Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar Oddur Ævar Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. maí 2023 22:51 Nærri allir lögreglumenn landsins koma að viðburðinum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra segir leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu langstærsta viðburðinn sem íslensk lögregluyfirvöld hafa skipulagt. Hann segir að um hundrað sérfræðingar séu hér frá lögregluyfirvöldum á norðurlöndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgarbúum í hástert fyrir að hafa farið eftir reglum. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, ræddi fyrsta dag leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem fram fór í Hörpu í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að lögregla muni ekki gefa upp hve mikill mannskapur sé til taks á svæðinu vegna fundarins, það verði gefið upp að fundi loknum. „En það er nokkuð ljóst að þetta er langstærsti viðburður sem íslensk lögregluyfirvöld hafa komið að. Okkur til aðstoðar eru hér lögreglumenn frá nær öllum norðurlöndunum og öll norðurlöndin hafa unnið með okkur að undirbúningnum og við höfum fengið þeirra aðstoð,“ segir Karl Steinar. „Ég get reyndar staðfest það að eru rétt tæplega hundrað sérfræðingar frá norðurlöndunum, lögreglumenn og sérfræðingar sem verða hér með okkur næstu daga þar til þetta er búið.“ Lítilsháttar smáatriði komið upp á Karl Steinar segir daginn hafa gengið einstaklega vel hjá lögreglunni. Hann kveðst stoltur af hópnum sem komið hafi að skipulagningu viðburðarins. „Það er ekkert stórvægilegt sem hefur gerst, þetta hefur eiginlega bara gengið alveg snuðrulaust fyrir sig,“ segir Karl Steinar sem segir engar handtökur hafa farið fram vegna fundarins. „Við höfum verið að fylgjast með drónaumferð og það eru svona einhver tilvik en var nú eiginlega meira um það síðustu daga og þetta hafa meira verið smáatriði, fólk hefur ekki alveg verið að átta sig á regluverkinu sem er í gangi.“ Býst við töfum á morgun „Ég vil líka nota tækifærið og hrósa borgarbúum, fyrir það hvað þau hafa verið tillitssöm og hlýtt tilmælum okkar og leiðbeiningum. Fólk hefur greinilega virt þau og við erum afar þakklát fyrir það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að á morgun megi einnig búast við umferðartöfum vegna fundarins, einkum frá hádegi og fram eftir degi en auk þess að morgni. „En þetta er ekki langur tími sem er eftir, þannig að vonandi gengur áfram vel á morgun eins og verið hefur í dag.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, ræddi fyrsta dag leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem fram fór í Hörpu í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að lögregla muni ekki gefa upp hve mikill mannskapur sé til taks á svæðinu vegna fundarins, það verði gefið upp að fundi loknum. „En það er nokkuð ljóst að þetta er langstærsti viðburður sem íslensk lögregluyfirvöld hafa komið að. Okkur til aðstoðar eru hér lögreglumenn frá nær öllum norðurlöndunum og öll norðurlöndin hafa unnið með okkur að undirbúningnum og við höfum fengið þeirra aðstoð,“ segir Karl Steinar. „Ég get reyndar staðfest það að eru rétt tæplega hundrað sérfræðingar frá norðurlöndunum, lögreglumenn og sérfræðingar sem verða hér með okkur næstu daga þar til þetta er búið.“ Lítilsháttar smáatriði komið upp á Karl Steinar segir daginn hafa gengið einstaklega vel hjá lögreglunni. Hann kveðst stoltur af hópnum sem komið hafi að skipulagningu viðburðarins. „Það er ekkert stórvægilegt sem hefur gerst, þetta hefur eiginlega bara gengið alveg snuðrulaust fyrir sig,“ segir Karl Steinar sem segir engar handtökur hafa farið fram vegna fundarins. „Við höfum verið að fylgjast með drónaumferð og það eru svona einhver tilvik en var nú eiginlega meira um það síðustu daga og þetta hafa meira verið smáatriði, fólk hefur ekki alveg verið að átta sig á regluverkinu sem er í gangi.“ Býst við töfum á morgun „Ég vil líka nota tækifærið og hrósa borgarbúum, fyrir það hvað þau hafa verið tillitssöm og hlýtt tilmælum okkar og leiðbeiningum. Fólk hefur greinilega virt þau og við erum afar þakklát fyrir það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að á morgun megi einnig búast við umferðartöfum vegna fundarins, einkum frá hádegi og fram eftir degi en auk þess að morgni. „En þetta er ekki langur tími sem er eftir, þannig að vonandi gengur áfram vel á morgun eins og verið hefur í dag.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira