„Afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. maí 2023 12:42 Lögreglumaður vopnaður öflugu skotvopni nærri Hörpu í morgun. Vísir/Vilhelm Hundruð manna vinna nú hörðum höndum í Hörpu við að gera allt klárt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst á morgun. Framkvæmdastjóri fundarins segir undirbúningsvinnuna ganga vel og að mikill metnaður sé settur í vinnuna. Viðburðurinn verði afar glæsilegur og Íslandi til sóma. Utanríkisráðuneytið hefur leitt undirbúningsvinnuna í Hörpu fyrir Leiðtogafundinn sem hefst á morgun og stendur fram til miðvikudags í góðu samstarfi við forsætisráðuneytið, ríkislögreglustjóra og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri fundarins, segir verkefnið á mjög góðum stað. Augu heimsins á Íslandi „Undirbúningurinn gengur afskaplega vel. Stóri dagurinn er náttúrulega á morgun þegar fundurinn hefst. Hér eru hundruð manna í húsi að vinna alveg gríðarlega mikla vinnu og við höfum lagt mikinn metnað í allan undirbúning. Hér að vinna fólk á vegum lögreglu, stjórnarráðsins og fjöldinn allur af verktökum,“ segir Ragnar. Augu heimsins verði á Íslandi næstu daga og að það muni reyna á fagmennsku og útsjónarsemi að halda öllu gangandi. Ragnar Þorvarðarson framkvæmdastjóri leiðtogafundarins segir í mörg horn að líta við undirbúning á svo stórum fundi.Stöð 2/Arnar Ragnar segir almenna borgara hafa sýnt mikla þolinmæði og jákvætt viðmót þrátt fyrir öryggisráðstafanir í kringum Hörpu og að þau séu afar þakklát því. „Ég myndi segja að við værum á mjög góðum stað. Það má segja að við séum að keyra saman mismunandi kerfi hér í húsinu í Hörpu, á vegum lögreglunnar og okkar í utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Það eru ýmis flókin úrlausnarefni en það eru allir boðnir og búnir að finna út úr hlutum. Við erum mjög bjartsýn á þessum tímapunkti,“ segir hann og bætir við að allt sé að verða klappað og klárt. Íslandi til sóma „Það er rosalega gaman að sjá umbreytinguna hér í húsinu. Þetta verður afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma. Það er svona verið að koma með síðustu hlutina í hús, blóm og svona. Tryggja það að hér verði matur og aðstaða fyrir alla. Það er alltaf eitthvað smávægilegt sem þarf að bregðast við en þetta er allt í góðum farvegi,“ segir Ragnar að lokum. Víðtækar lokanir Búist er við vel yfir þúsund gestum í tengslum við fundinn og mega íbúar höfuðborgarsvæðisins búast við umferðartöfum víðs vegar í borginni og á Reykjanesbraut. Má áætla að áhrifin verði hvað mest síðdegis á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Þá verður miðborg Reykjavíkur lokuð fyrir fyrir almennri umferð ökutækja í rúma tvo sólarhringa. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að lokunin tæki í gildi í kvöld. Stórt svæði í miðborg Reykjavíkur verður lokað fyrir umferð bíla og verður svæðið í kringum Hörpu lokað fyrir allri umferð á meðan ráðstefnunni stendur. Hægt verður að fara um miðborgina fótgangandi eða á hjóli en það á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu sem verður alveg lokað almenningi. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn. 14. maí 2023 20:17 Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. 19. apríl 2023 21:36 Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27 Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur leitt undirbúningsvinnuna í Hörpu fyrir Leiðtogafundinn sem hefst á morgun og stendur fram til miðvikudags í góðu samstarfi við forsætisráðuneytið, ríkislögreglustjóra og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri fundarins, segir verkefnið á mjög góðum stað. Augu heimsins á Íslandi „Undirbúningurinn gengur afskaplega vel. Stóri dagurinn er náttúrulega á morgun þegar fundurinn hefst. Hér eru hundruð manna í húsi að vinna alveg gríðarlega mikla vinnu og við höfum lagt mikinn metnað í allan undirbúning. Hér að vinna fólk á vegum lögreglu, stjórnarráðsins og fjöldinn allur af verktökum,“ segir Ragnar. Augu heimsins verði á Íslandi næstu daga og að það muni reyna á fagmennsku og útsjónarsemi að halda öllu gangandi. Ragnar Þorvarðarson framkvæmdastjóri leiðtogafundarins segir í mörg horn að líta við undirbúning á svo stórum fundi.Stöð 2/Arnar Ragnar segir almenna borgara hafa sýnt mikla þolinmæði og jákvætt viðmót þrátt fyrir öryggisráðstafanir í kringum Hörpu og að þau séu afar þakklát því. „Ég myndi segja að við værum á mjög góðum stað. Það má segja að við séum að keyra saman mismunandi kerfi hér í húsinu í Hörpu, á vegum lögreglunnar og okkar í utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Það eru ýmis flókin úrlausnarefni en það eru allir boðnir og búnir að finna út úr hlutum. Við erum mjög bjartsýn á þessum tímapunkti,“ segir hann og bætir við að allt sé að verða klappað og klárt. Íslandi til sóma „Það er rosalega gaman að sjá umbreytinguna hér í húsinu. Þetta verður afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma. Það er svona verið að koma með síðustu hlutina í hús, blóm og svona. Tryggja það að hér verði matur og aðstaða fyrir alla. Það er alltaf eitthvað smávægilegt sem þarf að bregðast við en þetta er allt í góðum farvegi,“ segir Ragnar að lokum. Víðtækar lokanir Búist er við vel yfir þúsund gestum í tengslum við fundinn og mega íbúar höfuðborgarsvæðisins búast við umferðartöfum víðs vegar í borginni og á Reykjanesbraut. Má áætla að áhrifin verði hvað mest síðdegis á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Þá verður miðborg Reykjavíkur lokuð fyrir fyrir almennri umferð ökutækja í rúma tvo sólarhringa. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að lokunin tæki í gildi í kvöld. Stórt svæði í miðborg Reykjavíkur verður lokað fyrir umferð bíla og verður svæðið í kringum Hörpu lokað fyrir allri umferð á meðan ráðstefnunni stendur. Hægt verður að fara um miðborgina fótgangandi eða á hjóli en það á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu sem verður alveg lokað almenningi.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn. 14. maí 2023 20:17 Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. 19. apríl 2023 21:36 Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27 Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn. 14. maí 2023 20:17
Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. 19. apríl 2023 21:36
Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27
Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21