Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2023 15:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í heimsókn sinni til Kiev í mars síðastliðnum. Getty Images/Sergii Kharchenko Formenn allra flokka á Alþingi hafa samþykkt að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fréttastofu. Í tilkynningu segir að formenn og fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi leggi í dag fram tillögu til þingsályktunar um að fela utanríkisráðherra að festa kaup á færanlegu neyðarsjúkrahúsi til notkunar fyrir særða hermenn og færa úkraínsku þjóðinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Frá því að innrás Rússa hófst hefur stuðningur Íslands við Úkraínu verið skýr, bæði meðal almennings og stjórnvalda. Á Alþingi hefur ríkt þverpólitísk samstaða um stuðninginn og leggja formenn flokkanna áherslu á að undirstrika þá samstöðu með þessari gjöf,“ segir í tilkynningu. Sinna særðum og almenningi Sjúkrahúsið sem um ræði skipti sköpum til að sinna bæði særðum hermönnum og almenningi, en hægt sé að starfsrækja þau sjálfstætt og án tengingar við fyrirliggjandi innviði. „Úkraínsk stjórnvöld hafa komið því á framfæri við íslensk stjórnvöld að brýn þörf sé á færanlegum neyðarsjúkrahúsum fyrir særða hermenn og óskað eftir stuðningi Íslands í þeim efnum. Þá hefur forseti Úkraínu, Volodomyr Selenskí, ítrekað þakklæti fyrir yfirgnæfandi stuðning íslensku þjóðarinnar við málstað Úkraínu á fundum sínum með forsætisráðherra Íslands.“ Þrjú sjúkrahús af þessari gerð hafa verið send til Úkraínu og er óskað eftir þremur til viðbótar. Eistnesk stjórnvöld lögðu til eitt, Þjóðverjar annað og Noregur og Holland í sameiningu hið þriðja. Framleiðslutími á sjúkrahúsi af þessu tagi er u.þ.b. hálft ár og áætlaður kostnaður nemur um það bil 7,8 milljónum evra, eða um 1.200 milljónum króna. Fundað tvisvar með Selenskí Katrín átti í byrjun maí tvíhliða fund með Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, í Helsinki. Þá var hún stödd á norrænum leiðtogafundi þar sem Selenskí var óvæntur gestur. Á fundinum ræddu Katrín og Selenskí meðal annars leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst í Reykjavík á morgun. Þar verða málefni Úkraínu í brennidepli. „Mikil áhersla verður lögð á að sækja bætur fyrir það tjón sem stríðsrekstur Rússa hefur valdið. Liður í því er að koma á fót sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundinum,“ sagði á vef stjórnarráðsins að loknum fundi þeirra. „Þá var rætt hvernig Ísland geti með sem bestum hætti stutt áfram við Úkraínu. Þar er m.a. horft til samstarfs á sviði orkumála og heilbrigðismála. Loks var rætt um stöðuna og horfur í stríðinu og hugmyndir um sérstakan friðarfund. Um var að ræða annan fund Katrínar og Selenskí en forsætisráðherra og utanríkisráðherra heimsóttu Kænugarð í mars“. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Katrín og von der Leyen funda á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu eiga tvíhliða fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík á morgun. 15. maí 2023 10:55 Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11 Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak. 15. maí 2023 07:03 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Í tilkynningu segir að formenn og fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi leggi í dag fram tillögu til þingsályktunar um að fela utanríkisráðherra að festa kaup á færanlegu neyðarsjúkrahúsi til notkunar fyrir særða hermenn og færa úkraínsku þjóðinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Frá því að innrás Rússa hófst hefur stuðningur Íslands við Úkraínu verið skýr, bæði meðal almennings og stjórnvalda. Á Alþingi hefur ríkt þverpólitísk samstaða um stuðninginn og leggja formenn flokkanna áherslu á að undirstrika þá samstöðu með þessari gjöf,“ segir í tilkynningu. Sinna særðum og almenningi Sjúkrahúsið sem um ræði skipti sköpum til að sinna bæði særðum hermönnum og almenningi, en hægt sé að starfsrækja þau sjálfstætt og án tengingar við fyrirliggjandi innviði. „Úkraínsk stjórnvöld hafa komið því á framfæri við íslensk stjórnvöld að brýn þörf sé á færanlegum neyðarsjúkrahúsum fyrir særða hermenn og óskað eftir stuðningi Íslands í þeim efnum. Þá hefur forseti Úkraínu, Volodomyr Selenskí, ítrekað þakklæti fyrir yfirgnæfandi stuðning íslensku þjóðarinnar við málstað Úkraínu á fundum sínum með forsætisráðherra Íslands.“ Þrjú sjúkrahús af þessari gerð hafa verið send til Úkraínu og er óskað eftir þremur til viðbótar. Eistnesk stjórnvöld lögðu til eitt, Þjóðverjar annað og Noregur og Holland í sameiningu hið þriðja. Framleiðslutími á sjúkrahúsi af þessu tagi er u.þ.b. hálft ár og áætlaður kostnaður nemur um það bil 7,8 milljónum evra, eða um 1.200 milljónum króna. Fundað tvisvar með Selenskí Katrín átti í byrjun maí tvíhliða fund með Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, í Helsinki. Þá var hún stödd á norrænum leiðtogafundi þar sem Selenskí var óvæntur gestur. Á fundinum ræddu Katrín og Selenskí meðal annars leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst í Reykjavík á morgun. Þar verða málefni Úkraínu í brennidepli. „Mikil áhersla verður lögð á að sækja bætur fyrir það tjón sem stríðsrekstur Rússa hefur valdið. Liður í því er að koma á fót sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundinum,“ sagði á vef stjórnarráðsins að loknum fundi þeirra. „Þá var rætt hvernig Ísland geti með sem bestum hætti stutt áfram við Úkraínu. Þar er m.a. horft til samstarfs á sviði orkumála og heilbrigðismála. Loks var rætt um stöðuna og horfur í stríðinu og hugmyndir um sérstakan friðarfund. Um var að ræða annan fund Katrínar og Selenskí en forsætisráðherra og utanríkisráðherra heimsóttu Kænugarð í mars“.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Katrín og von der Leyen funda á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu eiga tvíhliða fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík á morgun. 15. maí 2023 10:55 Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11 Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak. 15. maí 2023 07:03 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Katrín og von der Leyen funda á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu eiga tvíhliða fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík á morgun. 15. maí 2023 10:55
Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11
Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak. 15. maí 2023 07:03