessa leið.“ Heldur þú að Efling verði sterkari á eftir í samskiptum sínum við Samtök atvinnulífsins og sveitarfélögin? „Ég tel algerlega ljóst að eftir þessa niðurstöðu verði Efling mun sterkari. Það er hundrað prósent,“ segir Sólveig Anna. Forseti ASÍ segir Eflingu koma að mótun krafna eins og önnur félög og sambönd í viðræðum við stjórnvöld. „Efling hefur ekki verið mjög virk innan Starfsgreinasambandsins að undanförnu. Best hefði verið að þau hefðu unnið saman. En þar sem þessar deilur hafa verið uppi innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar er þetta kannski skýrara, að hafa þetta með þessum hætti,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson. Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11. maí 2023 18:54 Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um hvort Efling ætti að segja sig úr Starfsgreinasambandinu lauk í dag. Tæplega tuttugu og eitt þúsund félagsmenn voru á kjörskrá og tóku rétt rúmlega fimm prósent þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni. Grafík/Sara Mikill meirihluti samþykkti úrsögnina eða 71,5 prósent, 27,8 prósent vildu vera áfram í sambandinu en 2,4 prósent tóku ekki afstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er mjög sátt við niðurstöðuna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið verða sterkara eftir úrsögn þess úr StarfsgreinaStöð 2/Arnar „Og ég fagna því að svona afgerandi meirihluti sé sammála afstöðu forystu félagsins,“ segir formaðurinn. Efling var lang fjölmennasta félagið af 19 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins með 28 þúsund félagsmenn af 72 þúsund. Efling fær nú beina aðild að Alþýðusambandinu en eins og er á félagið ekki fulltrúa í miðstjórn þar sem kosið var í hana á nýafstöðnu þingi Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörinn forseti ASÍ reiknar hins vegar með að Efling fái áheyrnarfulltrúa í miðstjórn. Þá hafi staða Eflingar gagnvart viðræðum við stjórnvöld verið rædd á ASÍ þinginu. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörin forseti ASÍ segir Eflingu koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið þar að þau kæmu þá inn í viðræður við stjórnvöld. Ég geri ráð fyrir að það verði engin breyting þar á. Þau koma bara beint inn í samninganefndina sem verður skipuð,“ segir Finnbjörn. Efling muni síðan væntanlega fá kjörna fulltrúa í miðstjórn á næsta þingi ASÍ. Sólveig Anna útilokar ekki samflot með öðrum stéttarfélögum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Hvað verður svo um kjaraviðræðurnar, það er kannski ekki tímabært fyrir mig að svara á þessum tímapunkti. En Efling hefur ávallt getað myndað bandalög með þeim sem við erum sammála um meginlínur mála,“ segir Sólveig Anna. Þótt öllum væri ljóst að Efling og SGS hafi ekki átt samleið við gerð síðustu kjarasamninga hafi það ekki verið megin ástæðan fyrir úrsögninni. Það væri ekki góð nýting á fjármunum félagsfólks að borga stórar fjárhæðir til landssambands þaðan sem engin þjónusta væri sótt. „Framseljum ekki samningsumboð okkar til. Þannig að það voru helstu ástæðurnar fyrir því að við ákváðum að fara þessa leið.“ Heldur þú að Efling verði sterkari á eftir í samskiptum sínum við Samtök atvinnulífsins og sveitarfélögin? „Ég tel algerlega ljóst að eftir þessa niðurstöðu verði Efling mun sterkari. Það er hundrað prósent,“ segir Sólveig Anna. Forseti ASÍ segir Eflingu koma að mótun krafna eins og önnur félög og sambönd í viðræðum við stjórnvöld. „Efling hefur ekki verið mjög virk innan Starfsgreinasambandsins að undanförnu. Best hefði verið að þau hefðu unnið saman. En þar sem þessar deilur hafa verið uppi innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar er þetta kannski skýrara, að hafa þetta með þessum hætti,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson.
Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11. maí 2023 18:54 Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Sjá meira
Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11. maí 2023 18:54
Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03
Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30