Innlent

Verk­föll boðuð í sund­laugum um hvíta­sunnu­helgi

Kjartan Kjartansson skrifar
Þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar að stinga sér til sunds á Akureyri um hvítasunnuhelgina þurfa að finna sér eitthvað annað að gera.
Þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar að stinga sér til sunds á Akureyri um hvítasunnuhelgina þurfa að finna sér eitthvað annað að gera. Sundlaug Akureyrar

Sundlaugar í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni verða lokaðar um hvítasunnuhelgina eftir að starfsfólk sundlaga og íþróttamannavirkja samþykktu að leggja niður störf í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þeir bætast í hóp hátt í 1.600 félagsmanna BSRB sem eru á leið í verkfall.

Verkfallið nær til sundlauga og íþróttamiðstöðva í Akureyrarbæ, Borgarbyggð, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Fjarðabyggð, Skagafirði, Snæfellsbæ og Vesturbyggð, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Starfsfólk þar verður í verkfalli 27., 28. og 29. maí að óbreyttu.

Alls hafa félagar í BSRB nú samþykkt að leggja niður störf í átján sveitarfélögum á næstu vikum. Áður hefur starfsfólk leik- og grunnskóla, mötuneyta, frístundamiðstöðva og hafna í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Reykjanesbæ, Árborg, Hveragerði, Ölfusi og Vestmannaeyjum boðað til verkfalla á næstunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×