Musk tísti því í kvöld að hann hefði ráðið nýjan forstjóra Twitter og X corp, fyrirtækisins sem hann lét taka samfélagsmiðilinn yfir. „Hún“ byrji eftir um það bil sex vikur.
„Mitt hlutverk breytist yfir í að vera starfandi stjórnarformaður (e. executive chairman) og tæknistjóri með umsjón með vöru, hugbúnaði og kerfisstjórn,“ tísti Musk.
Excited to announce that I ve hired a new CEO for X/Twitter. She will be starting in ~6 weeks!
— Elon Musk (@elonmusk) May 11, 2023
My role will transition to being exec chair & CTO, overseeing product, software & sysops.
Twitter hefur leitað að forstjóra um margra mánaða skeið. Musk lýsti því yfir fyrir dómi rétt eftir að hann keypti samfélagsmiðilinn fyrir 44 milljarða dollara í nóvember að hann hefði ekki hug á að vera forstjóri fyrirtækis. Hann tísti í desember að ætlaði sér að segja af sér sem forstjóri um leið og hann fyndi einhvern sem væri nógu „vitlaus“ til að taka starfið að sér.
AP-fréttastofan segir að hlutabréf í Tesla, rafbílafyrirtæki Musk, hafi hækkað um tvö stig eftir tilkynninguna í dag. Hluthafar Tesla hafa verið með böggum hildar yfir því hversu mikinn tíma og orku Musk hefur sett í samfélagsmiðilinn undanfarna mánuði.